Fáum við sama fjör og 2011? Bragi Þórðarson skrifar 8. júní 2018 23:15 Merceds á æfingunni í dag. vísir/getty Sjöunda umferðin í Formúlu 1 fer fram í Kanada um helgina. Keppnin á toppnum virðist ætla að vera á milli Mercedes og Ferrari í sumar en Red Bull hafa þó verið mjög hraðir. Á Montreal brautinni í Kanada skiptir vélaraflið mjög miklu máli, annað en t.d. í Mónakó þar sem hönnun vængjanna er aðalatriðið. Kanada kappaksturinn hefur verið mjög skemmtilegur síðastliðin ár og býður brautin upp á mikinn framúrakstur. Eins og sannaðist árið 2011 þegar að Jenson Button sigraði, þrátt fyrir að þurfa að fara fimm sinnum inn á þjónustusvæðið og verið í síðasta sæti í tvígang. Myndband frá þeim kappakstri má sjá neðst í fréttinni. Kappaksturinn í ár gæti orðið erfiður fyrir Mercedes, þar sem liðið er ekki komið með vélaruppfærslu eins og Ferrari og Red Bull. „Ef aðrir koma með nýjar vélar og uppfærslur verðum við ekki í stöðu til að berjast um sigur,” sagði Lewis Hamilton í vikunni.Vonandi fáum við sama fjör og 2011 en myndin er frá æfingunni í dag.vísir/gettySebastian Vettel hjá Ferrari er í öðru sæti á eftir Lewis í heimsmeistaramótinu. Vettel græddi þrjú stig á Bretann í Mónakó og er bilið á milli þeirra nú 14 stig. Ferrari er 22 stigum á eftir Mercedes og þarf því á því að halda að vélaruppfærslurnar skili árangri. Red Bull, rétt eins og Ferrari mætir til leiks með nýjar og uppfærðar vélar í Kanada. Uppfærslur Renault vélanna hjá Red Bull líta þó út fyrir að skila meiri árangri og var Max Verstappen hraðastur á fyrstu æfingum í Montreal. Verstappen hefur verið mjög hraður það sem af er ári en líka mjög mistækur. „Ef þið haldið áfram að spyrja mig um mistökin hjá mér mun ég skalla ykkur,” sagði Hollendingurinn á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Kappaksturinn byrjar kl. 17:40 á sunnudaginn og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Sjöunda umferðin í Formúlu 1 fer fram í Kanada um helgina. Keppnin á toppnum virðist ætla að vera á milli Mercedes og Ferrari í sumar en Red Bull hafa þó verið mjög hraðir. Á Montreal brautinni í Kanada skiptir vélaraflið mjög miklu máli, annað en t.d. í Mónakó þar sem hönnun vængjanna er aðalatriðið. Kanada kappaksturinn hefur verið mjög skemmtilegur síðastliðin ár og býður brautin upp á mikinn framúrakstur. Eins og sannaðist árið 2011 þegar að Jenson Button sigraði, þrátt fyrir að þurfa að fara fimm sinnum inn á þjónustusvæðið og verið í síðasta sæti í tvígang. Myndband frá þeim kappakstri má sjá neðst í fréttinni. Kappaksturinn í ár gæti orðið erfiður fyrir Mercedes, þar sem liðið er ekki komið með vélaruppfærslu eins og Ferrari og Red Bull. „Ef aðrir koma með nýjar vélar og uppfærslur verðum við ekki í stöðu til að berjast um sigur,” sagði Lewis Hamilton í vikunni.Vonandi fáum við sama fjör og 2011 en myndin er frá æfingunni í dag.vísir/gettySebastian Vettel hjá Ferrari er í öðru sæti á eftir Lewis í heimsmeistaramótinu. Vettel græddi þrjú stig á Bretann í Mónakó og er bilið á milli þeirra nú 14 stig. Ferrari er 22 stigum á eftir Mercedes og þarf því á því að halda að vélaruppfærslurnar skili árangri. Red Bull, rétt eins og Ferrari mætir til leiks með nýjar og uppfærðar vélar í Kanada. Uppfærslur Renault vélanna hjá Red Bull líta þó út fyrir að skila meiri árangri og var Max Verstappen hraðastur á fyrstu æfingum í Montreal. Verstappen hefur verið mjög hraður það sem af er ári en líka mjög mistækur. „Ef þið haldið áfram að spyrja mig um mistökin hjá mér mun ég skalla ykkur,” sagði Hollendingurinn á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Kappaksturinn byrjar kl. 17:40 á sunnudaginn og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira