Lífið

Sjáðu myndböndin við Þjóðhátíðarlög Jónssona

Birgir Olgeirsson skrifar
Friðrik Dór og Jón Jónsson í Herjólfsdal.
Friðrik Dór og Jón Jónsson í Herjólfsdal.
Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson hafa sent frá sér myndband við Þjóðhátíðarlagið í ár sem ber nafnið Á sama tíma, á sama stað.

Þar má sjá þá bræður njóta samveru hvors annars í annars mannlausum Herjólfsdal en inn á milli má sjá myndbrot frá fyrri Þjóðhátíðum.

Þjóðhátíð í ár hefst 3. ágúst næstkomandi en bræðurnir eru nokkuð reyndir þegar kemur að Þjóðhátíðarlögum. Jón Jónsson samdi og flutti lagið Ljúft að vera til og Friðrik Dór söng lagið Ástin á sér stað með Sverri Bergmann.

Bræðurnir höfðu lofað tveimur Þjóðhátíðarlögum en það seinna er rapplagið Heimaey þar sem rappa um hvernig pollagallaköllum verður ekki kalt á Þjóðhátíð. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×