Hvers vegna við sköpum leikhús Magnús Guðmundsson skrifar 16. júní 2018 10:00 Það var engin list æsku Wilsons í Waco, Texas. Mynd/Lucie Jansch Robert Wilson er án efa einn áhrifamesti framúrstefnu leikshúsmaður og listamaður samtímans. Hann á að baki ómældan fjölda áhrifaríkra leikhús- og óperusýninga, myndlistarsýningar og fjöllistaverk, bæði á eigin vegum og í samstarfi við marga af þekktustu listamönnum síðustu áratuga. Þekktastur er hann fyrir samstarfsverkefni við Philip Glass, Einstein on the Beach, en að auki má nefna listamenn á borð við William S. Burroughs, Allen Ginsberg, Tom Waits, Mariana Abramovic og fjölmarga fleiri. Hann er þekktur fyrir einstaka og heildstæða sýn á leikhúslistina og í uppfærslu hans á verkinu Edda, á vegum Det Norske Teater, eru höfundareinkenni hans afar greinileg. Edda verður sýnd í Borgarleikhúsinu á sunnudags- og mánudagskvöld á vegum Listahátíðar í Reykjavík og í því er fólgið einstakt tækifæri til þess að kynnast höfundarheimi einstaks listamanns sem hefur átt ríkan þátt í að móta veröld lista og menningar síðustu áratugina.Edda á vegum Det Norske Teater er mikið sjónarspil, sem verður sýnt á Listahátíð í Reykjavík, þar sem höfundareinkenni leikstjórans Roberts Wilson leyna sér ekki. Mynd/Lesley Leslie-SpinksNýr og heillandi heimur Það benti ekkert til þess að Wilson ætti eftir að verða listamaður heldur þvert á móti, eins og hann segir sjálfur, um uppruna sinn, æsku og uppeldi. „Ég er fæddur og uppalinn í Waco, gríðarlega íhaldssömum bæ í miðju Texas og þar var ekkert listasafn, engin leikhús eða neitt af þeim toga. Í þessu samfélagi þótti það beinlínis vera ósiðlegt að fara í leikhús á þessum tíma.“ Wilson er fæddur árið 1941 og það er langt um liðið frá því hann yfirgaf heimabæinn ungur að árum. Enn eimir þó eftir af suðurríkjahreimnum, hann dregur seiminn örlítið, er sérdeilis kurteis, yfirvegaður og prúðmannlegur. „Það var ekki fyrr en ég fór að heiman til New York í þeim tilgangi að læra að verða arkitekt að ég upplifði það í fyrsta sinn að fara á listasöfn og listagallerí og þarna opnaðist fyrir mér nýr heimur. Allt annar heimur en ég hafði áður séð og kynnst og ég hreinlega trúði þessu ekki. Ég heillaðist af þessum heimi og allt mitt líf var gjörbreytt. Ég var ekki orðinn tvítugur og allt sem ég hafði áður séð og upplifað var svo óendanlega ólíkt öllu sem þessi nýja veröld hafði upp á að bjóða. Faðir minn hafði aldrei komið í listasafn eða í leikhúsið og það segir ákveðna sögu.“ Wilson segir að hann hafi strax skynjað að hann vildi verja meiri tíma í þessari nýju veröld og því hafi hann lagt sig eftir því að kynnast henni betur og fólkinu sem þar bjó. „Ég kynntist listamönnum, fólki sem var frjálslynt og frjálst í hugsun, og það var sterk upplifun vegna þess að það var í svo mikilli andstöðu við allt sem ég hafði áður kynnst. Andstöðu við þetta íhaldssama samfélag þar sem mér fannst ég alltaf skynja að þar væri einhver maðkur í mysunni. Ég ólst upp með rasistum en svo var ég allt í einu í hringiðu frjálslyndra hugmynda. Í Texas gastu ekki gengið eftir götu með svörtum manni eða farið á sama klósett án þess að vera úthrópaður. Ég held að þessar sterku andstæður hafi átt sinn þátt í að móta mig og hvernig ég nálgast það sem ég hef tekið mér fyrir hendur í lífinu.“Mynd/Lesley Leslie-SpinksHlegið að tragedíunni Wilson segir að þó svo hann hafi heillast af listinni á þessum tíma hafi það ekki átt við allt sem hann sá á þessum árum. „Ég fór og sá Broadway-sýningar á þessum tíma og mér líkaði þær og mér líkaði hreint ekki við óperuna. En svo sá ég sýningar eftir danshöfunda á borð við George Balanchine, Merce Cunningham, John Cage og Mörthu Graham og þessi veröld dansins heillaði. Þetta var svo laust við natúralisma á meðan Broadway var alltaf að berjast við að vera sálrænt, natúralistískt og fólk að reyna að vera náttúrulegt á sviðinu en það var allt eitthvað svo tilbúið að sjá. En í ballett eftir George Balanchine var allt óraunverulegt og það var annar heimur. Ekki eftiröpun á þeim heimi sem ég sá á götunni.“ Á þessum tíma og reyndar alla tíð síðan hefur Wilson einnig verið heillaður af kvikmyndum gömlu meistaranna á borð við Buster Keaton, Charles Chaplin og fleiri. „Þar er engin natúralismi og ef maður skoðar list Chaplins sem dæmi þá er það svo mikill dans. Húmorinn í þessum gömlu þöglu myndum er líka svo dásamlegur, eins og þegar Chaplin, þessi raunalegi flækingur, sveltur og grípur til þess að ráðs að éta skóinn sinn. Maður hlær að tragedíunni og seinna þegar ég kynntist verkum Samuels Beckett féll ég fyrir þeim af sömu ástæðu.“ Þetta er sú stefna sem leiddi Wilson áfram og það er greinilegt að það sem togar í hann er ekki síst húmorinn. „Bara að það sé ekki of alvarlegt eða náttúrulegt, þá togar það í mig. Ég er kannski meiri formalisti í því sem ég hef gert í mínum verkum en ég var alltaf fráhverfur natúralismanum. Maður þurfti alltaf að vera að hugsa um hvað leikarinn var að hugsa, hvað leikstjórinn var að spá og höfundurinn. Þetta var byrði. En þöglu myndirnar voru svo einfaldar að barn gat strax skilið það sem var að gerast, þar var alltaf húmor og tímasetningar skiptu öllu máli. Það er stefnan ég sem ég tók.“Vinna Wilsons hefst með vitund um hreyfingu og kyrrstöðu og að hlusta á þögnina. Mynd/Lesley Leslie-SpinksAllt er tónlist Verk meistara kvikmyndanna, Becketts og danshöfundanna sem heilluðu Wilson eiga það sameiginlegt að það er mikið lagt upp úr hinu sjónræna. Aðspurður tekur Wilson undir mikilvægi hins sjónræna í sínu höfundarverki og bendir á að Edda sé ágætis dæmi um þetta. „Þetta er allt annað en raunsæi. Þarna erum við með guði og menn og þetta er allt annar heimur en sá sem við þekkjum og lifum í. Þetta er heimur sem ég vil taka þátt í að skapa fremur en að horfa á þá veröld sem er fyrir augunum á mér þegar ég er að bíða eftir strætó. Ef það væri það sem heillaði þá gæti ég bara farið og beðið eftir strætó,“ segir Wilson og það leynir sér ekki að það er aldrei langt í húmorinn. Aðspurður um hvort það sé ekki snúið fyrir hann að nálgast verk á borð við Eddu vegna framandleika tungumálsins, ekki síst í ljósi þess hversu mikilvægt tungumálið er í verkum hans, segir Wilson að hann byrji alltaf á að sviðsetja allt sjónrænt. „Ég byrja á því að nálgast allt eins og dans og þá eru það tímasetningarnar sem skipta öllu máli. En svo er það tungumálið og tónlistin en fyrir mér er allt tónlist. Þannig að ég leitast við að hlusta á tungumálið eins og það sé tónlist og heyri það þannig. Auðvitað geta fylgt því takmarkanir að skilja ekki tungumálið en stundum heyri ég líka eitthvað sem þeir sem skilja tungumálið heyra ekki. Heyri kannski að eitthvað þarf að vera hraðara, mýkra, meira inn á við en út á við og svo framvegis. Allt er þetta tónlist. Þegar ég leikstýri þá er það alltaf formlega. Í þau fimmtíu ár sem ég hef leikstýrt þá hef ég aldrei, aldrei sagt neinum hvað viðkomandi á að hugsa.“Að hlusta á þögnina Leikstjóraferill Wilsons hófst árið 1966 og aðeins fjórum árum síðar var hann farinn að leikstýra víða um Bandaríkin og Evrópu. Hann er margverðlaunaður fyrir verk sín og þekktur fyrir heildstæða sýn á leikhúsið. Þannig má geta þess að Wilson lætur sér aldrei nægja að leikstýra sýningum, í hefðbundnum skilningi, heldur er hann einnig maðurinn á bak við hönnun, lýsingu og allt heildaryfirbragð. Hann segir að þetta birtist meðal annars í því hvernig hann nálgast tungumálið eins og tónlist, eins og hann nefndi áður. „Tungumál stendur vitsmunum okkar nærri en tónlistin sálarlífinu og hinu andlega. Tónlist er í eðli sínu kraftaverk. En að því sögðu þá leitast ég við að færa allt á þetta andlega svið – á svið dansins. Hvort sem það eru orð og þagnir eða hreyfing og kyrrstaða. Martha Graham sagði að vitundin gerði það að verkum að það væri ekkert til sem heitir kyrrstaða. Við erum meðvituð um hreyfinguna áður en hún kemur og hún býr því innra með okkur í kyrrstöðunni. Þetta er lína sem er í stöðugu flæði. Eins sagði John Cage að það væri ekkert til sem heitir þögn vegna þess að við hlustum stöðugt og í hvert sinn sem við tölum þá heldur hljóðið áfram. Í þessum skilningi er alltaf eitthvað að gerast. Þegar blaðamaður bað Einstein um að endurtaka eitthvað sem hann hafði sagt þá svaraði hann að það væri engin þörf fyrir það því allt væri þetta sama hugsunin. Sama línan, sama flæðið og það gildir einnig á leiksviði. Mín vinna hefst með þessari innri vitund um hreyfingu og kyrrstöðu og að hlusta á þögnina. Það er minn útgangspunktur.“Mynd/Hsu PingOrðaforði augnanna Wilson leggur áherslu á að öll elementin í leikhúsi séu jafn mikilvæg. Þessu til útskýringar nefnir hann lýsinguna sem hann segir vera eins og persónu. „Hvernig ljósið birtist á sviðinu og lýsir upp, til að mynda mjólkurglas, það felur í sér ákveðna afstöðu eins og um persónu sé að ræða. Það gerir meira en að hjálpa okkur að sjá hvað er á sviðinu. Það getur til að mynda hjálpað okkur að ýkja og sjá augnhreyfingar sem segja okkur svo ótrúlega mikið. En þegar maður fer í leikhúsið í dag þá er það oftast þannig að hann er ekki til staðar lengur, þessi orðaforði augnanna. Þessi ótrúlegi orðaforði augnhreyfinga sem geta sagt okkur svo ótal margt. Við erum búin að tapa þessu,“ segir Wilson og heldur áfram því það leynir sér ekki að þetta er honum hjartans mál. „Í þöglu myndununum var lagt mikið upp úr augnhreyfingum og þær voru mikilvægur hluti af því að segja söguna. Í austrænum löndum á borð við Balí eru 275 mismunandi aðferðir við að hreyfa augun og það er leikrænt tungumál sem þú lærir sem barn. Í þessu er fólginn orðaforði sem ég vil nýta í mínu leikhúsi og til þess að miðla honum til áhorfenda nota ég farða til þess að draga fram augun, ljós til þess að þú sjáir enn betur og svo dansa þau. Þau opinbera sálina.“ Aðspurður um hvers vegna við höfum tapað niður þessum eiginleika í vestrænni menningu stendur ekki á svari frá Wilson. „Það er natúralisminn. Allt á að vera eins og í lífinu sjálfu á meðan þú ert að bíða eftir strætó eða eitthvað í þá veru.“Ástæðan fyrir leikhúsi Edda er allt annað en natúralísk götumynd og aðspurður segir Wilson að það hafi því einmitt verið áskorun sem hann féll strax fyrir. „Edda er einmitt heimur sem er ekki af þessum heimi. Þessi heimur Eddu er gríðarstór og hann er svo forn að það nánast þyrmir yfir mann við að fara um þennan stóra norræna sagnaheim. En á sama tíma getur hann verið svo ótrúlega samtímalegur. Venjulega sjáum við ekki slíkt á leiksviði.“ Wilson segir að það hafi gefið honum gríðarlega mikið að vinna með norska leikskáldinu og þýðandanum Jon Fosse sem er höfundur leikgerðar. „Það besta við Fosse var að hann gaf mér svo mikið rými – sagði mér aldrei um hvað viðkomandi sitúasjón ætti að snúast eða um hvað verkið fjallar. Mætti bara með þennan frábæra texta og lagði fyrir mig allt þetta vinnurými. Mín vinna er nefnilega fyrst og fremst fólgin í því að spyrja: Hvað er þetta? Fremur en að segja öðrum hvað þetta er. Og ef þú nálgast vinnuna með spurningu þá geturðu átt í raunverulegum samræðum og skoðanaskiptum. Þetta er eins og með áhorfendur; þegar þeir hafa mótað með sér skoðanir og hugmyndir þá er hægt að eiga í samskiptum við þá um þær hugmyndir. Þetta þýðir ekki að maður hafi ekki sínar hugmyndir sem leikari eða leikstjóri en þú mátt ekki ætlast til of mikils. Ætlast til þess að það sem þú setur fram sé skilið með einhverjum ákveðnum hætti sem þú ert þegar búinn að ákveða. Þá verður aldrei til nein einlæg samræða og samskipti um það sem tekist er á við hverju sinni. Við verðum að muna að ástæðan fyrir því að við sköpum leikhús er fyrir fólkið, fyrir almenning. Út frá því skrifum við leikrit, leikum, lýsum, búum til búninga og allt sem til þarf. Þetta er gert fyrir almenning en ekki okkur sem vinnum í leikhúsinu.“Að kafa í djúpið Eddukvæðin eru einmitt skýrt dæmi um þetta í huga Wilsons vegna þess að þau hafi verið skrifuð fyrir viðtakendur og séu í raun ótrúlega leikhúsleg í eðli sínu. „Núna þegar ég er að koma með Eddu til Íslands þá finn ég fyrir þessu. Finnst ég á einhvern hátt vera að komast nær uppruna þessara kvæða, þessum framandi heimi sem er svo ótrúlega heillandi, og það felur í sér heilmikla áskorun. En ég veit það eitt að Waco í Texas er alveg rosalega langt frá Íslandi og heimi Eddunnar,“ segir Wilson og hlær við tilhugsunina. „Þetta er allt annar heimur en hann er líka þarna í minni fortíð og sögu á einhvern hátt og það var ein helsta ástæðan fyrir því að mig langaði til að gera þetta. En það skipti mig líka miklu máli hvað þetta fól í sér mikla áskorun.“ Þú finnur alltaf nýjar áskoranir á þínum ferli, ekki satt? „Það er þannig sem við vinnum og það er vegna þess sem við vinnum. Að kafa í djúpið og sjá hvaða uppgötvanir koma með þér upp á yfirborðið. Það er verkefni hvers dags og allrar minnar starfsævi.“ Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Robert Wilson er án efa einn áhrifamesti framúrstefnu leikshúsmaður og listamaður samtímans. Hann á að baki ómældan fjölda áhrifaríkra leikhús- og óperusýninga, myndlistarsýningar og fjöllistaverk, bæði á eigin vegum og í samstarfi við marga af þekktustu listamönnum síðustu áratuga. Þekktastur er hann fyrir samstarfsverkefni við Philip Glass, Einstein on the Beach, en að auki má nefna listamenn á borð við William S. Burroughs, Allen Ginsberg, Tom Waits, Mariana Abramovic og fjölmarga fleiri. Hann er þekktur fyrir einstaka og heildstæða sýn á leikhúslistina og í uppfærslu hans á verkinu Edda, á vegum Det Norske Teater, eru höfundareinkenni hans afar greinileg. Edda verður sýnd í Borgarleikhúsinu á sunnudags- og mánudagskvöld á vegum Listahátíðar í Reykjavík og í því er fólgið einstakt tækifæri til þess að kynnast höfundarheimi einstaks listamanns sem hefur átt ríkan þátt í að móta veröld lista og menningar síðustu áratugina.Edda á vegum Det Norske Teater er mikið sjónarspil, sem verður sýnt á Listahátíð í Reykjavík, þar sem höfundareinkenni leikstjórans Roberts Wilson leyna sér ekki. Mynd/Lesley Leslie-SpinksNýr og heillandi heimur Það benti ekkert til þess að Wilson ætti eftir að verða listamaður heldur þvert á móti, eins og hann segir sjálfur, um uppruna sinn, æsku og uppeldi. „Ég er fæddur og uppalinn í Waco, gríðarlega íhaldssömum bæ í miðju Texas og þar var ekkert listasafn, engin leikhús eða neitt af þeim toga. Í þessu samfélagi þótti það beinlínis vera ósiðlegt að fara í leikhús á þessum tíma.“ Wilson er fæddur árið 1941 og það er langt um liðið frá því hann yfirgaf heimabæinn ungur að árum. Enn eimir þó eftir af suðurríkjahreimnum, hann dregur seiminn örlítið, er sérdeilis kurteis, yfirvegaður og prúðmannlegur. „Það var ekki fyrr en ég fór að heiman til New York í þeim tilgangi að læra að verða arkitekt að ég upplifði það í fyrsta sinn að fara á listasöfn og listagallerí og þarna opnaðist fyrir mér nýr heimur. Allt annar heimur en ég hafði áður séð og kynnst og ég hreinlega trúði þessu ekki. Ég heillaðist af þessum heimi og allt mitt líf var gjörbreytt. Ég var ekki orðinn tvítugur og allt sem ég hafði áður séð og upplifað var svo óendanlega ólíkt öllu sem þessi nýja veröld hafði upp á að bjóða. Faðir minn hafði aldrei komið í listasafn eða í leikhúsið og það segir ákveðna sögu.“ Wilson segir að hann hafi strax skynjað að hann vildi verja meiri tíma í þessari nýju veröld og því hafi hann lagt sig eftir því að kynnast henni betur og fólkinu sem þar bjó. „Ég kynntist listamönnum, fólki sem var frjálslynt og frjálst í hugsun, og það var sterk upplifun vegna þess að það var í svo mikilli andstöðu við allt sem ég hafði áður kynnst. Andstöðu við þetta íhaldssama samfélag þar sem mér fannst ég alltaf skynja að þar væri einhver maðkur í mysunni. Ég ólst upp með rasistum en svo var ég allt í einu í hringiðu frjálslyndra hugmynda. Í Texas gastu ekki gengið eftir götu með svörtum manni eða farið á sama klósett án þess að vera úthrópaður. Ég held að þessar sterku andstæður hafi átt sinn þátt í að móta mig og hvernig ég nálgast það sem ég hef tekið mér fyrir hendur í lífinu.“Mynd/Lesley Leslie-SpinksHlegið að tragedíunni Wilson segir að þó svo hann hafi heillast af listinni á þessum tíma hafi það ekki átt við allt sem hann sá á þessum árum. „Ég fór og sá Broadway-sýningar á þessum tíma og mér líkaði þær og mér líkaði hreint ekki við óperuna. En svo sá ég sýningar eftir danshöfunda á borð við George Balanchine, Merce Cunningham, John Cage og Mörthu Graham og þessi veröld dansins heillaði. Þetta var svo laust við natúralisma á meðan Broadway var alltaf að berjast við að vera sálrænt, natúralistískt og fólk að reyna að vera náttúrulegt á sviðinu en það var allt eitthvað svo tilbúið að sjá. En í ballett eftir George Balanchine var allt óraunverulegt og það var annar heimur. Ekki eftiröpun á þeim heimi sem ég sá á götunni.“ Á þessum tíma og reyndar alla tíð síðan hefur Wilson einnig verið heillaður af kvikmyndum gömlu meistaranna á borð við Buster Keaton, Charles Chaplin og fleiri. „Þar er engin natúralismi og ef maður skoðar list Chaplins sem dæmi þá er það svo mikill dans. Húmorinn í þessum gömlu þöglu myndum er líka svo dásamlegur, eins og þegar Chaplin, þessi raunalegi flækingur, sveltur og grípur til þess að ráðs að éta skóinn sinn. Maður hlær að tragedíunni og seinna þegar ég kynntist verkum Samuels Beckett féll ég fyrir þeim af sömu ástæðu.“ Þetta er sú stefna sem leiddi Wilson áfram og það er greinilegt að það sem togar í hann er ekki síst húmorinn. „Bara að það sé ekki of alvarlegt eða náttúrulegt, þá togar það í mig. Ég er kannski meiri formalisti í því sem ég hef gert í mínum verkum en ég var alltaf fráhverfur natúralismanum. Maður þurfti alltaf að vera að hugsa um hvað leikarinn var að hugsa, hvað leikstjórinn var að spá og höfundurinn. Þetta var byrði. En þöglu myndirnar voru svo einfaldar að barn gat strax skilið það sem var að gerast, þar var alltaf húmor og tímasetningar skiptu öllu máli. Það er stefnan ég sem ég tók.“Vinna Wilsons hefst með vitund um hreyfingu og kyrrstöðu og að hlusta á þögnina. Mynd/Lesley Leslie-SpinksAllt er tónlist Verk meistara kvikmyndanna, Becketts og danshöfundanna sem heilluðu Wilson eiga það sameiginlegt að það er mikið lagt upp úr hinu sjónræna. Aðspurður tekur Wilson undir mikilvægi hins sjónræna í sínu höfundarverki og bendir á að Edda sé ágætis dæmi um þetta. „Þetta er allt annað en raunsæi. Þarna erum við með guði og menn og þetta er allt annar heimur en sá sem við þekkjum og lifum í. Þetta er heimur sem ég vil taka þátt í að skapa fremur en að horfa á þá veröld sem er fyrir augunum á mér þegar ég er að bíða eftir strætó. Ef það væri það sem heillaði þá gæti ég bara farið og beðið eftir strætó,“ segir Wilson og það leynir sér ekki að það er aldrei langt í húmorinn. Aðspurður um hvort það sé ekki snúið fyrir hann að nálgast verk á borð við Eddu vegna framandleika tungumálsins, ekki síst í ljósi þess hversu mikilvægt tungumálið er í verkum hans, segir Wilson að hann byrji alltaf á að sviðsetja allt sjónrænt. „Ég byrja á því að nálgast allt eins og dans og þá eru það tímasetningarnar sem skipta öllu máli. En svo er það tungumálið og tónlistin en fyrir mér er allt tónlist. Þannig að ég leitast við að hlusta á tungumálið eins og það sé tónlist og heyri það þannig. Auðvitað geta fylgt því takmarkanir að skilja ekki tungumálið en stundum heyri ég líka eitthvað sem þeir sem skilja tungumálið heyra ekki. Heyri kannski að eitthvað þarf að vera hraðara, mýkra, meira inn á við en út á við og svo framvegis. Allt er þetta tónlist. Þegar ég leikstýri þá er það alltaf formlega. Í þau fimmtíu ár sem ég hef leikstýrt þá hef ég aldrei, aldrei sagt neinum hvað viðkomandi á að hugsa.