Viðskipti innlent

Google fagnar 17. júní

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þetta blasir við notendum leitarvélarinnar í dag.
Þetta blasir við notendum leitarvélarinnar í dag. Myns/Skjáskot
Bandaríski tæknirisinn Google fagnar deginum í dag, Þjóðhátíðardegi Íslands, með því að birta íslenska fánann í hinu svokallaða Google-kroti, eða Google Doodle, á upphafssíðu leitarvélarinnar vinsælu.

Sé farið inn á leitarvélina blaktir því íslenski fáninn við hún á 74 ára afmæli íslenska lýðveldisins sem stofnað var fyrir nákvæmlega 74 árum síðan.

Sé smellt á fánann eru notendur færðir yfir á leitarsíðu þar sem nálgast má upplýsingar um þjóðhátíðardaginn sjálfan. Google krotið gjarnan til þess að minnast eða fagna atburðum í sögunni eða einstaklingum sem hafa haft áhrif á hana, og er engin breyting á því nú.

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×