Aftur leita Argentínumenn til AGS Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júní 2018 07:17 Argentínumenn mótmæltu á götum úti þegar fregnir bárust af því að stjórnvöld hefðu aftur leitað á náðir AGS - FMI upp á spænsku. Vísir/AFP Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) er sagður hafa samþykkt að veita argentínskum stjórnvöldum lán sem nemur um 50 milljörðum bandaríkjadala, rúmlega 5200 milljörðum íslenskra króna. Láninu er ætlað að styrkja lemstraðan efnahag landsins. Þrátt fyrir að stjórn sjóðsins eigi formlega eftir að gefa grænt ljós á lánveitinguna hefur framkvæmdastjóri AGS, Christine Lagarde, hrósaði Argentínumönnum fyrir að hafa náð samkomulaginu. Því er ætlað að fátt sé því til fyrirstöðu að lánið verði veitt. Argentínumenn, sem hafa í raun glímt við efnahagsvandræði í áratugi, sóttu um aðstoð AGS þann 8. maí síðastliðinn þegar gengi argentínska pesósins hafði sjaldan verið veikara. Stjórnvöld hafa heitið því að bregðast við efnahagsástandinu, ekki síst verðbólgunni sem nú er um 20 prósent. Ætla má að það muni fela í sér umtalsverðan niðurskurð í útgjöldum ríkisins með meðfylgjandi uppsögnum. Forseti landsins, Mauricio Macri, hefur því verið harðlega gagnrýndur heimafyrir vegna lánsumsóknarinnar.AGS óvinsæll AGS er ekki hátt skrifaður í Argentínu en margir telja að efnahagshrun landsins árið 2001 megi að miklu leyti rekja til aðgerða sjóðsins, sem sagður er hafa skilið ríkið eftir eitt úti í kuldanum. Engu að síður telur Macri að lánveitingin muni ýta undir vöxt efnahagskerfisins og tryggja það að Argentínumenn lendi ekki í sömu kröggum og áður. Efnahagssaga Argentínu á liðinni öld er sveiflu- og öfgakennd. Frá miðri síðustu öld hefur argentínskur efnahagur verið verkalýðshreyfingardrifinn sósíalismi undir merkjum Juan Perón, herforingjastjórninn tók svo hægri beygju áður en lýðræðislega kjörin stjórnvöld horfðu aftur til sósíalismans. Á tíunda áratugnum réði frjálshyggjan svo ríkjum og markast endalok hennar af fyrrnefndu hruni árið 2001. Síðan þá hafa efnahagsmál ríkisins markast af samblöndu frjálshyggju og Perónisma - sem leitt hefur til fyrrnefndrar lánveitingar. Argentína Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) er sagður hafa samþykkt að veita argentínskum stjórnvöldum lán sem nemur um 50 milljörðum bandaríkjadala, rúmlega 5200 milljörðum íslenskra króna. Láninu er ætlað að styrkja lemstraðan efnahag landsins. Þrátt fyrir að stjórn sjóðsins eigi formlega eftir að gefa grænt ljós á lánveitinguna hefur framkvæmdastjóri AGS, Christine Lagarde, hrósaði Argentínumönnum fyrir að hafa náð samkomulaginu. Því er ætlað að fátt sé því til fyrirstöðu að lánið verði veitt. Argentínumenn, sem hafa í raun glímt við efnahagsvandræði í áratugi, sóttu um aðstoð AGS þann 8. maí síðastliðinn þegar gengi argentínska pesósins hafði sjaldan verið veikara. Stjórnvöld hafa heitið því að bregðast við efnahagsástandinu, ekki síst verðbólgunni sem nú er um 20 prósent. Ætla má að það muni fela í sér umtalsverðan niðurskurð í útgjöldum ríkisins með meðfylgjandi uppsögnum. Forseti landsins, Mauricio Macri, hefur því verið harðlega gagnrýndur heimafyrir vegna lánsumsóknarinnar.AGS óvinsæll AGS er ekki hátt skrifaður í Argentínu en margir telja að efnahagshrun landsins árið 2001 megi að miklu leyti rekja til aðgerða sjóðsins, sem sagður er hafa skilið ríkið eftir eitt úti í kuldanum. Engu að síður telur Macri að lánveitingin muni ýta undir vöxt efnahagskerfisins og tryggja það að Argentínumenn lendi ekki í sömu kröggum og áður. Efnahagssaga Argentínu á liðinni öld er sveiflu- og öfgakennd. Frá miðri síðustu öld hefur argentínskur efnahagur verið verkalýðshreyfingardrifinn sósíalismi undir merkjum Juan Perón, herforingjastjórninn tók svo hægri beygju áður en lýðræðislega kjörin stjórnvöld horfðu aftur til sósíalismans. Á tíunda áratugnum réði frjálshyggjan svo ríkjum og markast endalok hennar af fyrrnefndu hruni árið 2001. Síðan þá hafa efnahagsmál ríkisins markast af samblöndu frjálshyggju og Perónisma - sem leitt hefur til fyrrnefndrar lánveitingar.
Argentína Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira