Íslenski boltinn

Keflvíkingar nálægt því að slá bikarmeistarana út

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sigríður Lára fagnar sigurmarkinu í bikarúrslitunum 2017
Sigríður Lára fagnar sigurmarkinu í bikarúrslitunum 2017 vísir/ernir
Bikarmeistarar ÍBV eru komnir áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir sigur á Keflavík suður með sjó í dag.

Keflvíkingar eru ósigraðar í Inkassodeild kvenna eftir þjrá leiki en Pepsideildar lið ÍBV var of stór biti fyrir heimakonur.

Eftir aðeins sjö mínútur voru gestirnir úr Vestmannaeyjum komnir yfir þar sem Shameeka Fishley skoraði með frábæru skoti utan vítateigs. Díana Helga Guðjónsdóttir var búin að tvöfalda forystuna fjórum mínútum seinna. Vel tímasett fyrirgjöf á fjærstöngina frá Katie Kraeutner hitti á kollinn á Díönu sem skallaði í jörðina og yfir Lauern Watson í marki ÍBV.

Þriðja markið kom frá Sigríði Láru Garðarsdóttur eftir um hálftíma leik. Eftir klafs í teignum stökk hún hæst allra í teignum og skallaði boltann í markið. Bikarmeistararnir voru þremur mörkum yfir í hálfleik og titilvörnin byrjar vel.

Heimakonur komu sterkari út úr hálfleiknum og náðu að skora á 58. mínútu. Sveindís Jane Jónsdóttir var skoraði upp úr hornspyrnu þar sem hún setti frákast skallabolta fyrirliðans Natöshu Anasi í netið. Tveimur mínútum seinna skoraði ÍBV fjórða markið en fékk það ekki gilt þar sem línuvörðurinn dæmdi rangstöðu á Shameeku Fishley.

Þess í stað bætu Keflavíkurkonur örðu marki við og aftur kom markið upp úr hornspyrnu. Sophie Groff skallaði spyrnuna frá Anítu Lind Daníelsdóttur í netið.

Keflvíkingar reyndu sitt besta en nær komust þær ekki, bikarmeistararnir skilja þær eftir með sárt ennið, 3-2 sigur ÍBV niðurstaðan.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×