Stórstjörnur í ruglinu á fyrsta hring í New York Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. júní 2018 09:00 Tigerinn fer illa af stað á opna bandaríska meistaramótinu vísir/getty Opna bandaríska meistaramótið í golfi hófst á Shinnecock Hills vellinum í New York í gær. Óhætt er að segja að nokkrar af helstu stjörnum íþróttarinnar byrji mótið vægast sagt illa. Erfiðar aðstæður spiluðu væntanlega inn í en ótrúlegar tölur sáust á fyrsta degi. Rory Mcllroy er á tíu höggum yfir pari eftir fyrsta hring og Jason Day átti ekki mikið betri dag; fór fyrsta hring á níu höggum yfir pari. Þeir Tiger Woods, Adam Scott og Jordan Spieth fóru hringinn allir á átta höggum yfir pari og Phil Mickelson er á sjö höggum yfir pari. Dustin Johnson er í forystu ásamt nokkrum öðrum eftir fyrsta hring en Dustin, Scott Piercy, Ian Poulter og Russell Henry eru jafnir í efsta sæti eftir að hafa farið fyrsta hringinn á einu höggi undir pari. Dustin er sá eini úr þessum hópi sem hefur unnið risamót því hann vann einmitt opna bandaríska árið 2016. Sýnt er frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending dagsins klukkan 15:30.The competitors made the most of the difficult playing conditions Thursday at Shinnecock Hills. Check out the top 9️⃣ shots from Round 1. #USOpen pic.twitter.com/jPS0KnluAa— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 15, 2018 Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Opna bandaríska meistaramótið í golfi hófst á Shinnecock Hills vellinum í New York í gær. Óhætt er að segja að nokkrar af helstu stjörnum íþróttarinnar byrji mótið vægast sagt illa. Erfiðar aðstæður spiluðu væntanlega inn í en ótrúlegar tölur sáust á fyrsta degi. Rory Mcllroy er á tíu höggum yfir pari eftir fyrsta hring og Jason Day átti ekki mikið betri dag; fór fyrsta hring á níu höggum yfir pari. Þeir Tiger Woods, Adam Scott og Jordan Spieth fóru hringinn allir á átta höggum yfir pari og Phil Mickelson er á sjö höggum yfir pari. Dustin Johnson er í forystu ásamt nokkrum öðrum eftir fyrsta hring en Dustin, Scott Piercy, Ian Poulter og Russell Henry eru jafnir í efsta sæti eftir að hafa farið fyrsta hringinn á einu höggi undir pari. Dustin er sá eini úr þessum hópi sem hefur unnið risamót því hann vann einmitt opna bandaríska árið 2016. Sýnt er frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending dagsins klukkan 15:30.The competitors made the most of the difficult playing conditions Thursday at Shinnecock Hills. Check out the top 9️⃣ shots from Round 1. #USOpen pic.twitter.com/jPS0KnluAa— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 15, 2018
Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira