Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. október 2024 20:11 Herdís Dröfn Fjelsted, forstjóri Sýnar. Nýtt skipurit Sýnar tekur við á morgun og taka tveir nýir stjórnendur sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Guðmundur H. Björnsson mun leiða nýtt svið upplifunar viðskiptavina og Gunnar Sigurjónsson mun taka við sviði upplýsingatækni af Gunnari Guðjónssyni. Í Kauphallartilkynningu frá í dag kemur einnig fram að Gunnar Guðjónsson muni stíga inn í nýtt hlutverk sölu og þjónustu auk þess sem Sigurbjörn Eiríksson muni taka sæti í framkvæmdastjórn en hann hefur veitt innviðum Sýnar forstöðu síðustu ár. „Við erum sérstaklega ánægð að fá Guðmund H. Björnsson og Gunnar Sigurjónsson til liðs við okkur í þau verkefni sem framundan eru. Þeir koma með dýrmæta reynslu og þekkingu sem mun styrkja stjórnendateymi Sýnar,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted forstjóri Sýnar. Í tilkynningunni segir að breytingarnar komi í kjölfar stefnumótunar félagsins og sé ætlað að efla samvinnu, auka skilvirkni og styðja við velgengni og vöxt félagsins til framtíðar. Leitt teymi í markaðssamskiptum og viðskiptaþróun Guðmundur H. Björnsson mun, eins og fram kom, stýra nýju sviði Upplifunar viðskiptavina. Undir sviðið heyra marksaðs og samskiptamál, vörustýring og verðlagning. Hann hefur meðal annars leitt teymi í markaðssamskiptum, vöru- og verðstýringu sem og viðskiptaþróun hjá þjónustufyrirtækjum á borð við Símann, 365 og VÍS. Síðastliðin ár hefur Guðmundur starfað sem framkvæmdastjóri Heilsu, dótturfyrirtækis Lyfju. Þar á undan starfaði hann sem framkvæmdastjóri stafrænna umbreytinga og markaðsmála hjá Lyfju. Hann er með B.Sc. í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands. „Ég er mjög spenntur að hefja störf hjá Sýn og taka þátt í þróun félagsins á þessum fjölbreytta og lifandi markaði. Hjá Sýn starfar hæfileikaríkt starfsfólk og ég hlakka til að starfa með því og leggja mitt af mörkum í þeirri vegferð sem framundan er," segir Guðmundur sem mun hefja störf á næstu mánuðum. Fengist við hugbúnaðarþróun í meira en áratug Gunnar Sigurjónsson kemur til Sýnar frá Rapyd/Valitor þar sem hann hefur fengist við margvísleg störf á sviði upplýsingatækni og hugbúnaðarþróunar síðustu ellefu ár, nú síðast sem framkvæmdastjóri vöruþróunar- og rekstrarsviðs. Hann hefur starfað sem ráðgjafi á upplýsingatæknisviði Advania og þar á undan hjá Kögun sem hugbúnaðarsérfræðingur frá árinu 2001. Gunnar lauk meistaragráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2013 og bakkalárgráðu í rafmagns- og tölvunarfræði árið 2001 frá sama skóla. „Ég hlakka til að hefja störf hjá Sýn og að takast á við nýjar áskoranir með frábæru teymi. Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt og bíð spenntur eftir að kynnast starfseminni betur og að takast á við verkefni í takt við stefnu félagsins. Sýn er öflugt félag sem á heilmikið inni og mun ég leggja mitt af mörkum að efla og styrkja það enn frekar,“ segir hann. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Í Kauphallartilkynningu frá í dag kemur einnig fram að Gunnar Guðjónsson muni stíga inn í nýtt hlutverk sölu og þjónustu auk þess sem Sigurbjörn Eiríksson muni taka sæti í framkvæmdastjórn en hann hefur veitt innviðum Sýnar forstöðu síðustu ár. „Við erum sérstaklega ánægð að fá Guðmund H. Björnsson og Gunnar Sigurjónsson til liðs við okkur í þau verkefni sem framundan eru. Þeir koma með dýrmæta reynslu og þekkingu sem mun styrkja stjórnendateymi Sýnar,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted forstjóri Sýnar. Í tilkynningunni segir að breytingarnar komi í kjölfar stefnumótunar félagsins og sé ætlað að efla samvinnu, auka skilvirkni og styðja við velgengni og vöxt félagsins til framtíðar. Leitt teymi í markaðssamskiptum og viðskiptaþróun Guðmundur H. Björnsson mun, eins og fram kom, stýra nýju sviði Upplifunar viðskiptavina. Undir sviðið heyra marksaðs og samskiptamál, vörustýring og verðlagning. Hann hefur meðal annars leitt teymi í markaðssamskiptum, vöru- og verðstýringu sem og viðskiptaþróun hjá þjónustufyrirtækjum á borð við Símann, 365 og VÍS. Síðastliðin ár hefur Guðmundur starfað sem framkvæmdastjóri Heilsu, dótturfyrirtækis Lyfju. Þar á undan starfaði hann sem framkvæmdastjóri stafrænna umbreytinga og markaðsmála hjá Lyfju. Hann er með B.Sc. í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands. „Ég er mjög spenntur að hefja störf hjá Sýn og taka þátt í þróun félagsins á þessum fjölbreytta og lifandi markaði. Hjá Sýn starfar hæfileikaríkt starfsfólk og ég hlakka til að starfa með því og leggja mitt af mörkum í þeirri vegferð sem framundan er," segir Guðmundur sem mun hefja störf á næstu mánuðum. Fengist við hugbúnaðarþróun í meira en áratug Gunnar Sigurjónsson kemur til Sýnar frá Rapyd/Valitor þar sem hann hefur fengist við margvísleg störf á sviði upplýsingatækni og hugbúnaðarþróunar síðustu ellefu ár, nú síðast sem framkvæmdastjóri vöruþróunar- og rekstrarsviðs. Hann hefur starfað sem ráðgjafi á upplýsingatæknisviði Advania og þar á undan hjá Kögun sem hugbúnaðarsérfræðingur frá árinu 2001. Gunnar lauk meistaragráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2013 og bakkalárgráðu í rafmagns- og tölvunarfræði árið 2001 frá sama skóla. „Ég hlakka til að hefja störf hjá Sýn og að takast á við nýjar áskoranir með frábæru teymi. Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt og bíð spenntur eftir að kynnast starfseminni betur og að takast á við verkefni í takt við stefnu félagsins. Sýn er öflugt félag sem á heilmikið inni og mun ég leggja mitt af mörkum að efla og styrkja það enn frekar,“ segir hann. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira