Örn á frábærum lokaspretti bjargaði Ólafíu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júní 2018 16:00 Ólafía Þórunn spilaði stöðugt golf í dag eftir erfiða byrjun. vísir/getty Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að öllum líkindum komin í gegnum niðurskurðinn á Mejer Classic mótinu í golfi sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía átti góðan fyrsta hring í gær þar sem hún endaði á erni og kláraði á þremur höggum undir pari. Morguninn byrjaði hins vegar heldur betur illa hjá íþróttamanni ársins 2017 og fékk hún tvo skolla í röð á annari og þriðju holu. Hún fékk svo þriðja skollann á sjöundu holunni og var komin á parið og fyrir neðan niðurskurðarlínuna. Þá tók við hrikalega stöðugt golf. Hún gerði í raun allt nákvæmlega eftir bókinni, hitti flestar brautir og flatir og var að tvípútta fyrir pörum. Átta pör í röð á 8. - 15. braut. Á 16. brautinni gerði Ólafía sér lítið fyrir og setti örn og fylgdi því eftir með fugli á 18. holu. Fór því hringinn í dag á pari og lauk keppni á þremur höggum undir pari. Þegar Ólafía kom í hús var hún í 42. - 56. sæti og niðurskurðarlínan við tvö högg undir parið. Hún var hins vegar með fyrstu kylfingum út á völlinn í morgun og því mikið vatn eftir að renna til sjávar. Fuglinn á 18. holunni ætti að hafa tryggt Ólafíu í gegnum niðurskurðinn en það mun þó ekki koma í ljós fyrr en í lok dags hver lokastaðan verður. Bein útsending frá mótinu verður á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17:30.
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að öllum líkindum komin í gegnum niðurskurðinn á Mejer Classic mótinu í golfi sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía átti góðan fyrsta hring í gær þar sem hún endaði á erni og kláraði á þremur höggum undir pari. Morguninn byrjaði hins vegar heldur betur illa hjá íþróttamanni ársins 2017 og fékk hún tvo skolla í röð á annari og þriðju holu. Hún fékk svo þriðja skollann á sjöundu holunni og var komin á parið og fyrir neðan niðurskurðarlínuna. Þá tók við hrikalega stöðugt golf. Hún gerði í raun allt nákvæmlega eftir bókinni, hitti flestar brautir og flatir og var að tvípútta fyrir pörum. Átta pör í röð á 8. - 15. braut. Á 16. brautinni gerði Ólafía sér lítið fyrir og setti örn og fylgdi því eftir með fugli á 18. holu. Fór því hringinn í dag á pari og lauk keppni á þremur höggum undir pari. Þegar Ólafía kom í hús var hún í 42. - 56. sæti og niðurskurðarlínan við tvö högg undir parið. Hún var hins vegar með fyrstu kylfingum út á völlinn í morgun og því mikið vatn eftir að renna til sjávar. Fuglinn á 18. holunni ætti að hafa tryggt Ólafíu í gegnum niðurskurðinn en það mun þó ekki koma í ljós fyrr en í lok dags hver lokastaðan verður. Bein útsending frá mótinu verður á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17:30.
Golf Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira