Menning

Lilja hlaut Blóðdropann 2018

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lilja Sigurðardóttir með verðlaunagripinn og verðlaunaglæpasögu sína, Búrið.
Lilja Sigurðardóttir með verðlaunagripinn og verðlaunaglæpasögu sína, Búrið. Mynd/Forlagið
Lilja Sigurðardóttir hlaut í dag Blóðdropann 2018 fyrir skáldsögu sína Búrið en verðlaunin eru veitt ár hvert fyrir bestu íslensku glæpasöguna.

Lilja er önnur konan sem hlýtur verðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2007. Þá hlaut Arnaldur Indriðason verðlaunin í fyrra fyrir skáldsöguna Petsamo. Blóðdropinn var afhentur í IÐU Zimsen við Vesturgötu í dag.

Dómnefnd verðlaunanna í ár skipuðu Guðrún Ögmundsdóttir, Vera Knútsdóttir og Páll Kristinn Pálsson og höfðu þau að eigin sögn úr vöndu að ráða.

Frá afhendingu Blóðdropans í IÐU í dag.Mynd/Forlagið





Fleiri fréttir

Sjá meira


×