Íslandsvinirnir frá Harvard taka höndum saman með Bartónum Tinni Sveinsson skrifar 30. maí 2018 14:30 Sprelligosarnir frá Harvard eru orðnir sannkallaðir Íslandsvinir. Kórarnir Bartónar og The Harvard Din & Tonics taka höndum saman og halda glæsta tónleika í Gamla bíói annað kvöld. Þetta er í annað skipti sem kórarnir halda saman tónleika en þeir gerðu það einnig fyrir tveimur árum við góðan orðstír. Din & Tonics eru eitt af einkennismerkjum Harvard háskóla og er Reykjavík fyrsti viðkomstaður kórsins í tíu vikna tónlekaferð um Evrópu, Asíu og Ástralíu. Kórinn kom fyrst til Íslands 2010 og aftur 2016. Hann fagnar því á morgun endurkomu sinni og endurteknu samstarfi við Bartóna.Dins syngja í hefðbundnum „a capella“ stíl þeirra vestanmanna og hafa gegnum árin gert garðinn frægan um allan heim með metnaðarfullum tónlistarflutningi, krydduðum með hnyttnum hreyfingum. Tónlistina sækja þeir úr ýmsum áttum og má á efnisskránni finna sígilda djassslagara í bland við smelli frá hljómsveitum frá A-ha til Vulfpeck, allt er þetta flutt með kímnum blæ og bros á vör. Bartónar hafa starfað í átta ár og hafa höfuðstöðvar sínar á Kaffibarnum. Það er væntanlega einsdæmi í heiminum að bar haldi úti heilum karlakór en þar af leiðandi rökrétt að sönghópur sem kennir sig við áfengan drykk leiti samstarfs við kórinn.Bartónar hafa verið áberandi síðustu misseri, komu fram í þætti Amazing Race sem var tekinn upp á Íslandi, sungu í Kórum Íslands á Stöð 2 og tóku höndum saman með Emmsjé Gauta á Jülevenner tónleikaröðinni fyrir jól. Það er skammt stórra högga á milli hjá kórnum en á laugardag kemur hann fram á Humar sumri Kaffibarsins síðdegis. Nánari upplýsingar um tónleikana annað kvöld er að finna á Tix.Bartónar hafa verið iðnir við kolann síðustu misseri og halda nú tónleika bæði á fimmtudagskvöld og á laugardag. Tónlist Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kórarnir Bartónar og The Harvard Din & Tonics taka höndum saman og halda glæsta tónleika í Gamla bíói annað kvöld. Þetta er í annað skipti sem kórarnir halda saman tónleika en þeir gerðu það einnig fyrir tveimur árum við góðan orðstír. Din & Tonics eru eitt af einkennismerkjum Harvard háskóla og er Reykjavík fyrsti viðkomstaður kórsins í tíu vikna tónlekaferð um Evrópu, Asíu og Ástralíu. Kórinn kom fyrst til Íslands 2010 og aftur 2016. Hann fagnar því á morgun endurkomu sinni og endurteknu samstarfi við Bartóna.Dins syngja í hefðbundnum „a capella“ stíl þeirra vestanmanna og hafa gegnum árin gert garðinn frægan um allan heim með metnaðarfullum tónlistarflutningi, krydduðum með hnyttnum hreyfingum. Tónlistina sækja þeir úr ýmsum áttum og má á efnisskránni finna sígilda djassslagara í bland við smelli frá hljómsveitum frá A-ha til Vulfpeck, allt er þetta flutt með kímnum blæ og bros á vör. Bartónar hafa starfað í átta ár og hafa höfuðstöðvar sínar á Kaffibarnum. Það er væntanlega einsdæmi í heiminum að bar haldi úti heilum karlakór en þar af leiðandi rökrétt að sönghópur sem kennir sig við áfengan drykk leiti samstarfs við kórinn.Bartónar hafa verið áberandi síðustu misseri, komu fram í þætti Amazing Race sem var tekinn upp á Íslandi, sungu í Kórum Íslands á Stöð 2 og tóku höndum saman með Emmsjé Gauta á Jülevenner tónleikaröðinni fyrir jól. Það er skammt stórra högga á milli hjá kórnum en á laugardag kemur hann fram á Humar sumri Kaffibarsins síðdegis. Nánari upplýsingar um tónleikana annað kvöld er að finna á Tix.Bartónar hafa verið iðnir við kolann síðustu misseri og halda nú tónleika bæði á fimmtudagskvöld og á laugardag.
Tónlist Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira