Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. október 2024 20:11 Herdís Dröfn Fjelsted, forstjóri Sýnar. Nýtt skipurit Sýnar tekur við á morgun og taka tveir nýir stjórnendur sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Guðmundur H. Björnsson mun leiða nýtt svið upplifunar viðskiptavina og Gunnar Sigurjónsson mun taka við sviði upplýsingatækni af Gunnari Guðjónssyni. Í Kauphallartilkynningu frá í dag kemur einnig fram að Gunnar Guðjónsson muni stíga inn í nýtt hlutverk sölu og þjónustu auk þess sem Sigurbjörn Eiríksson muni taka sæti í framkvæmdastjórn en hann hefur veitt innviðum Sýnar forstöðu síðustu ár. „Við erum sérstaklega ánægð að fá Guðmund H. Björnsson og Gunnar Sigurjónsson til liðs við okkur í þau verkefni sem framundan eru. Þeir koma með dýrmæta reynslu og þekkingu sem mun styrkja stjórnendateymi Sýnar,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted forstjóri Sýnar. Í tilkynningunni segir að breytingarnar komi í kjölfar stefnumótunar félagsins og sé ætlað að efla samvinnu, auka skilvirkni og styðja við velgengni og vöxt félagsins til framtíðar. Leitt teymi í markaðssamskiptum og viðskiptaþróun Guðmundur H. Björnsson mun, eins og fram kom, stýra nýju sviði Upplifunar viðskiptavina. Undir sviðið heyra marksaðs og samskiptamál, vörustýring og verðlagning. Hann hefur meðal annars leitt teymi í markaðssamskiptum, vöru- og verðstýringu sem og viðskiptaþróun hjá þjónustufyrirtækjum á borð við Símann, 365 og VÍS. Síðastliðin ár hefur Guðmundur starfað sem framkvæmdastjóri Heilsu, dótturfyrirtækis Lyfju. Þar á undan starfaði hann sem framkvæmdastjóri stafrænna umbreytinga og markaðsmála hjá Lyfju. Hann er með B.Sc. í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands. „Ég er mjög spenntur að hefja störf hjá Sýn og taka þátt í þróun félagsins á þessum fjölbreytta og lifandi markaði. Hjá Sýn starfar hæfileikaríkt starfsfólk og ég hlakka til að starfa með því og leggja mitt af mörkum í þeirri vegferð sem framundan er," segir Guðmundur sem mun hefja störf á næstu mánuðum. Fengist við hugbúnaðarþróun í meira en áratug Gunnar Sigurjónsson kemur til Sýnar frá Rapyd/Valitor þar sem hann hefur fengist við margvísleg störf á sviði upplýsingatækni og hugbúnaðarþróunar síðustu ellefu ár, nú síðast sem framkvæmdastjóri vöruþróunar- og rekstrarsviðs. Hann hefur starfað sem ráðgjafi á upplýsingatæknisviði Advania og þar á undan hjá Kögun sem hugbúnaðarsérfræðingur frá árinu 2001. Gunnar lauk meistaragráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2013 og bakkalárgráðu í rafmagns- og tölvunarfræði árið 2001 frá sama skóla. „Ég hlakka til að hefja störf hjá Sýn og að takast á við nýjar áskoranir með frábæru teymi. Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt og bíð spenntur eftir að kynnast starfseminni betur og að takast á við verkefni í takt við stefnu félagsins. Sýn er öflugt félag sem á heilmikið inni og mun ég leggja mitt af mörkum að efla og styrkja það enn frekar,“ segir hann. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Vistaskipti Fjarskipti Fjölmiðlar Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Í Kauphallartilkynningu frá í dag kemur einnig fram að Gunnar Guðjónsson muni stíga inn í nýtt hlutverk sölu og þjónustu auk þess sem Sigurbjörn Eiríksson muni taka sæti í framkvæmdastjórn en hann hefur veitt innviðum Sýnar forstöðu síðustu ár. „Við erum sérstaklega ánægð að fá Guðmund H. Björnsson og Gunnar Sigurjónsson til liðs við okkur í þau verkefni sem framundan eru. Þeir koma með dýrmæta reynslu og þekkingu sem mun styrkja stjórnendateymi Sýnar,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted forstjóri Sýnar. Í tilkynningunni segir að breytingarnar komi í kjölfar stefnumótunar félagsins og sé ætlað að efla samvinnu, auka skilvirkni og styðja við velgengni og vöxt félagsins til framtíðar. Leitt teymi í markaðssamskiptum og viðskiptaþróun Guðmundur H. Björnsson mun, eins og fram kom, stýra nýju sviði Upplifunar viðskiptavina. Undir sviðið heyra marksaðs og samskiptamál, vörustýring og verðlagning. Hann hefur meðal annars leitt teymi í markaðssamskiptum, vöru- og verðstýringu sem og viðskiptaþróun hjá þjónustufyrirtækjum á borð við Símann, 365 og VÍS. Síðastliðin ár hefur Guðmundur starfað sem framkvæmdastjóri Heilsu, dótturfyrirtækis Lyfju. Þar á undan starfaði hann sem framkvæmdastjóri stafrænna umbreytinga og markaðsmála hjá Lyfju. Hann er með B.Sc. í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands. „Ég er mjög spenntur að hefja störf hjá Sýn og taka þátt í þróun félagsins á þessum fjölbreytta og lifandi markaði. Hjá Sýn starfar hæfileikaríkt starfsfólk og ég hlakka til að starfa með því og leggja mitt af mörkum í þeirri vegferð sem framundan er," segir Guðmundur sem mun hefja störf á næstu mánuðum. Fengist við hugbúnaðarþróun í meira en áratug Gunnar Sigurjónsson kemur til Sýnar frá Rapyd/Valitor þar sem hann hefur fengist við margvísleg störf á sviði upplýsingatækni og hugbúnaðarþróunar síðustu ellefu ár, nú síðast sem framkvæmdastjóri vöruþróunar- og rekstrarsviðs. Hann hefur starfað sem ráðgjafi á upplýsingatæknisviði Advania og þar á undan hjá Kögun sem hugbúnaðarsérfræðingur frá árinu 2001. Gunnar lauk meistaragráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2013 og bakkalárgráðu í rafmagns- og tölvunarfræði árið 2001 frá sama skóla. „Ég hlakka til að hefja störf hjá Sýn og að takast á við nýjar áskoranir með frábæru teymi. Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt og bíð spenntur eftir að kynnast starfseminni betur og að takast á við verkefni í takt við stefnu félagsins. Sýn er öflugt félag sem á heilmikið inni og mun ég leggja mitt af mörkum að efla og styrkja það enn frekar,“ segir hann. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Vistaskipti Fjarskipti Fjölmiðlar Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira