Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn: „Missi því miður af leiknum gegn Argentínu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 15. júní 2018 20:30 Ólafía er að spila aftur á morgun. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, komst í gegnum niðurskurðinn á Mejer Classis mótinu en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni sem er sú sterkasta í heimi. Ólafía bjargaði sér undir lok hringsins í dag en hún var afar ánægð með það og segist geta vel við unað. „Í gær var ég að spila ótrúlegt vel en í dag kom ég með plan B. Ég náði að berjast í gegnum þetta og vera þolinmóð,” sagði Ólafía Þórunn í samtali við fjölmiðla eftir hringinn í dag. „Svo fékk ég geggjaðan örn á sextándu sem var næstum því albatross svo ég fékk smá til baka sem var mjög gott.”Sjá einnig:Örn á frábærum lokaspretti bjargaði Ólafíu Ólafía hefur átt erfitt uppdráttar á síðustu mótum en hún hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn síðan í mars. Hún var því afar ánægð í dag. „Þetta er búið að vera smá erfitt. Ég er búinn að vera missa af niðurskurðunum útaf einu höggi þannig að ég er búin að vera spila vel. Ég þurfti bara að vera jafn sterk og þolinmóð,” en næst beindist spjallið að strákunum okkar á HM í Rússlandi: „Það verður spennandi að sjá þá gegn Argentínu. Ég missi því miður af leiknum en ég hlakka mjög mikið til að HM sé að byrja,” sagði Ólafía brosandi. Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, komst í gegnum niðurskurðinn á Mejer Classis mótinu en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni sem er sú sterkasta í heimi. Ólafía bjargaði sér undir lok hringsins í dag en hún var afar ánægð með það og segist geta vel við unað. „Í gær var ég að spila ótrúlegt vel en í dag kom ég með plan B. Ég náði að berjast í gegnum þetta og vera þolinmóð,” sagði Ólafía Þórunn í samtali við fjölmiðla eftir hringinn í dag. „Svo fékk ég geggjaðan örn á sextándu sem var næstum því albatross svo ég fékk smá til baka sem var mjög gott.”Sjá einnig:Örn á frábærum lokaspretti bjargaði Ólafíu Ólafía hefur átt erfitt uppdráttar á síðustu mótum en hún hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn síðan í mars. Hún var því afar ánægð í dag. „Þetta er búið að vera smá erfitt. Ég er búinn að vera missa af niðurskurðunum útaf einu höggi þannig að ég er búin að vera spila vel. Ég þurfti bara að vera jafn sterk og þolinmóð,” en næst beindist spjallið að strákunum okkar á HM í Rússlandi: „Það verður spennandi að sjá þá gegn Argentínu. Ég missi því miður af leiknum en ég hlakka mjög mikið til að HM sé að byrja,” sagði Ólafía brosandi.
Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira