Stendur ríkisstjórnin við stóru orðin? Sólveig María Árnadóttir skrifar 2. júní 2018 17:38 Kennaraskortur hér á landi hefur verið mikið í umræðunni og fækkun kennaranema á milli ára hefur verið áhyggjuefni. Til eru heilu bunkarnir af einhverjum aðgerðaráætlunum og greiningum, svo alvarlega hefur verið horft á vandann. Þá hefur Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra talað fyrir mikilvægi þess að gera kennaranámið eftirsóknarvert. Það er því afar ánægjuleg staðreynd að þegar þetta er skrifað, er ljóst að nærri tvöföldun er í umsóknum um kennaranám við Háskólann á Akureyri auk þess sem umsóknir við háskólann hafa aldrei verið fleiri. Ég hef fylgst með þróun umsókna síðustu vikurnar og hélt satt best að segja að um lélegt grín væri að ræða í upphafi, tölurnar gætu ekki verið réttar. Eftir að hafa verið sannfærð um að svo væri ekki, fylltist ég stolti og viðurkenni að aukin aðsókn kemur mér ekki á óvart. Staðreyndin er sú að við erum að gera mjög vel. Við bjóðum upp á sveigjanlegt nám og gætum þess að allir okkar nemendur hafi jafnt aðgengi að námi, hvort sem að próftökustaður þeirra sé í HA eða á Ísafirði. Háskólinn úti á landi, sem einhverjir höfðu litla sem enga trú á í upphafi, þjónustar nefnilega allt landið og skiptir gríðarlega miklu máli þegar kemur að eflingu byggða, greiðu og jöfnu aðgengi að námi. Háskólinn er persónulegur, sem gerir það að verkum að lagt er upp úr því að þjónusta, styðja og mæta þörfum hvers og eins. Hvað varðar kennaranámið er ljóst að við þurfum ekki að klóra okkur í hausinn enn eina ferðina og velta því fyrir okkur hvernig við gerum kennaranámið eftirsóknarvert og aukum nýliðun. Tækifærið er komið og felst meðal annars í því að taka almennilega á móti öllum þeim sem hyggjast hefja nám við kennaradeild HA í haust. Mín upplifun af kennaradeildinni er sú að rík áhersla er lögð á það að tryggja gæði náms og kennslu. Námið er fjölbreytt og krefjandi. Það er skemmtilegt og tekur virkilega á stórum þáttum sem skipta mál. Þá er stuðningur kennara við nemendur til fyrirmyndar og er mikilvægur þáttur sem þarf að tryggja. Nú er kominn tími til þess að standa við stóru orðin. Ríkisstjórnin boðaði til stórsóknar í menntamálum og nú er tækifærið til þess að sýna það í verki. Það hefur þrengt verulega að háskólanum síðustu ár og nú er ljóst að þar þarf að vera breyting á. Það þarf að hækka það fjármagn sem gert er ráð fyrir að fari til Háskólans á Akureyri í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Háskólinn á Akureyri þjónustar nemendur út um allt land og er gríðarlega mikilvæg stofnun þegar kemur að byggðarþróun og eflingu samfélaga. Von mín er sú að ríkisstjórnin sjái hér tækifæri til þess að efla aðgengi að háskólanámi á landinu öllu svo að ekki þurfi að grípa til almennra aðgangstakmarkana í nám við Háskólann á Akureyri og draga þannig úr jöfnu aðgengi að námi.Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Kennaraskortur hér á landi hefur verið mikið í umræðunni og fækkun kennaranema á milli ára hefur verið áhyggjuefni. Til eru heilu bunkarnir af einhverjum aðgerðaráætlunum og greiningum, svo alvarlega hefur verið horft á vandann. Þá hefur Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra talað fyrir mikilvægi þess að gera kennaranámið eftirsóknarvert. Það er því afar ánægjuleg staðreynd að þegar þetta er skrifað, er ljóst að nærri tvöföldun er í umsóknum um kennaranám við Háskólann á Akureyri auk þess sem umsóknir við háskólann hafa aldrei verið fleiri. Ég hef fylgst með þróun umsókna síðustu vikurnar og hélt satt best að segja að um lélegt grín væri að ræða í upphafi, tölurnar gætu ekki verið réttar. Eftir að hafa verið sannfærð um að svo væri ekki, fylltist ég stolti og viðurkenni að aukin aðsókn kemur mér ekki á óvart. Staðreyndin er sú að við erum að gera mjög vel. Við bjóðum upp á sveigjanlegt nám og gætum þess að allir okkar nemendur hafi jafnt aðgengi að námi, hvort sem að próftökustaður þeirra sé í HA eða á Ísafirði. Háskólinn úti á landi, sem einhverjir höfðu litla sem enga trú á í upphafi, þjónustar nefnilega allt landið og skiptir gríðarlega miklu máli þegar kemur að eflingu byggða, greiðu og jöfnu aðgengi að námi. Háskólinn er persónulegur, sem gerir það að verkum að lagt er upp úr því að þjónusta, styðja og mæta þörfum hvers og eins. Hvað varðar kennaranámið er ljóst að við þurfum ekki að klóra okkur í hausinn enn eina ferðina og velta því fyrir okkur hvernig við gerum kennaranámið eftirsóknarvert og aukum nýliðun. Tækifærið er komið og felst meðal annars í því að taka almennilega á móti öllum þeim sem hyggjast hefja nám við kennaradeild HA í haust. Mín upplifun af kennaradeildinni er sú að rík áhersla er lögð á það að tryggja gæði náms og kennslu. Námið er fjölbreytt og krefjandi. Það er skemmtilegt og tekur virkilega á stórum þáttum sem skipta mál. Þá er stuðningur kennara við nemendur til fyrirmyndar og er mikilvægur þáttur sem þarf að tryggja. Nú er kominn tími til þess að standa við stóru orðin. Ríkisstjórnin boðaði til stórsóknar í menntamálum og nú er tækifærið til þess að sýna það í verki. Það hefur þrengt verulega að háskólanum síðustu ár og nú er ljóst að þar þarf að vera breyting á. Það þarf að hækka það fjármagn sem gert er ráð fyrir að fari til Háskólans á Akureyri í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Háskólinn á Akureyri þjónustar nemendur út um allt land og er gríðarlega mikilvæg stofnun þegar kemur að byggðarþróun og eflingu samfélaga. Von mín er sú að ríkisstjórnin sjái hér tækifæri til þess að efla aðgengi að háskólanámi á landinu öllu svo að ekki þurfi að grípa til almennra aðgangstakmarkana í nám við Háskólann á Akureyri og draga þannig úr jöfnu aðgengi að námi.Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun