Bjartsýn á að þeim takist að mynda meirihluta Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. júní 2018 21:30 Meirihlutaviðræðum Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lauk klukkan fjögur í dag en verður haldið áfram á morgun. Oddvitarnir fjórir eru allir sammála um að vera komnir með málefnasamning vel fyrir fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar, sem verður eftir fimmtán daga. Flokkarnir fjórir sem eiga í meirihlutaviðræðum í Reykjavík mættu til síns þriðja fundar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti klukkan níu í morgun en oddvitarnir eru allir bjartsýnir um að meirihlutamyndun takist. „Það gengur vel að fara yfir málin. Við förum yfir málaflokkanna hvern á fætur öðrum en höfum svo sem ekki verið að gefa upp hvern dag hvað við förum yfir hverju sinni,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Eitthvað virðist þó leka úr fundarherberginu því fjölmiðlar greindu frá því í dag að velferðarmálin hafi verið til umræðu fyrir hádegi og eftir hádegi ræddu fulltrúarnir þjónustu- og lýðræðismál og þá er ætlunin að gefa sér góðan tíma í að leggjast yfir menntamálin. „Þetta hefur sinn gang. Við erum að ræða um allt sem að við erum sammála,“ sagði Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, en hún segir þau ekki vera komin í ágreiningsmálin enn sem komið er. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sagði ekkert mikið bera í milli flokkanna fjögurra. „Það hefur nú bara ekkert stórkostlegt komið upp á og svo mundi ég heldur ekkert segja þér það,“ sagði Þórdís, og brosti á eftir. Miðað við skilaboðin á hurð fundarherbergisins er ljóst að fulltrúarnir flokkanna vilja algjöran frið í viðræðunum, en á þeim stendur í hástöfum: “Ekki koma inn!”. „Við erum svona að fara yfir þetta og sjá hvar við erum samstíga og um hvað við getum sameinast, þannig að við byrjum kannski frá þeim enda. Við tökum svo kannski það sem ber á milli lok dags eða áður en við göngum endanlega frá samningnum,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að þessi meirihluti verði að veruleika segir Þórdís Lóa: „Ég hef fulla trú á því já, en auðvitað eru þetta samningaviðræður, en þegar við fórum af stað, þegar við vorum búin að kortleggja þetta landslag og allir oddvitar búnir að tala hvorn við annan, úr báðum vængjum, að þá vorum við alveg viss um það að þegar við værum af stað, þá færum við í þeirri trú að við myndum klára þetta. En samningaviðræður eru samningaviðræður og það er ekkert klárt fyrr en það er klárt. Það er bara þannig.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Meirihlutaviðræðum Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lauk klukkan fjögur í dag en verður haldið áfram á morgun. Oddvitarnir fjórir eru allir sammála um að vera komnir með málefnasamning vel fyrir fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar, sem verður eftir fimmtán daga. Flokkarnir fjórir sem eiga í meirihlutaviðræðum í Reykjavík mættu til síns þriðja fundar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti klukkan níu í morgun en oddvitarnir eru allir bjartsýnir um að meirihlutamyndun takist. „Það gengur vel að fara yfir málin. Við förum yfir málaflokkanna hvern á fætur öðrum en höfum svo sem ekki verið að gefa upp hvern dag hvað við förum yfir hverju sinni,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Eitthvað virðist þó leka úr fundarherberginu því fjölmiðlar greindu frá því í dag að velferðarmálin hafi verið til umræðu fyrir hádegi og eftir hádegi ræddu fulltrúarnir þjónustu- og lýðræðismál og þá er ætlunin að gefa sér góðan tíma í að leggjast yfir menntamálin. „Þetta hefur sinn gang. Við erum að ræða um allt sem að við erum sammála,“ sagði Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, en hún segir þau ekki vera komin í ágreiningsmálin enn sem komið er. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sagði ekkert mikið bera í milli flokkanna fjögurra. „Það hefur nú bara ekkert stórkostlegt komið upp á og svo mundi ég heldur ekkert segja þér það,“ sagði Þórdís, og brosti á eftir. Miðað við skilaboðin á hurð fundarherbergisins er ljóst að fulltrúarnir flokkanna vilja algjöran frið í viðræðunum, en á þeim stendur í hástöfum: “Ekki koma inn!”. „Við erum svona að fara yfir þetta og sjá hvar við erum samstíga og um hvað við getum sameinast, þannig að við byrjum kannski frá þeim enda. Við tökum svo kannski það sem ber á milli lok dags eða áður en við göngum endanlega frá samningnum,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að þessi meirihluti verði að veruleika segir Þórdís Lóa: „Ég hef fulla trú á því já, en auðvitað eru þetta samningaviðræður, en þegar við fórum af stað, þegar við vorum búin að kortleggja þetta landslag og allir oddvitar búnir að tala hvorn við annan, úr báðum vængjum, að þá vorum við alveg viss um það að þegar við værum af stað, þá færum við í þeirri trú að við myndum klára þetta. En samningaviðræður eru samningaviðræður og það er ekkert klárt fyrr en það er klárt. Það er bara þannig.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50