Kylfingur játaði svindl á Íslandsbankamótaröðinni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. júní 2018 14:00 vísir Upp hefur komist um svindl á Íslandsbankamótaröðinni í golfi á fyrsta móti ársins sem fram fór á Strandarvelli á Hellu. Vefsíðan Kylfingur.is greindi frá þessu í dag. Krefjandi aðstæður voru á Hellu um síðustu helgi þegar 129 kylfingar tóku þátt í fyrsta móti ársins á Íslandsbankamótaröðinni. Einn keppandi mótsins á að hafa viljandi lagt niður nýjan bolta í þungum karga utan brautar þegar hann fann ekki boltann sinn. Atvikið átti sér stað við fyrstu holu á Strandarvelli. Samkvæmt frétt Kylfings voru það leikmenn í öðrum ráshóp sem sáu atvikið og tilkynntu til dómara mótsins. Kylfingurinn viðurkenndi brotið fyrir dómaranum daginn eftir. Ekki hefur enn verið úrskurðað hvort keppandinn verði dæmdur í bann vegna málsins. Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Upp hefur komist um svindl á Íslandsbankamótaröðinni í golfi á fyrsta móti ársins sem fram fór á Strandarvelli á Hellu. Vefsíðan Kylfingur.is greindi frá þessu í dag. Krefjandi aðstæður voru á Hellu um síðustu helgi þegar 129 kylfingar tóku þátt í fyrsta móti ársins á Íslandsbankamótaröðinni. Einn keppandi mótsins á að hafa viljandi lagt niður nýjan bolta í þungum karga utan brautar þegar hann fann ekki boltann sinn. Atvikið átti sér stað við fyrstu holu á Strandarvelli. Samkvæmt frétt Kylfings voru það leikmenn í öðrum ráshóp sem sáu atvikið og tilkynntu til dómara mótsins. Kylfingurinn viðurkenndi brotið fyrir dómaranum daginn eftir. Ekki hefur enn verið úrskurðað hvort keppandinn verði dæmdur í bann vegna málsins.
Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira