Eiríkur Árni útnefndur listamaður Reykjanesbæjar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júní 2018 08:53 Í tilkynningu frá bænum segir að listamaður Reykjanesbæjar sé útnefndur einu sinni á kjörtímabili en það er bæjarráð sem velur hann formlega eftir tillögu frá menningarráði sem unnið hefur út frá tilnefningum sem hafa borist frá bæjarbúum. Eiríkur Árni Sigtryggsson, tónskáld, hefur verið útnefndur listamaður Reykjanesbæjar 2018 til 2022. Í tilkynningu frá bænum segir að listamaður Reykjanesbæjar sé útnefndur einu sinni á kjörtímabili en það er bæjarráð sem velur hann formlega eftir tillögu frá menningarráði sem unnið hefur út frá tilnefningum sem hafa borist frá bæjarbúum. Eiríkur Árni er fæddur í Keflavík þann 14. September 1943. Hann hefur starfað sem tónskáld, tónlistarkennar og myndlistarmaður um árabil, bæið hérlendis og erlendis en lengst af þó í Reykjanesbæ. „Hann er afkastamikill listamaður á sviði tónsmíða og hafa mörg tónverka hans verið flutt hérlendis sem og erlendis, allt frá einleiks- og einsöngsverkum til hljómsveitaverka og kórverka. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur flutt verk eftir Eirík, ýmsir kammerhópar, kórar, einleikarar ogeinsöngvarar hafa flutt verk eftir hann og mörg þeirra hafa verið sérpöntuð af listamönnunum. Eiríkur hefur átt verk á tónlistarhátíðinni "Myrkir músíkdagar" og nú s.l. haust var verk hans "Lútherskantata" frumflutt af Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, kirkjukórum Kjalarnesprófastsdæmis og einsöngvurum, en Kjalarnesprófastsdæmi pantaði verkið hjá honum í tilefni af 500 ára afmæli siðbótarinnar. Eiríkur Árni starfaði við tónlistarkennslu í Reykjanesbæ frá árinu 1987, fyrst við Tónlistarskólann í Keflavík frá 1987 og svo við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar frá stofnun hans árið 1999 þar til hann hætti störfum vegna aldurs árið 2010. Vinir og velunnarar Eiríks ætla að standa að hátíðartónleikum í Bergi í Hljómahöll, laugardaginn 29. september n.k. í tilefni af 75 ára afmæli Eiríks Árna. Á efnisskrá verða eingöngu lög og tónverk eftir hann og flytjendur eru nokkrir af færustu tónlistarmönnum þjóðarinnar á sviði klassískrar tónlistar. En auk þeirra mun Kvennakór Suðurnesja flytja lög sem Eiríkur samdi sérstaklega fyrir kórinn fyrir nokkrum árum. Eiríkur hefur einnig verið virkur í myndlistinni og haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Eiríkur kenndi einnig lengi á myndlistarnámskeiðum fyrir börn og unglinga. Eiríkur Árni Sigtryggsson hefur lagt mikið af mörkum á sviði lista og menningar og hefur átt sinn þátt í að litið er til Reykjanesbæjar sem menningarbæjar,“ segir í tilkynningu bæjarins. Mest lesið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Eiríkur Árni Sigtryggsson, tónskáld, hefur verið útnefndur listamaður Reykjanesbæjar 2018 til 2022. Í tilkynningu frá bænum segir að listamaður Reykjanesbæjar sé útnefndur einu sinni á kjörtímabili en það er bæjarráð sem velur hann formlega eftir tillögu frá menningarráði sem unnið hefur út frá tilnefningum sem hafa borist frá bæjarbúum. Eiríkur Árni er fæddur í Keflavík þann 14. September 1943. Hann hefur starfað sem tónskáld, tónlistarkennar og myndlistarmaður um árabil, bæið hérlendis og erlendis en lengst af þó í Reykjanesbæ. „Hann er afkastamikill listamaður á sviði tónsmíða og hafa mörg tónverka hans verið flutt hérlendis sem og erlendis, allt frá einleiks- og einsöngsverkum til hljómsveitaverka og kórverka. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur flutt verk eftir Eirík, ýmsir kammerhópar, kórar, einleikarar ogeinsöngvarar hafa flutt verk eftir hann og mörg þeirra hafa verið sérpöntuð af listamönnunum. Eiríkur hefur átt verk á tónlistarhátíðinni "Myrkir músíkdagar" og nú s.l. haust var verk hans "Lútherskantata" frumflutt af Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, kirkjukórum Kjalarnesprófastsdæmis og einsöngvurum, en Kjalarnesprófastsdæmi pantaði verkið hjá honum í tilefni af 500 ára afmæli siðbótarinnar. Eiríkur Árni starfaði við tónlistarkennslu í Reykjanesbæ frá árinu 1987, fyrst við Tónlistarskólann í Keflavík frá 1987 og svo við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar frá stofnun hans árið 1999 þar til hann hætti störfum vegna aldurs árið 2010. Vinir og velunnarar Eiríks ætla að standa að hátíðartónleikum í Bergi í Hljómahöll, laugardaginn 29. september n.k. í tilefni af 75 ára afmæli Eiríks Árna. Á efnisskrá verða eingöngu lög og tónverk eftir hann og flytjendur eru nokkrir af færustu tónlistarmönnum þjóðarinnar á sviði klassískrar tónlistar. En auk þeirra mun Kvennakór Suðurnesja flytja lög sem Eiríkur samdi sérstaklega fyrir kórinn fyrir nokkrum árum. Eiríkur hefur einnig verið virkur í myndlistinni og haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Eiríkur kenndi einnig lengi á myndlistarnámskeiðum fyrir börn og unglinga. Eiríkur Árni Sigtryggsson hefur lagt mikið af mörkum á sviði lista og menningar og hefur átt sinn þátt í að litið er til Reykjanesbæjar sem menningarbæjar,“ segir í tilkynningu bæjarins.
Mest lesið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira