79 prósent þeirra sem leita í Bjarkarhlíð hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. júní 2018 09:00 Þær Hafdís Inga Hinriksdóttir (t.v) og Ragna Björg Guðbrandsdóttir (t.h) hafa tekið á móti fólki í Bjarkarhlíð. vísir/stefán Í dag fer fram á málþingið Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda. Markmið málþingsins er að beina sjónum að vangetu kerfisins til að takast á við ofbeldi í nánum samböndum og úrræðaleysi gagnvart gerendum. Sýnt verður frá málþinginu í beinni hér á Vísi klukkan 13. Ragna Björk Guðbrandsdóttir verkefnastjóri Bjarkarhlíðar er ein þeirra sem heldur þar erindi og mun hún fjalla um endurtekið ofbeldi. „79 prósent þeirra sem koma til okkar hafa upplifað ofbeldi á endurtekin hátt,“ segir Ragna Björk í samtali við Vísi. Hún segir mikilvægt að mæta fólki sem kemur í Bjarkarhlíð út frá áfallamiðaðri nálgun. „Þessi skilningur sem fellst í því hvað það er að vera þolandi og skilningur á einkennum eins og áfallastreituröskun, að fólk getur haft endurupplifanir, átt erfitt með svefn og getur átt erfitt með aðstæður sem minna á atvikin. Þessir hlutir geta komið upp þegar verið er að fara í gegnum þessa sögu. Þannig að maður sé meðvitaður um að það gæti verið erfitt fyrir fólk að tala um ákveðna hluti sem setja í gang endurupplifanir eða eitthvað slíkt. Skilningur á eðli ofbeldis og áfalla.“Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, velferðarráðuneytisins, innanríkisráðuneytis, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Drekaslóðar, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar.Vísir/GETTYStærsti hópurinn orðið fyrir heimilisofbeldiBjarkarhlíð tók formlega til starfa 1. febrúar á síðasta ári og er þjónustumiðstöð fyrir fullorðna þolendur ofbeldis. Á fyrstu 10 mánuðunum leituðu 316 einstaklingar í Bjarkarhlíð. „Ég held að við getum sagt að við séum að ná til fólks og að fólk sé að leita til okkar sem að vill fá aðstoð við að komast út úr ofbeldissamböndum. Stærsti hlutinn af okkar málum er fyrsta ástæðan fyrir komu vegna heimilisofbeldis. Það er stærsti hópurinn.“ 74 prósent þeirra sem koma í Bjarkarhlíð eru þar vegna heimilisofbeldi eða ofbeldis í nánum samböndum. Ragna Björk segir erfitt að segja til um það hversu hátt hlutfall þeirra sem leita til þeirra fara aftur í ofbeldissambandið. „Það er svolítið misjafnt hvar fólk er statt þar.“ Mikilvæg vitundarvakning Í Bjarkarhlíð gefst einstaklingum kostur á viðtölum og ráðgjöf hjá félagsráðgjöfum, lögreglu og lögfræðingum þeim að kostnaðarlausu og á þeirra forsendum. Ragna Björk segir að í Bjarkarhlíð finni þær fyrir þörf fyrir greiðari aðgang þolenda ofbeldis að meðferð við áfallastreituröskun. „Það er gríðarlegur kostnaður fyrir fólk ef það þarf að fara til einkaaðila.“ Segir Ragna Björk. Ragna Björk segir að #MeToo byltingin hafi orðið til þess að mun fleiri þora að stíga fram og segja frá ofbeldi og leita sér hjálpar. Hún segir að #MeToo umræðan sé ótrúlega mikilvæg. „Þessi vitundarvakning í samfélaginu að það er enginn skömm að því að verða fyrir ofbeldi og það er engin skömm að því að leita sér hjálpar. Það er bara styrkleiki allra sem eru í ofbeldisaðstæðum að geta beðið um hjálp. Það er bara einn sem ber ábyrgð á ofbeldinu og það er gerandinn.“Málþingið Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerendaer frá klukkan 13 og 17 í dag fer fram á Icelandair Hotel Reykjavík Natura. Málþingið er opið öllum og kostar 500 krónur inn. Nánari upplýsingar má finna á Facebook en streymt verður frá fundinum hér á Vísi. MeToo Tengdar fréttir Segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. 4. júní 2018 19:15 Konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum eða innan fjölskyldu stíga fram #Aldreiaftur er ný herferð á samfélagsmiðlum. 8. mars 2018 12:00 102 ný ofbeldismál í Bjarkarhlíð á fyrstu tveimur mánuðum ársins Hafdís Inga Hinriksdóttir sérfræðingur hjá Bjarkarhlíð finnur fyrir aukningu í kjölfar #MeToo umræðunnar. Á morgun er opið hús í Bjarkarhlíð. 1. mars 2018 23:30 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Í dag fer fram á málþingið Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda. Markmið málþingsins er að beina sjónum að vangetu kerfisins til að takast á við ofbeldi í nánum samböndum og úrræðaleysi gagnvart gerendum. Sýnt verður frá málþinginu í beinni hér á Vísi klukkan 13. Ragna Björk Guðbrandsdóttir verkefnastjóri Bjarkarhlíðar er ein þeirra sem heldur þar erindi og mun hún fjalla um endurtekið ofbeldi. „79 prósent þeirra sem koma til okkar hafa upplifað ofbeldi á endurtekin hátt,“ segir Ragna Björk í samtali við Vísi. Hún segir mikilvægt að mæta fólki sem kemur í Bjarkarhlíð út frá áfallamiðaðri nálgun. „Þessi skilningur sem fellst í því hvað það er að vera þolandi og skilningur á einkennum eins og áfallastreituröskun, að fólk getur haft endurupplifanir, átt erfitt með svefn og getur átt erfitt með aðstæður sem minna á atvikin. Þessir hlutir geta komið upp þegar verið er að fara í gegnum þessa sögu. Þannig að maður sé meðvitaður um að það gæti verið erfitt fyrir fólk að tala um ákveðna hluti sem setja í gang endurupplifanir eða eitthvað slíkt. Skilningur á eðli ofbeldis og áfalla.“Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, velferðarráðuneytisins, innanríkisráðuneytis, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Drekaslóðar, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar.Vísir/GETTYStærsti hópurinn orðið fyrir heimilisofbeldiBjarkarhlíð tók formlega til starfa 1. febrúar á síðasta ári og er þjónustumiðstöð fyrir fullorðna þolendur ofbeldis. Á fyrstu 10 mánuðunum leituðu 316 einstaklingar í Bjarkarhlíð. „Ég held að við getum sagt að við séum að ná til fólks og að fólk sé að leita til okkar sem að vill fá aðstoð við að komast út úr ofbeldissamböndum. Stærsti hlutinn af okkar málum er fyrsta ástæðan fyrir komu vegna heimilisofbeldis. Það er stærsti hópurinn.“ 74 prósent þeirra sem koma í Bjarkarhlíð eru þar vegna heimilisofbeldi eða ofbeldis í nánum samböndum. Ragna Björk segir erfitt að segja til um það hversu hátt hlutfall þeirra sem leita til þeirra fara aftur í ofbeldissambandið. „Það er svolítið misjafnt hvar fólk er statt þar.“ Mikilvæg vitundarvakning Í Bjarkarhlíð gefst einstaklingum kostur á viðtölum og ráðgjöf hjá félagsráðgjöfum, lögreglu og lögfræðingum þeim að kostnaðarlausu og á þeirra forsendum. Ragna Björk segir að í Bjarkarhlíð finni þær fyrir þörf fyrir greiðari aðgang þolenda ofbeldis að meðferð við áfallastreituröskun. „Það er gríðarlegur kostnaður fyrir fólk ef það þarf að fara til einkaaðila.“ Segir Ragna Björk. Ragna Björk segir að #MeToo byltingin hafi orðið til þess að mun fleiri þora að stíga fram og segja frá ofbeldi og leita sér hjálpar. Hún segir að #MeToo umræðan sé ótrúlega mikilvæg. „Þessi vitundarvakning í samfélaginu að það er enginn skömm að því að verða fyrir ofbeldi og það er engin skömm að því að leita sér hjálpar. Það er bara styrkleiki allra sem eru í ofbeldisaðstæðum að geta beðið um hjálp. Það er bara einn sem ber ábyrgð á ofbeldinu og það er gerandinn.“Málþingið Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerendaer frá klukkan 13 og 17 í dag fer fram á Icelandair Hotel Reykjavík Natura. Málþingið er opið öllum og kostar 500 krónur inn. Nánari upplýsingar má finna á Facebook en streymt verður frá fundinum hér á Vísi.
MeToo Tengdar fréttir Segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. 4. júní 2018 19:15 Konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum eða innan fjölskyldu stíga fram #Aldreiaftur er ný herferð á samfélagsmiðlum. 8. mars 2018 12:00 102 ný ofbeldismál í Bjarkarhlíð á fyrstu tveimur mánuðum ársins Hafdís Inga Hinriksdóttir sérfræðingur hjá Bjarkarhlíð finnur fyrir aukningu í kjölfar #MeToo umræðunnar. Á morgun er opið hús í Bjarkarhlíð. 1. mars 2018 23:30 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. 4. júní 2018 19:15
Konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum eða innan fjölskyldu stíga fram #Aldreiaftur er ný herferð á samfélagsmiðlum. 8. mars 2018 12:00
102 ný ofbeldismál í Bjarkarhlíð á fyrstu tveimur mánuðum ársins Hafdís Inga Hinriksdóttir sérfræðingur hjá Bjarkarhlíð finnur fyrir aukningu í kjölfar #MeToo umræðunnar. Á morgun er opið hús í Bjarkarhlíð. 1. mars 2018 23:30