Tveir fyrrum flugmenn segja flugvélar í eigu mexíkóska leigufyrirtækisins Damojh, sem leigir út flugvélar, áður hafa fengið kvartanir vegna öryggisatriða. Boeing 737-flugvélin sem brotlenti nærri Jos Martin flugvellinum í Havana var í eigu félagsins og í útleigu hjá Cubana flugfélaginu.
110 létust í flugslysinu á föstudag, en þrír lifðu slysið af. Svo virtist sem flugvélin hafi ekki náð nauðsynlegri hæð og flogið á rafmagnslínur. Slysið er banvænasta flugslys á Kúbú í meira en þrjátíu ár.
Annar flugmannanna segir að flugvél sem var í leigu frá félaginu hafi horfið af ratsjám fyrir um átta árum síðan, en tildrög þess voru lélegt viðhald á tæknibúnaði vélarinnar. Flugmaður sem starfaði fyrir félagið hefur svipaða sögu að segja, en hann segir það hafa verið nokkur tilfelli þar sem tæknibúnaður vélanna hafi verið í ólagi.
Einnig hefur komið í ljós að flugvélinni sem hrapaði á föstudag hafi verið meinað að fljúga í lofthelgi Guyana eftir að yfirvöld í lýðveldinu komust að því að áhafnarmeðlimir fyrirtækisins voru að fljúga með mun meiri farangur en gert var ráð fyrir. Dæmi séu um að klósett vélanna hafi verið notuð undir töskur.
Flugmennirnir segja að margir starfsmenn Cubana hafi neitað að fljúga með vélum sem leigðar hafi verið frá félaginu vegna þessara athugasemda og að viðhaldi á vélunum hafi verið ábótavant.
Yfirvöld í Mexíkó hafa lýst því yfir að öryggisskoðun verið gerð á störfum fyrirtækisins.
Flugfélagið hafði áður fengið athugasemdir vegna öryggisatriða
Tengdar fréttir
Svartur kassi úr flugvélinni sem fórst fundinn
Annar af tveimur svörtum kössum farþegaflugvélarinnar sem fórst er fundinn en vonir standa til að hann geti varpað ljósi á hvað olli slysinu.
Þjóðarsorg lýst yfir á Kúbu
Miguel Diaz-Canel, forseti Kúbu hefur lýst yfir þjóðarsorg í kjölfar flugslyssins.
Brotlenti skömmu eftir flugtak í Havana
Hundrað og fjórir farþegar voru um borð í vélinni.