Íslenski boltinn

Selfoss riftir samningi sínum við Espinosa

Einar Sigurvinsson skrifar
Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss.
Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss. vísir/vilhelm
Selfoss hefur rift samningi sínum við Toni Espoinosa Mossi eftir að hann gekk af velli á 37. mínútu í leik Selfoss og Hauka í Inkasso-deildinni í gær.

Toni Espinosa gekk af leikvelli þegar lið hans var 2-0 undir og settist á varamannabekk Selfyssinga. Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfoss tók skömmu síðar eftir því og setti Svavar Berg Jóhannsson inn á völlinn.

Í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn sagði Gunnar Borgþórsson, að skiptingin hafi verið ekki verið af frumkvæði Espinosa.

„Það var bara skipting, við þurftum að gera breytingu snemma í leiknum því það var ekkert að ganga upp,“ sagði Gunnar um skiptinguna í leikslok í gær.

Yfirlýsing Selfyssinga:

Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss hefur rift samningi sínum við Toni Espinosa, leikmann meistaraflokks karla, vegna atviks sem kom upp í leik gegn Haukum í Inkasso-deildinni í gærkvöldi.

Espinosa sýndi af sér hegðun sem er ekki í samræmi við gildi okkar Selfyssinga; Gleði, virðing og fagmennska.

Deildin hefur því sagt upp samningi leikmannsins frá og með deginum í dag.

Virðingarfyllst,

stjórn knattspyrnudeildar Selfoss.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×