Íslenski boltinn

Þórsarar með sigur í Breiðholti

Dagur Lárusson skrifar
Sveinn Elías var í byrjunarliði Þórs.
Sveinn Elías var í byrjunarliði Þórs. vísir/Ernir
Þórsarar fóru með sigur af hólmi gegn ÍR í Inkasso deildinni í dag þar sem Alvaro Montejo hélt áfram sinni mögnuðu markaskorun í sumar.

 

Það voru gestirnir frá Akureyri sem byrjuðu leikinn betur og var mikill kraftur í þeim. ÍR fór þó að sækja í sig veðrir þegar fór að líða á fyrri hálfleikinn. Það var þó á þessum tíma þar sem Þórsarar tóku forystuna.

 

Þá átti Ignacio Gil skalla að marki ÍR sem ratar þó beint á Alvaro Montejo sem skoraði með þrumuskoti og var staðan 1-0 í hálfleik. Þetta var fimmta mark Montejo í sumar í jafnmörgum leikjum en hann kom til liðsins fyrir sumarið.

 

ÍR byrjaði seinni hálfleikinn að krafti og strax á 49. mínútu átti Björgvin Stefán dauðafæri sem hann náði þó ekki að nýta sér en hann var einn á móti Aron Birki, markverði Þórs.

 

ÍR-ingar reyndu hvað þeir gátu að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og fóru Þórsarar því aftur norður með stigin þrjú.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×