Körfubolti

Oddur Rúnar skrifar undir hjá Val

Einar Sigurvinsson skrifar
Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals og Oddur Rúnar við undirskriftina í dag.
Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals og Oddur Rúnar við undirskriftina í dag. valur
Oddur Rúnar Kristjánsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Vals. Oddur Rúnar er skotbakvörður og hefur síðustu tímabilið leikið með Njarðvíkingum.

Oddur á einnig að baki 25 unglingalandsleiki fyrir Ísland en auk Njarðvíkur hefur hann spilað með með Grindavík, ÍR og Stjörnunni í Dominos-deildinni.

„Oddur er virkilega góð viðbót við liðið okkar sem við erum búnir að byggja upp síðustu tímabilum. Það verður spennandi fyrir okkur að fá Odd til okkar hann gríðarlega öflugur leikmaður sem ég tel að eigi eftir að geta sprungið út í því umhverfi sem er hér á Hlíðarenda,” segir Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, um nýjasta leikmann sinna manna.

Þá segist Oddur Rúnar vera spenntur fyrir komandi tímabili með Valsmönnum

„Mér líst rosalega vel á það. Aðstaðan til fyrirmyndar. Samheldinn og flottur hópur hérna og þekki vel til strákanna. Ég held að leikstíllinn sem Gústi vill spila henti mér vel, hátt og gott tempo,” segir Oddur Rúnar.

Oddur Rúnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×