Argentískir fjölmiðlar: "Vonbrigði og vanmáttur, landsliðið var ekki lið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júní 2018 15:58 Einn og yfirgefinn og jafnvel bugaður Messi eftir leikinn gegn Íslandi í dag. vísir/getty Eins og gefur að skilja eru argentískir fjölmiðlar ekki beint í skýjunum með frammistöðu argentíska landsliðsins gegn því íslenska á Spartak-leikvanginum í Moskvu í dag. Þeir gera mikið úr frammistöðu Lionel Messi sem klúðraði víti þegar Hannes Þór Halldórsson varði frá honum og segja liðið hafa valdið vonbrigðum. Jafntefli var niðurstaða leiksins, eins og flestir Íslendingar ættu að vita, og eflaust erum við flest bara frekar sátt við stigið í frumrauninni á HM í knattspyrnu. Pressan var líka öll á Argentínu og þeim sem margir telja besta knattspyrnumann allra tíma, Messi. Þeir hafa án efa ætlað að rúlla yfir litla Ísland. „Umhverfið hafði hvorki áhrif né samhengið sem maður setur HM í. Ef eitthvað mun fara illa, þá mun það fara illa.“ Á þessum orðum hefst umfjöllun á vef argentíska blaðsins La Nación og í fyrirsögn draga þeir fram vítaspyrnuklúður Messi. „Vandamálin sem maður sá fyrir komu fram í fyrsta leiknum í jafntefli gegn Íslandi. Svo var eitt óvænt: Messi gat ekki fundið liðsfélagana, hann klúðraði víti sem hefði getað breytt sögunni og hann gerði sig sekan um ónákvæmni eins og aðrir í liðinu á lokamínútunum,“ segir svo áfram í umfjöllun blaðsins. Fyrirsögnin á vef stærsta dagblaðs Argentínu, Clarín, er svo á þessa leið: „Vonbrigði og vanmáttur, landsliðið var ekki lið.“ Á vef La Gaceta er fyrirsögnin síðan eftirfarandi: „Argentína gat ekki brotið íslenska lásinn og gerðu aðeins jafntefli í fyrsta leik.“ Á vef Infobae eru vonbrigðin dregin fram: „Argentína olli vonbrigðum í fyrsta leik: 1-1 jafntefli á móti Íslandi og þeir lokuðu á víti frá Messi.“ Ef umfjöllun argentískra fjölmiðla endurspeglar eitthvað hvernig argentísku þjóðinni líður eftir leikinn þá má alveg halda því fram að Argentínumenn séu ekkert sérstaklega sáttir við landsliðið sitt í dag. Argentína HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslenski vítabaninn er með ótrúlega tölfræði Lionel Messi er langt frá því að vera sá eini sem hefur ekki komið boltanum framhjá íslenska landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni af vítapunktinum. 16. júní 2018 15:53 Twitter eftir leik: „Styttu af Hannesi á Breiðholtsbrautina“ Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta í dag. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik en Alfreð Finnbogason jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar. 16. júní 2018 15:06 „Ísland sjokkerar fótboltaheiminn aftur“ Erlendir fjölmiðlar lofuðu margir hverjir Hannes Þór Halldórsson og löstuðu Lionel Messi eftir leik Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM. 16. júní 2018 15:48 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Eins og gefur að skilja eru argentískir fjölmiðlar ekki beint í skýjunum með frammistöðu argentíska landsliðsins gegn því íslenska á Spartak-leikvanginum í Moskvu í dag. Þeir gera mikið úr frammistöðu Lionel Messi sem klúðraði víti þegar Hannes Þór Halldórsson varði frá honum og segja liðið hafa valdið vonbrigðum. Jafntefli var niðurstaða leiksins, eins og flestir Íslendingar ættu að vita, og eflaust erum við flest bara frekar sátt við stigið í frumrauninni á HM í knattspyrnu. Pressan var líka öll á Argentínu og þeim sem margir telja besta knattspyrnumann allra tíma, Messi. Þeir hafa án efa ætlað að rúlla yfir litla Ísland. „Umhverfið hafði hvorki áhrif né samhengið sem maður setur HM í. Ef eitthvað mun fara illa, þá mun það fara illa.“ Á þessum orðum hefst umfjöllun á vef argentíska blaðsins La Nación og í fyrirsögn draga þeir fram vítaspyrnuklúður Messi. „Vandamálin sem maður sá fyrir komu fram í fyrsta leiknum í jafntefli gegn Íslandi. Svo var eitt óvænt: Messi gat ekki fundið liðsfélagana, hann klúðraði víti sem hefði getað breytt sögunni og hann gerði sig sekan um ónákvæmni eins og aðrir í liðinu á lokamínútunum,“ segir svo áfram í umfjöllun blaðsins. Fyrirsögnin á vef stærsta dagblaðs Argentínu, Clarín, er svo á þessa leið: „Vonbrigði og vanmáttur, landsliðið var ekki lið.“ Á vef La Gaceta er fyrirsögnin síðan eftirfarandi: „Argentína gat ekki brotið íslenska lásinn og gerðu aðeins jafntefli í fyrsta leik.“ Á vef Infobae eru vonbrigðin dregin fram: „Argentína olli vonbrigðum í fyrsta leik: 1-1 jafntefli á móti Íslandi og þeir lokuðu á víti frá Messi.“ Ef umfjöllun argentískra fjölmiðla endurspeglar eitthvað hvernig argentísku þjóðinni líður eftir leikinn þá má alveg halda því fram að Argentínumenn séu ekkert sérstaklega sáttir við landsliðið sitt í dag.
Argentína HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslenski vítabaninn er með ótrúlega tölfræði Lionel Messi er langt frá því að vera sá eini sem hefur ekki komið boltanum framhjá íslenska landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni af vítapunktinum. 16. júní 2018 15:53 Twitter eftir leik: „Styttu af Hannesi á Breiðholtsbrautina“ Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta í dag. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik en Alfreð Finnbogason jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar. 16. júní 2018 15:06 „Ísland sjokkerar fótboltaheiminn aftur“ Erlendir fjölmiðlar lofuðu margir hverjir Hannes Þór Halldórsson og löstuðu Lionel Messi eftir leik Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM. 16. júní 2018 15:48 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Íslenski vítabaninn er með ótrúlega tölfræði Lionel Messi er langt frá því að vera sá eini sem hefur ekki komið boltanum framhjá íslenska landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni af vítapunktinum. 16. júní 2018 15:53
Twitter eftir leik: „Styttu af Hannesi á Breiðholtsbrautina“ Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta í dag. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik en Alfreð Finnbogason jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar. 16. júní 2018 15:06
„Ísland sjokkerar fótboltaheiminn aftur“ Erlendir fjölmiðlar lofuðu margir hverjir Hannes Þór Halldórsson og löstuðu Lionel Messi eftir leik Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM. 16. júní 2018 15:48