“Að hlusta á þögnina Leikstjóraferill Wilsons hófst árið 1966 og aðeins fjórum árum síðar var hann farinn að leikstýra víða um Bandaríkin og Evrópu. Hann er margverðlaunaður fyrir verk sín og þekktur fyrir heildstæða sýn á leikhúsið. Þannig má geta þess að Wilson lætur sér aldrei nægja að leikstýra sýningum, í hefðbundnum skilningi, heldur er hann einnig maðurinn á bak við hönnun, lýsingu og allt heildaryfirbragð. Hann segir að þetta birtist meðal annars í því hvernig hann nálgast tungumálið eins og tónlist, eins og hann nefndi áður. „Tungumál stendur vitsmunum okkar nærri en tónlistin sálarlífinu og hinu andlega. Tónlist er í eðli sínu kraftaverk. En að því sögðu þá leitast ég við að færa allt á þetta andlega svið – á svið dansins. Hvort sem það eru orð og þagnir eða hreyfing og kyrrstaða. Martha Graham sagði að vitundin gerði það að verkum að það væri ekkert til sem heitir kyrrstaða. Við erum meðvituð um hreyfinguna áður en hún kemur og hún býr því innra með okkur í kyrrstöðunni. Þetta er lína sem er í stöðugu flæði. Eins sagði John Cage að það væri ekkert til sem heitir þögn vegna þess að við hlustum stöðugt og í hvert sinn sem við tölum þá heldur hljóðið áfram. Í þessum skilningi er alltaf eitthvað að gerast. Þegar blaðamaður bað Einstein um að endurtaka eitthvað sem hann hafði sagt þá svaraði hann að það væri engin þörf fyrir það því allt væri þetta sama hugsunin. Sama línan, sama flæðið og það gildir einnig á leiksviði. Mín vinna hefst með þessari innri vitund um hreyfingu og kyrrstöðu og að hlusta á þögnina. Það er minn útgangspunktur.“Mynd/Hsu PingOrðaforði augnanna Wilson leggur áherslu á að öll elementin í leikhúsi séu jafn mikilvæg. Þessu til útskýringar nefnir hann lýsinguna sem hann segir vera eins og persónu. „Hvernig ljósið birtist á sviðinu og lýsir upp, til að mynda mjólkurglas, það felur í sér ákveðna afstöðu eins og um persónu sé að ræða. Það gerir meira en að hjálpa okkur að sjá hvað er á sviðinu. Það getur til að mynda hjálpað okkur að ýkja og sjá augnhreyfingar sem segja okkur svo ótrúlega mikið. En þegar maður fer í leikhúsið í dag þá er það oftast þannig að hann er ekki til staðar lengur, þessi orðaforði augnanna. Þessi ótrúlegi orðaforði augnhreyfinga sem geta sagt okkur svo ótal margt. Við erum búin að tapa þessu,“ segir Wilson og heldur áfram því það leynir sér ekki að þetta er honum hjartans mál. „Í þöglu myndununum var lagt mikið upp úr augnhreyfingum og þær voru mikilvægur hluti af því að segja söguna. Í austrænum löndum á borð við Balí eru 275 mismunandi aðferðir við að hreyfa augun og það er leikrænt tungumál sem þú lærir sem barn. Í þessu er fólginn orðaforði sem ég vil nýta í mínu leikhúsi og til þess að miðla honum til áhorfenda nota ég farða til þess að draga fram augun, ljós til þess að þú sjáir enn betur og svo dansa þau. Þau opinbera sálina.“ Aðspurður um hvers vegna við höfum tapað niður þessum eiginleika í vestrænni menningu stendur ekki á svari frá Wilson. „Það er natúralisminn. Allt á að vera eins og í lífinu sjálfu á meðan þú ert að bíða eftir strætó eða eitthvað í þá veru.“Ástæðan fyrir leikhúsi Edda er allt annað en natúralísk götumynd og aðspurður segir Wilson að það hafi því einmitt verið áskorun sem hann féll strax fyrir. „Edda er einmitt heimur sem er ekki af þessum heimi. Þessi heimur Eddu er gríðarstór og hann er svo forn að það nánast þyrmir yfir mann við að fara um þennan stóra norræna sagnaheim. En á sama tíma getur hann verið svo ótrúlega samtímalegur. Venjulega sjáum við ekki slíkt á leiksviði.“ Wilson segir að það hafi gefið honum gríðarlega mikið að vinna með norska leikskáldinu og þýðandanum Jon Fosse sem er höfundur leikgerðar. „Það besta við Fosse var að hann gaf mér svo mikið rými – sagði mér aldrei um hvað viðkomandi sitúasjón ætti að snúast eða um hvað verkið fjallar. Mætti bara með þennan frábæra texta og lagði fyrir mig allt þetta vinnurými. Mín vinna er nefnilega fyrst og fremst fólgin í því að spyrja: Hvað er þetta? Fremur en að segja öðrum hvað þetta er. Og ef þú nálgast vinnuna með spurningu þá geturðu átt í raunverulegum samræðum og skoðanaskiptum. Þetta er eins og með áhorfendur; þegar þeir hafa mótað með sér skoðanir og hugmyndir þá er hægt að eiga í samskiptum við þá um þær hugmyndir. Þetta þýðir ekki að maður hafi ekki sínar hugmyndir sem leikari eða leikstjóri en þú mátt ekki ætlast til of mikils. Ætlast til þess að það sem þú setur fram sé skilið með einhverjum ákveðnum hætti sem þú ert þegar búinn að ákveða. Þá verður aldrei til nein einlæg samræða og samskipti um það sem tekist er á við hverju sinni. Við verðum að muna að ástæðan fyrir því að við sköpum leikhús er fyrir fólkið, fyrir almenning. Út frá því skrifum við leikrit, leikum, lýsum, búum til búninga og allt sem til þarf. Þetta er gert fyrir almenning en ekki okkur sem vinnum í leikhúsinu.“Að kafa í djúpið Eddukvæðin eru einmitt skýrt dæmi um þetta í huga Wilsons vegna þess að þau hafi verið skrifuð fyrir viðtakendur og séu í raun ótrúlega leikhúsleg í eðli sínu. „Núna þegar ég er að koma með Eddu til Íslands þá finn ég fyrir þessu. Finnst ég á einhvern hátt vera að komast nær uppruna þessara kvæða, þessum framandi heimi sem er svo ótrúlega heillandi, og það felur í sér heilmikla áskorun. En ég veit það eitt að Waco í Texas er alveg rosalega langt frá Íslandi og heimi Eddunnar,“ segir Wilson og hlær við tilhugsunina. „Þetta er allt annar heimur en hann er líka þarna í minni fortíð og sögu á einhvern hátt og það var ein helsta ástæðan fyrir því að mig langaði til að gera þetta. En það skipti mig líka miklu máli hvað þetta fól í sér mikla áskorun.“ Þú finnur alltaf nýjar áskoranir á þínum ferli, ekki satt? „Það er þannig sem við vinnum og það er vegna þess sem við vinnum. Að kafa í djúpið og sjá hvaða uppgötvanir koma með þér upp á yfirborðið. Það er verkefni hvers dags og allrar minnar starfsævi.“
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira