90 grömm setja allt á hvolf í millivigtinni Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. júní 2018 14:30 Yoel Romero of þungur. Vísir/Getty UFC 225 fer fram í kvöld þar sem þeir Yoel Romero og Robert Whittaker mætast í aðalbardaga kvöldsins. Romero var 90 grömmum of þungur í vigtuninni í gær og setur það millivigtina mögulega í snúna stöðu. Mikill óstöðugleiki hefur verið í millivigtinni undanfarin tvö ár. Síðan Michael Bisping varð óvænt meistari eftir sigur á Luke Rockhold hefur skort stöðugleika í millivigtinni. Bisping var ekkert á því að verja beltið gegn réttmætum áskorendum og mætti þess í stað eldgömlum Dan Henderson og Georges St. Pierre. Áður en Bisping tapaði beltinu varð Robert Whittaker bráðabirgðarmeistari í millivigt eftir sigur á Yoel Romero. Georges St. Pierre vann svo alvöru titilinn af Bisping en lét hann af hendi þar sem hann sá ekki fram á að berjast í millivigt í framtíðinni. Whittaker var þar af leiðandi gerður að alvöru meistara í millivigt. Hans fyrsta titilvörn átti svo að vera í febrúar gegn Luke Rockhold. Því miður meiddist Whittaker og kom Yoel Romero í hans stað. Þeir Rockhold og Romero áttu að mætast um bráðabirgðarbeltið en þegar Romero mistókst að ná tilsettri þyngd var enginn titill í boði fyrir Romero heldur aðeins fyrir Rockhold. Yoel Romero endaði svo á að sigra Rockhold og fékk titilbardaga gegn Whittaker. Sá bardagi fer fram í kvöld en verður ekki titilbardagi eins og til stóð. Í annað sinn í röð nær Romero ekki tilsettri þyngd í millivigt og verður því ekkert belti í aðalbardaga kvöldsins. Romero var 90 grömmum of þungur í vigtuninni í gær. Upphaflega var hann 186 pund en þurfti að vera 185 pund til að titilbardaginn gæti farið fram. Hann vigtaði sig inn aftur klukkutíma síðar og var þá 185,2 pund. Sama hvernig fer mun Whittaker halda millivigtartitlinum og getur Romero ekki orðið meistari. Staðan yrði þó augljóslega mjög snúin enn á ný í millivigtinni ef Romero myndi sigra Whittaker án þess að fá nokkurn titil - allt vegna aðeins 90 gramma. Whittaker vann þó er þeir mættust í fyrra og spurning hvort hann geti endurtekið leikinn í ár. Fyrri bardaginn var frábær og gríðarlega jafn og eiga aðdáendur von á góðu ef bardaginn í kvöld verður í sama gæðaflokki. UFC 225 verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld en útsending hefst kl. 2 MMA Tengdar fréttir Colby: Slæmir strákar vinna alltaf í lífinu Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, er ekkert hættur að rífa kjaft og það stendur heldur ekki til að draga úr látunum á næstunni. 7. júní 2018 11:30 Colby: Fólkið í Brasilíu vill að RDA drepi mig Bardagavikan fyrir stærsta bardagakvöld ársins hjá UFC er hafin. Þá verða rosalegir bardagar á dagskránni. 5. júní 2018 14:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Sjá meira
UFC 225 fer fram í kvöld þar sem þeir Yoel Romero og Robert Whittaker mætast í aðalbardaga kvöldsins. Romero var 90 grömmum of þungur í vigtuninni í gær og setur það millivigtina mögulega í snúna stöðu. Mikill óstöðugleiki hefur verið í millivigtinni undanfarin tvö ár. Síðan Michael Bisping varð óvænt meistari eftir sigur á Luke Rockhold hefur skort stöðugleika í millivigtinni. Bisping var ekkert á því að verja beltið gegn réttmætum áskorendum og mætti þess í stað eldgömlum Dan Henderson og Georges St. Pierre. Áður en Bisping tapaði beltinu varð Robert Whittaker bráðabirgðarmeistari í millivigt eftir sigur á Yoel Romero. Georges St. Pierre vann svo alvöru titilinn af Bisping en lét hann af hendi þar sem hann sá ekki fram á að berjast í millivigt í framtíðinni. Whittaker var þar af leiðandi gerður að alvöru meistara í millivigt. Hans fyrsta titilvörn átti svo að vera í febrúar gegn Luke Rockhold. Því miður meiddist Whittaker og kom Yoel Romero í hans stað. Þeir Rockhold og Romero áttu að mætast um bráðabirgðarbeltið en þegar Romero mistókst að ná tilsettri þyngd var enginn titill í boði fyrir Romero heldur aðeins fyrir Rockhold. Yoel Romero endaði svo á að sigra Rockhold og fékk titilbardaga gegn Whittaker. Sá bardagi fer fram í kvöld en verður ekki titilbardagi eins og til stóð. Í annað sinn í röð nær Romero ekki tilsettri þyngd í millivigt og verður því ekkert belti í aðalbardaga kvöldsins. Romero var 90 grömmum of þungur í vigtuninni í gær. Upphaflega var hann 186 pund en þurfti að vera 185 pund til að titilbardaginn gæti farið fram. Hann vigtaði sig inn aftur klukkutíma síðar og var þá 185,2 pund. Sama hvernig fer mun Whittaker halda millivigtartitlinum og getur Romero ekki orðið meistari. Staðan yrði þó augljóslega mjög snúin enn á ný í millivigtinni ef Romero myndi sigra Whittaker án þess að fá nokkurn titil - allt vegna aðeins 90 gramma. Whittaker vann þó er þeir mættust í fyrra og spurning hvort hann geti endurtekið leikinn í ár. Fyrri bardaginn var frábær og gríðarlega jafn og eiga aðdáendur von á góðu ef bardaginn í kvöld verður í sama gæðaflokki. UFC 225 verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld en útsending hefst kl. 2
MMA Tengdar fréttir Colby: Slæmir strákar vinna alltaf í lífinu Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, er ekkert hættur að rífa kjaft og það stendur heldur ekki til að draga úr látunum á næstunni. 7. júní 2018 11:30 Colby: Fólkið í Brasilíu vill að RDA drepi mig Bardagavikan fyrir stærsta bardagakvöld ársins hjá UFC er hafin. Þá verða rosalegir bardagar á dagskránni. 5. júní 2018 14:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Sjá meira
Colby: Slæmir strákar vinna alltaf í lífinu Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, er ekkert hættur að rífa kjaft og það stendur heldur ekki til að draga úr látunum á næstunni. 7. júní 2018 11:30
Colby: Fólkið í Brasilíu vill að RDA drepi mig Bardagavikan fyrir stærsta bardagakvöld ársins hjá UFC er hafin. Þá verða rosalegir bardagar á dagskránni. 5. júní 2018 14:00