Mikið álag á viðbragðsaðila á Suðurlandi síðasta sólarhringinn Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. maí 2018 19:45 Tveir ferðamenn eru í lífshættu eftir að þeir féllu í Þingvallavatn skömmu fyrir hádegi í dag. Þá hefur leit að manni sem féll í Ölfusá í nótt engan árangur borið en leit er enn í fullum gangi. Mikið álag hefur verið á björgunarsveitum og viðbragðsaðilum á Suðurlandi síðasta sólarhringinn. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um að maður hefði farið fram af Ölfusárbrú upp úr klukkan þrjú í nótt og var strax sett í gang mikil björgunaraðgerð björgunarsveita með aðstoð Brunavarna Árnessýslu, sjúkraflutningamönnum og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Aðstæður til leitar í nótt og í morgun voru afar erfiðar og krefjandi. „Leitin hefur gengið bærilega. Það hafa verið erfiðar aðstæður í dag. Búið að vera hvasst og svo gengur á með rigningarhryðjum og áin er vatnsmikil. Hún er líka mjög gruggug, þannig að þetta eru erfiðar aðstæður,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Leitarsvæðið fór stækkandi eftir því sem leið á og nær núna frá Ölfusárbrú og niður undir Ölfusárós.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á SuðurlandiVísir/Stöð2„Við höfum notað bæði gangandi og báta og svo var Landhelgisgæslan með okkur í morgun og í nótt,“ sagði Sveinn. Gengið með leitarhunda eftir bökkum og slökkviliðsmenn leituðu með hitamyndavél. Ekki hefur reynst unnt að nota dróna við leitina vegna veðurs. „Við höfum notað öll þau úrræði sem við höfum úr að spila,“ sagði Sveinn. Fleiri en hundrað björgunarsveitarmenn hafa komið að leitinni í Ölfusá, með einum eða öðrum hætti í dag og segir Sveinn að leitað verðir fram á kvöld og framhaldið á morgun en fundað verður um stöðuna í kvöld. Á meðan þessi stóra aðgerð stóð yfir fengu viðbragðsaðilar annað útkall, um klukkan korter fyrir tólf í dag, um að tveir erlendir ferðamenn hefðu fallið í Villingavatn sem er syðst af Þingvallavatni. Strax var ljós að um alvarlegt útkall var að ræða. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins í dag og voru meðal annars kafarar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sendir á vettvang. Fólki fannst eftir þónokkra leit í vatninu. Þegar björgunarsveitir, sjúkralið og lögregla komu á vettvang var búið að ná öðrum ferðamanninum í land en hinn var enn í vatninu. „Þar hafði fólk verið á veiðum. Annar aðilinn dettur út í vatnið, hinn aðilinn fer á eftir honum og þau bæði komast ekki að landi. Þannig að samferðafólk þeirra kallar til nágranna sem að er með bát og þannig ná þau að koma þeim að landi aftur,“ sagði Sveinn.Hermann Marínó Maggýjarson, varðstjóri sjúkraflutninga hjá HSu á SuðurlandiVísir/Stöð 2Varðstjóri sjúkraflutninga á Suðurlandi segir að aðstæður við vatnið hafi verið erfiðar. „Þetta var svo lítið labb að fjörunni. Mikill sandur. Erfitt að koma bílunum að. Það var svo lítill spölur í bílanna þannig að þetta krafðist mikils mannskaps en við settum allt okkar púður í þetta verkefni og rúmlega það,“ sagði Hermann Marínó Maggýjarson, varðstjóri sjúkraflutninga á Suðurlandi og bráðatæknir. Ferðamennirnir, maður og kona sem lentu í vatninu voru án meðvitundar þegar þeim var náð á land en þau voru hluti af hóp sem hafði dvalist á svæðinu. Farið var með þau með hraði, og var leiðin í bæinn rudd með aðstoð allra viðbragðsaðila, að Landspítalanum í Fossvogi. Gríðarlegt álag hefur verið á viðbragðsaðila á Suðurlandi á fáum dögum. Aðeins fjórir dagar eru síðan banaslys varð á Suðurlandsvegi skammt vestan við afleggjarann að Landeyjarhöfn. „Þetta tekur á, það er ekki hægt að segja annað. Eins og ég segir og hef osft sagt, við erum ekki gerð úr grjóti,“ sagði Hermann. Uppfært kl. 19:40:Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá Lögregulnni á Suðurlandi staðfesti við fréttastofu að konan og maðurinn sem féllu í Þingvallavatn hafi verið við veiðar í vöðlum í vatninu en ekki í báti eins og sagt var frá í fréttum. Voru þau við veiðar við Villingavatnsós þegar konunni skrikaði fótur og féll út í. Maðurinn reyndi að bjarga konunni en örmagnaðist. Báðum var bjargað um borð í bát eftir nokkra stund. Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Tveir ferðamenn eru í lífshættu eftir að þeir féllu í Þingvallavatn skömmu fyrir hádegi í dag. Þá hefur leit að manni sem féll í Ölfusá í nótt engan árangur borið en leit er enn í fullum gangi. Mikið álag hefur verið á björgunarsveitum og viðbragðsaðilum á Suðurlandi síðasta sólarhringinn. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um að maður hefði farið fram af Ölfusárbrú upp úr klukkan þrjú í nótt og var strax sett í gang mikil björgunaraðgerð björgunarsveita með aðstoð Brunavarna Árnessýslu, sjúkraflutningamönnum og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Aðstæður til leitar í nótt og í morgun voru afar erfiðar og krefjandi. „Leitin hefur gengið bærilega. Það hafa verið erfiðar aðstæður í dag. Búið að vera hvasst og svo gengur á með rigningarhryðjum og áin er vatnsmikil. Hún er líka mjög gruggug, þannig að þetta eru erfiðar aðstæður,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Leitarsvæðið fór stækkandi eftir því sem leið á og nær núna frá Ölfusárbrú og niður undir Ölfusárós.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á SuðurlandiVísir/Stöð2„Við höfum notað bæði gangandi og báta og svo var Landhelgisgæslan með okkur í morgun og í nótt,“ sagði Sveinn. Gengið með leitarhunda eftir bökkum og slökkviliðsmenn leituðu með hitamyndavél. Ekki hefur reynst unnt að nota dróna við leitina vegna veðurs. „Við höfum notað öll þau úrræði sem við höfum úr að spila,“ sagði Sveinn. Fleiri en hundrað björgunarsveitarmenn hafa komið að leitinni í Ölfusá, með einum eða öðrum hætti í dag og segir Sveinn að leitað verðir fram á kvöld og framhaldið á morgun en fundað verður um stöðuna í kvöld. Á meðan þessi stóra aðgerð stóð yfir fengu viðbragðsaðilar annað útkall, um klukkan korter fyrir tólf í dag, um að tveir erlendir ferðamenn hefðu fallið í Villingavatn sem er syðst af Þingvallavatni. Strax var ljós að um alvarlegt útkall var að ræða. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins í dag og voru meðal annars kafarar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sendir á vettvang. Fólki fannst eftir þónokkra leit í vatninu. Þegar björgunarsveitir, sjúkralið og lögregla komu á vettvang var búið að ná öðrum ferðamanninum í land en hinn var enn í vatninu. „Þar hafði fólk verið á veiðum. Annar aðilinn dettur út í vatnið, hinn aðilinn fer á eftir honum og þau bæði komast ekki að landi. Þannig að samferðafólk þeirra kallar til nágranna sem að er með bát og þannig ná þau að koma þeim að landi aftur,“ sagði Sveinn.Hermann Marínó Maggýjarson, varðstjóri sjúkraflutninga hjá HSu á SuðurlandiVísir/Stöð 2Varðstjóri sjúkraflutninga á Suðurlandi segir að aðstæður við vatnið hafi verið erfiðar. „Þetta var svo lítið labb að fjörunni. Mikill sandur. Erfitt að koma bílunum að. Það var svo lítill spölur í bílanna þannig að þetta krafðist mikils mannskaps en við settum allt okkar púður í þetta verkefni og rúmlega það,“ sagði Hermann Marínó Maggýjarson, varðstjóri sjúkraflutninga á Suðurlandi og bráðatæknir. Ferðamennirnir, maður og kona sem lentu í vatninu voru án meðvitundar þegar þeim var náð á land en þau voru hluti af hóp sem hafði dvalist á svæðinu. Farið var með þau með hraði, og var leiðin í bæinn rudd með aðstoð allra viðbragðsaðila, að Landspítalanum í Fossvogi. Gríðarlegt álag hefur verið á viðbragðsaðila á Suðurlandi á fáum dögum. Aðeins fjórir dagar eru síðan banaslys varð á Suðurlandsvegi skammt vestan við afleggjarann að Landeyjarhöfn. „Þetta tekur á, það er ekki hægt að segja annað. Eins og ég segir og hef osft sagt, við erum ekki gerð úr grjóti,“ sagði Hermann. Uppfært kl. 19:40:Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá Lögregulnni á Suðurlandi staðfesti við fréttastofu að konan og maðurinn sem féllu í Þingvallavatn hafi verið við veiðar í vöðlum í vatninu en ekki í báti eins og sagt var frá í fréttum. Voru þau við veiðar við Villingavatnsós þegar konunni skrikaði fótur og féll út í. Maðurinn reyndi að bjarga konunni en örmagnaðist. Báðum var bjargað um borð í bát eftir nokkra stund.
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira