Rannsókn á Bitcoin-málinu á lokametrunum Birgir Olgeirsson skrifar 31. maí 2018 08:59 Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum Vísir „Þetta ætti að skýrast fyrir helgi,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um rannsókn á umfangsmiklum þjófnaði á tölvum sem voru sérbúnar til að grafa eftir Bitcoin-rafmyntinni. Ólafur Helgi segir að lögreglan muni fyrir helgi ákveð hvort málið verði sent til ákærumeðferðar. „Eins og sagt er á íþróttamáli, þetta er á lokametrunum.“ Um er að ræða 600 tölvur sem var stolið í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð frá desember til janúar en verðmæti þeirra er metið á um 200 milljónir króna. Þær eru enn ófundnar.Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra sendi kínverskum lögregluyfirvöldum fyrirspurn um 600 tölvur, sem notaður voru til að grafa eftir Bitcoin-rafmynt, í upphafi þessarar mánaðar. Ólafur Helgi segir ekkert svar hafa borist frá Kína. Hann segir ekkert nýtt hafa komið fram við rannsóknina síðustu daga en lögreglunni hafi borist ábendingar nokkuð reglulega. „Það skýrist, ég vil ekki tjá mig of mikið áður en ákvörðun verður tekin,“ segir Ólafur. Alls voru níu handteknir vegna rannsóknarinnar á tölvuþjófnaðinum hér á landi. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en að lokum var aðeins einn í haldi, Sindri Þór Stefánsson. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. 4. maí síðastliðinn var Sindri Þór kominn til Íslands og leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í farbann til fjögurra vikna, eða til 1. júní. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
„Þetta ætti að skýrast fyrir helgi,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um rannsókn á umfangsmiklum þjófnaði á tölvum sem voru sérbúnar til að grafa eftir Bitcoin-rafmyntinni. Ólafur Helgi segir að lögreglan muni fyrir helgi ákveð hvort málið verði sent til ákærumeðferðar. „Eins og sagt er á íþróttamáli, þetta er á lokametrunum.“ Um er að ræða 600 tölvur sem var stolið í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð frá desember til janúar en verðmæti þeirra er metið á um 200 milljónir króna. Þær eru enn ófundnar.Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra sendi kínverskum lögregluyfirvöldum fyrirspurn um 600 tölvur, sem notaður voru til að grafa eftir Bitcoin-rafmynt, í upphafi þessarar mánaðar. Ólafur Helgi segir ekkert svar hafa borist frá Kína. Hann segir ekkert nýtt hafa komið fram við rannsóknina síðustu daga en lögreglunni hafi borist ábendingar nokkuð reglulega. „Það skýrist, ég vil ekki tjá mig of mikið áður en ákvörðun verður tekin,“ segir Ólafur. Alls voru níu handteknir vegna rannsóknarinnar á tölvuþjófnaðinum hér á landi. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en að lokum var aðeins einn í haldi, Sindri Þór Stefánsson. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. 4. maí síðastliðinn var Sindri Þór kominn til Íslands og leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í farbann til fjögurra vikna, eða til 1. júní.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira