Segir launahækkunina vera í samræmi við launaþróun Sylvía Hall skrifar 20. maí 2018 12:17 Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. Vísir/Anton brink Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Launahækkun Ármanns hefur verið gagnrýnd síðustu daga og sagði meðal annars Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að um óhóf væri að ræða. Mánaðarlaun bæjarstjórans nema nú um 2,5 milljónum á mánuði.Segir Katrínu sjálfa hafa talað fyrir „Kópavogsmódelinu“ Í viðtalinu segir Ármann laun hans hafi verið reiknuð út í samræmi við launaþróun í landinu og bendir á að launahækkun hans sé lægri en sú sem þingmenn og ráðherrar fengu árið 2016. Hann gagnrýnir að forsætisráðherra hafi sjálf þegið sína launahækkun þrátt fyrir að hafa lofað breytingum og hún hafi sjálf talað fyrir sömu aðferð og var notuð við launahækkun hans. „Hún tók þessi laun upp á 35 prósent og 45 prósent sem þingmaður. Allt hennar fólk tók þessi laun. Það var boðað að gera eitthvað, það var ekkert gert og ennþá er verið að boða að gera eitthvað. Af orðum hennar má skilja að það eigi að tengja laun þingmanna, ráðherra og dómara við launaþróun opinberra starfsmanna og það er akkúrat það sem við gerðum. Hún ætlar í „Kópavogsmódelið“ hvað þetta varðar.“ Ármann segir sig ekki vera einan um launahækkun, og þeir embættismenn sem gagnrýni hækkunina séu að kasta steinum úr glerhúsiEðlilegt að forsætisnefnd fari ofan í launamál eftir kosningar Ármann bendir á að laun bæjarstjóra í Kópavogi hafi lengi verið há og sama megi segja um laun bæjarstjóra almennt. Það liggi því í augum uppi að slíkar prósentuhækkanir skili sér í háum krónutölum. Hann segir grunnlaun sín vera upp á 1,2 milljónir og sé með yfirvinnu upp á 50 stundir. Ásamt því fái hann bifreiðastyrk og fái greitt fyrir setu í bæjarstjórn. Það er því margt sem telji í heildarupphæðinni. „Ég er tilbúin til að ræða þetta og mér finnst eðlilegt að forsætisnefnd setjist núna niður eftir kosningar og fari ofan í þessi mál.“ Hann segist taka á sig launalækkun ef það yrði ákvörðun bæjarstjórnar eftir kosningar. „Ég tek þeim launum sem bæjarstjórn úthlutar mér.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15 Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Launahækkun Ármanns í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins Vinstri græn í Kópavogi telja launahækkun bæjarstjóra Kópavogs allt of mikla og vera í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins. 18. maí 2018 08:16 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Launahækkun Ármanns hefur verið gagnrýnd síðustu daga og sagði meðal annars Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að um óhóf væri að ræða. Mánaðarlaun bæjarstjórans nema nú um 2,5 milljónum á mánuði.Segir Katrínu sjálfa hafa talað fyrir „Kópavogsmódelinu“ Í viðtalinu segir Ármann laun hans hafi verið reiknuð út í samræmi við launaþróun í landinu og bendir á að launahækkun hans sé lægri en sú sem þingmenn og ráðherrar fengu árið 2016. Hann gagnrýnir að forsætisráðherra hafi sjálf þegið sína launahækkun þrátt fyrir að hafa lofað breytingum og hún hafi sjálf talað fyrir sömu aðferð og var notuð við launahækkun hans. „Hún tók þessi laun upp á 35 prósent og 45 prósent sem þingmaður. Allt hennar fólk tók þessi laun. Það var boðað að gera eitthvað, það var ekkert gert og ennþá er verið að boða að gera eitthvað. Af orðum hennar má skilja að það eigi að tengja laun þingmanna, ráðherra og dómara við launaþróun opinberra starfsmanna og það er akkúrat það sem við gerðum. Hún ætlar í „Kópavogsmódelið“ hvað þetta varðar.“ Ármann segir sig ekki vera einan um launahækkun, og þeir embættismenn sem gagnrýni hækkunina séu að kasta steinum úr glerhúsiEðlilegt að forsætisnefnd fari ofan í launamál eftir kosningar Ármann bendir á að laun bæjarstjóra í Kópavogi hafi lengi verið há og sama megi segja um laun bæjarstjóra almennt. Það liggi því í augum uppi að slíkar prósentuhækkanir skili sér í háum krónutölum. Hann segir grunnlaun sín vera upp á 1,2 milljónir og sé með yfirvinnu upp á 50 stundir. Ásamt því fái hann bifreiðastyrk og fái greitt fyrir setu í bæjarstjórn. Það er því margt sem telji í heildarupphæðinni. „Ég er tilbúin til að ræða þetta og mér finnst eðlilegt að forsætisnefnd setjist núna niður eftir kosningar og fari ofan í þessi mál.“ Hann segist taka á sig launalækkun ef það yrði ákvörðun bæjarstjórnar eftir kosningar. „Ég tek þeim launum sem bæjarstjórn úthlutar mér.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15 Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Launahækkun Ármanns í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins Vinstri græn í Kópavogi telja launahækkun bæjarstjóra Kópavogs allt of mikla og vera í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins. 18. maí 2018 08:16 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15
Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00
Launahækkun Ármanns í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins Vinstri græn í Kópavogi telja launahækkun bæjarstjóra Kópavogs allt of mikla og vera í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins. 18. maí 2018 08:16