Natalie Gunnarsdóttir, eða Yamaho, á föstudagsplaylistann þessa vikuna. Hún er einn fremsti plötusnúður landsins og fyllir hvaða dansgólf sem er þegar hún þeytir skífum, hvort sem það er hér á landi eða í Evrópu.
Playlistinn er að hennar sögn „samansafn af gæða næntís hiphoppi og R&B sem kemur skapinu í lag“ enda séu „veðurguðirnir að leika Ísland ansi grátt þetta sumarið og aldrei mikilvægara að halda lundinni léttri með góðri tónlist.“