Gina Haspel, forstjóri CIA, ætlar að senda fleiri njósnara á vettvang Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. maí 2018 21:03 Gina Haspel er nýr forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar. Nýjar áherslur fylgja nýjum forstjóra. Vísir/AFP Gina Haspel tók í dag formlega við starfi forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar í höfuðstöðvum CIA í Langley, norður Virginíu. Hún tilkynnti starfsfólki sínu um væntanlegar áherslubreytingar hjá leyniþjónustunni sem yrðu undir sinni forystu. Hún tekur við starfi Mike Pompeo, fyrrverandi forstjóra CIA. Hún lofaði því að senda fleiri njósnara á vettvang og auk þess sem hún hyggst auka færni starfsfólks í erlendum tungumálum, styrkja samvinnu CIA við aðrar leyniþjónustur í Bandaríkjunum og víða um heim. Haspel segist leggja höfuðáherslu á hryðjuverkaógnina og kerfisbundnar ógnir við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.Gina Haspel tók formlega við starfi forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA í viðurvist Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Vísir/afpSegist standa í þakkarskuld við konur innan CIAHaspel er fyrst kvenna til að gegna stöðu forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar. Hún sagðist standa í þakkarskuld við kvenkyns starfsmenn leyniþjónustunnar sem ruddu brautina fyrir aðrar konur innan fagsins. Starf þessara kvenna hafi reynst Haspel mikill innblástur.Megi ekki dvelja um of í fortíðinniTilnefning Haspel hefur verið harðlega gagnrýnd en hún stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi árið 2002 þar sem grunaðir hryðjuverkamenn voru beittir vatnspyntingum. Í framhaldinu tók hún þátt í að eyða sönnunargögnum um pyntingar árið 2005. Í ræðu sinni í dag lagði Haspel áherslu á að ekki væri unnt að dvelja um of í fortíðinni. „Við verðum að draga lærdóm af fortíðinni en við getum ekki dvalið í henni,“ sagði Haspel.Sjá frétt Vísis um aðkomu Haspels að pyntingum fanga hér. Fimmtíu og fjórir þingmenn greiddu atkvæði með tilnefningu Haspel, þar af sex Demókratar og nær allir þingmenn Repúblikanaflokksins. Fjörutíu og fimm þingmenn greiddu atkvæði á móti tilnefningunni. Haspel er 61 árs og hefur gegnt stöðu aðstoðarforstjóra bandarísku leyniþjónustunnar síðan í febrúar 2017. Hún tók við sem starfandi forstjóri leyniþjónustunnar í síðasta mánuði. Tengdar fréttir Gina Haspel færist nær forstjórastöðunni Gina Haspel var í dag samþykkt af leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hún verður líklega fyrsta konan til að gegna embættinu. 16. maí 2018 14:45 Lofar að CIA endurveki aldrei pyntingaáætlun sína Gina Haspel yrði fyrsta konan til að stýra leyniþjónustunni CIA. Hún tengist hins vegar pyntingum leyniþjónustunnar í kjölfar árásanna 11. september. 9. maí 2018 12:03 Gina Haspel nýr forstjóri CIA fyrst kvenna Tilnefning Haspel hefur mætt nokkurri andstöðu. 17. maí 2018 23:33 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Gina Haspel tók í dag formlega við starfi forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar í höfuðstöðvum CIA í Langley, norður Virginíu. Hún tilkynnti starfsfólki sínu um væntanlegar áherslubreytingar hjá leyniþjónustunni sem yrðu undir sinni forystu. Hún tekur við starfi Mike Pompeo, fyrrverandi forstjóra CIA. Hún lofaði því að senda fleiri njósnara á vettvang og auk þess sem hún hyggst auka færni starfsfólks í erlendum tungumálum, styrkja samvinnu CIA við aðrar leyniþjónustur í Bandaríkjunum og víða um heim. Haspel segist leggja höfuðáherslu á hryðjuverkaógnina og kerfisbundnar ógnir við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.Gina Haspel tók formlega við starfi forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA í viðurvist Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Vísir/afpSegist standa í þakkarskuld við konur innan CIAHaspel er fyrst kvenna til að gegna stöðu forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar. Hún sagðist standa í þakkarskuld við kvenkyns starfsmenn leyniþjónustunnar sem ruddu brautina fyrir aðrar konur innan fagsins. Starf þessara kvenna hafi reynst Haspel mikill innblástur.Megi ekki dvelja um of í fortíðinniTilnefning Haspel hefur verið harðlega gagnrýnd en hún stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi árið 2002 þar sem grunaðir hryðjuverkamenn voru beittir vatnspyntingum. Í framhaldinu tók hún þátt í að eyða sönnunargögnum um pyntingar árið 2005. Í ræðu sinni í dag lagði Haspel áherslu á að ekki væri unnt að dvelja um of í fortíðinni. „Við verðum að draga lærdóm af fortíðinni en við getum ekki dvalið í henni,“ sagði Haspel.Sjá frétt Vísis um aðkomu Haspels að pyntingum fanga hér. Fimmtíu og fjórir þingmenn greiddu atkvæði með tilnefningu Haspel, þar af sex Demókratar og nær allir þingmenn Repúblikanaflokksins. Fjörutíu og fimm þingmenn greiddu atkvæði á móti tilnefningunni. Haspel er 61 árs og hefur gegnt stöðu aðstoðarforstjóra bandarísku leyniþjónustunnar síðan í febrúar 2017. Hún tók við sem starfandi forstjóri leyniþjónustunnar í síðasta mánuði.
Tengdar fréttir Gina Haspel færist nær forstjórastöðunni Gina Haspel var í dag samþykkt af leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hún verður líklega fyrsta konan til að gegna embættinu. 16. maí 2018 14:45 Lofar að CIA endurveki aldrei pyntingaáætlun sína Gina Haspel yrði fyrsta konan til að stýra leyniþjónustunni CIA. Hún tengist hins vegar pyntingum leyniþjónustunnar í kjölfar árásanna 11. september. 9. maí 2018 12:03 Gina Haspel nýr forstjóri CIA fyrst kvenna Tilnefning Haspel hefur mætt nokkurri andstöðu. 17. maí 2018 23:33 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Gina Haspel færist nær forstjórastöðunni Gina Haspel var í dag samþykkt af leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hún verður líklega fyrsta konan til að gegna embættinu. 16. maí 2018 14:45
Lofar að CIA endurveki aldrei pyntingaáætlun sína Gina Haspel yrði fyrsta konan til að stýra leyniþjónustunni CIA. Hún tengist hins vegar pyntingum leyniþjónustunnar í kjölfar árásanna 11. september. 9. maí 2018 12:03
Gina Haspel nýr forstjóri CIA fyrst kvenna Tilnefning Haspel hefur mætt nokkurri andstöðu. 17. maí 2018 23:33
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila