Andrea segist vera með skýr skilaboð til samninganefndar ríkisins fyrir næsta fund í kjarabaráttu ljósmæðra sem er í fyrramálið.
„Ef ég á að segja alveg eins og er þá krefst ég þess að þið sýnið ljósmærðum þá virðingu sem þær eiga skilið, þannig að þær fái laun og launaleiðréttingu í samræmi við menntun sína og reynslu.“
Að neðan má sjá myndir frá samstöðufundinum sem þau Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður og Sigurjón Ólason tökumaður tóku.






