Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Árni Sæberg skrifar 30. október 2024 09:06 Matarkarfan hækkaði um eitt prósent á milli mánaða. Vísir/Vilhelm Verðbólga hjaðnar um 0,3 prósentustig milli mánaða og mælist nú 5,1 prósent. Hagstofan mun taka nýtt kílómetragjald inn í vísitöluna en yrði það ekki gert myndi mæld verðbólga hjaðna enn frekar. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í október 2024, er 634,1 stig og hækkar um 0,28 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 510,8 stig og hækkar um 0,29 prósent frá október 2024. Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að verð á mat hafi hækkað um eitt prósent og haft 0,13 prósenta áhrif á mælinguna, og flugfargjöld til útlanda hækkað um 6,6 prósent, áhrif 0,12 prósent. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,1 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,8 prósent. Taka kílómetragjaldið inn í mælinguna Í tilkynningunni segir að vegna fyrirspurna varðandi það hvaða áhrif upptaka á kílómetragjaldi á ökutæki kynni að hafa á vísitölu neysluverðs hafi Hagstofan bætt við lið um slík gjöld undir Spurt og svarað á vef Hagstofunnar. Þar segir að eftir skoðun á málinu frá ýmsum hliðum hafi niðurstaðan verið sú að þar sem gjaldið er háð notkun á vegum, það er að greitt sé í réttu hlutfalli við fjölda ekinna kílómetra, yrði litið á kílómetragjaldið sem veggjöld og það tekið með í vísitölu neysluverðs. Kílómetragjaldið myndi því hafa áhrif á hana til hækkunar. Greiningadeild Arion banka sagði á dögunum að reiknuð áhrif þess að taka gjaldið með væru um eins prósentustigs aukning á mældri verðbólgu, miðað við að horft væri fram hjá gjaldinu. Á vef Hagstofunnar segir að hvað varðar endanleg heildaráhrif á vísitöluna sé ekki hægt að svara því hver þau yrðu nema fyrir lægu endanleg útfærsla og vogir fyrir þann tímapunkt sem breytingarnar tækju gildi. Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Sjá meira
Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í október 2024, er 634,1 stig og hækkar um 0,28 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 510,8 stig og hækkar um 0,29 prósent frá október 2024. Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að verð á mat hafi hækkað um eitt prósent og haft 0,13 prósenta áhrif á mælinguna, og flugfargjöld til útlanda hækkað um 6,6 prósent, áhrif 0,12 prósent. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,1 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,8 prósent. Taka kílómetragjaldið inn í mælinguna Í tilkynningunni segir að vegna fyrirspurna varðandi það hvaða áhrif upptaka á kílómetragjaldi á ökutæki kynni að hafa á vísitölu neysluverðs hafi Hagstofan bætt við lið um slík gjöld undir Spurt og svarað á vef Hagstofunnar. Þar segir að eftir skoðun á málinu frá ýmsum hliðum hafi niðurstaðan verið sú að þar sem gjaldið er háð notkun á vegum, það er að greitt sé í réttu hlutfalli við fjölda ekinna kílómetra, yrði litið á kílómetragjaldið sem veggjöld og það tekið með í vísitölu neysluverðs. Kílómetragjaldið myndi því hafa áhrif á hana til hækkunar. Greiningadeild Arion banka sagði á dögunum að reiknuð áhrif þess að taka gjaldið með væru um eins prósentustigs aukning á mældri verðbólgu, miðað við að horft væri fram hjá gjaldinu. Á vef Hagstofunnar segir að hvað varðar endanleg heildaráhrif á vísitöluna sé ekki hægt að svara því hver þau yrðu nema fyrir lægu endanleg útfærsla og vogir fyrir þann tímapunkt sem breytingarnar tækju gildi.
Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Sjá meira