Erlent

Viðskiptavinur Walmart skaut vopnaðan bílræningja til bana

Sylvía Hall skrifar
Viðskiptavinir sem voru vitni að árásinni hafa hyllt manninn sem hetju.
Viðskiptavinir sem voru vitni að árásinni hafa hyllt manninn sem hetju. Vísir/Getty
Vopnaður maður reyndi að stela tveimur bílum og særði einn ökumann, sextán ára stúlku, í Washington-fylki í Bandaríkjunum á sunnudag. Leið mannsins lá svo að Walmart-verslun þar sem viðskiptavinur skaut árásarmanninn til bana, eftir að hann hafði hleypt af skotum við verslunina.

Árásarmaðurinn hafði bæði hleypt af byssunni innandyra og fyrir utan verslunina þegar viðskiptavinurinn skaut hann á bílastæðinu. Þá hafði árásarmaðurinn reynt að ræna öðrum bíl og skotið ökumanninn tveimur skotum eftir að hann neitaði að láta bílinn af hendi. Ökumaður þess bíls var fluttur á slysadeild og er í lífshættu. 

Sjónarvottar sögðu manninn hafa skotið á bíla á bílastæðinu og mikil örvænting hafi gripið um sig þar til tveir viðskiptavinir drógu upp byssu og skutu í átt að árásarmanninum. Annar þeirra skaut manninn til bana og hefur hann verið hylltur sem hetja af þeim sem viðstaddir voru árásina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×