„Ég veit ekkert um hvað sýningin fjallar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. júní 2018 16:45 Murray velti fyrir sér fatavali kvöldsins þar sem hann kynnti sér aðstæður í Eldborg í kvöld en hvort hann verði með Íslandshúfuna er óljóst. vísir/egill Það er óhætt að segja að kvikmyndaleikarinn Bill Murray fari sínar eigin leiðir. Hann heldur sýningu í Hörpu í kvöld í tengslum við Listahátíð í Reykjavík ásamt hópi klassískra tónlistarmanna úr fremstu röð á heimsvísu. „Ég veit ekkert um hvað sýningin fjallar, ég get eiginlega ekki svarað því hvernig sýning þetta er,“ segir Murray, spurður við hverju áhorfendur megi búast. „Þeir sem halda að þeir viti við hverju þeir eigi að búast munu hafa rangt fyrir sér,“ bætir hann við en lofar þó góðri skemmtun enda um áhugaverða blöndu klassískrar tónlistar, leikhúss og kvikmyndaleiks að ræða og bókmenntir tvinnast með vissum hætti einnig inn í sýninguna. Þegar fréttamann bar að garði á æfingu í Eldborgarsal Hörpu í dag var Murray að kynna sér aðstæður í salnum og spígsporaði um svalir tónleikasalsins og kannaði hljómburðinn og velti fyrir sér fatavali fyrir sýningu kvöldsins. Hann kveðst hrifinn af Íslandi en hingað til hefur staðið upp úr að smakka hval að sögn Murray. Nánar verður rætt við Bill Murray og sellóleikarann Jan Vogler í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tengdar fréttir Bill Murray í Reykjavík að undirbúa sig fyrir kvöldið Kvikmyndaleikarinn Bill Murrey kemur fram á Listahátíð í Reykjavík. 14. júní 2018 11:30 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Það er óhætt að segja að kvikmyndaleikarinn Bill Murray fari sínar eigin leiðir. Hann heldur sýningu í Hörpu í kvöld í tengslum við Listahátíð í Reykjavík ásamt hópi klassískra tónlistarmanna úr fremstu röð á heimsvísu. „Ég veit ekkert um hvað sýningin fjallar, ég get eiginlega ekki svarað því hvernig sýning þetta er,“ segir Murray, spurður við hverju áhorfendur megi búast. „Þeir sem halda að þeir viti við hverju þeir eigi að búast munu hafa rangt fyrir sér,“ bætir hann við en lofar þó góðri skemmtun enda um áhugaverða blöndu klassískrar tónlistar, leikhúss og kvikmyndaleiks að ræða og bókmenntir tvinnast með vissum hætti einnig inn í sýninguna. Þegar fréttamann bar að garði á æfingu í Eldborgarsal Hörpu í dag var Murray að kynna sér aðstæður í salnum og spígsporaði um svalir tónleikasalsins og kannaði hljómburðinn og velti fyrir sér fatavali fyrir sýningu kvöldsins. Hann kveðst hrifinn af Íslandi en hingað til hefur staðið upp úr að smakka hval að sögn Murray. Nánar verður rætt við Bill Murray og sellóleikarann Jan Vogler í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Bill Murray í Reykjavík að undirbúa sig fyrir kvöldið Kvikmyndaleikarinn Bill Murrey kemur fram á Listahátíð í Reykjavík. 14. júní 2018 11:30 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Bill Murray í Reykjavík að undirbúa sig fyrir kvöldið Kvikmyndaleikarinn Bill Murrey kemur fram á Listahátíð í Reykjavík. 14. júní 2018 11:30