Gróðursettu þúsund birkiplöntur til að kolefnisjafna starfsemi ráðuneytisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2018 15:57 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra gróðursetti tré í dag ásamt öðru starfsfólki umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. vísir/magnús hlynur hreiðarsson Starfsfólk umhverfis-og auðlindaráðuneytisins kolefnisjafnaði í dag starfsemi ráðuneytisins til næstu tveggja ára með því að gróðursetja þúsund birkiplöntur í landgræðslu-og skógræktarsvæði í nágrenni Þorlákshafnar. Svæðið þar sem var gróðursett hefur fengið nafnið Þorláksskógar. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir áhersla sé á að draga úr losun í starfsemi ráðuneytisins, en kolefnisjöfnun með gróðursetningu sé síðan notuð til að vega upp á móti þeirri losun sem ekki sé unnt að fyrirbyggja. Aðallega sé um að ræða losun vegna samgangna og þá ekki síst millilandaflugs. Er átakið liður í svokölluðum Grænum skrefum í ríkisrekstri sem snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti. „Forstöðumenn allra þeirra stofnana sem heyra undir umhverfis- og auðlindaráðherra undirrituðu fyrir skemmstu yfirlýsingu um að setja fyrir lok árs loftslagsmarkmið fyrir stofnanir sínar, þar sem meðal annars er gengið út frá því að starfsemi þeirra verði kolefnishlutlaus með öllu. Birkiplönturnar sem gróðursettar verða í dag verða settar niður á landgræðslu- og skógræktarsvæði nærri Þorlákshöfn en undanfarið hafa Sveitarfélagið Ölfus, Landgræðsla ríkisins og Skógræktin unnið að skipulagi skógræktarverkefnis á þessu svæði, undir nafninu Þorláksskógar. Starfsmenn þessara stofnana munu leiðbeina starfsfólki ráðuneytisins um gróðursetninguna og sýna því rétt handtök. Fulltrúar úr fráfarandi og verðandi bæjarstjórn í Sveitarfélaginu Ölfusi verða enn fremur á staðnum. Grænu skrefin í ríkisrekstri byggja á Grænum skrefum Reykjavíkurborgar þar sem rúmlega 100 vinnustaðir hafa stigið skrefin. Verkefnið var þróað og sett af stað af stýrihópi um vistvæn innkaup, er fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneyti og í umsjón Umhverfisstofnunar,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins vegna málsins. Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Starfsfólk umhverfis-og auðlindaráðuneytisins kolefnisjafnaði í dag starfsemi ráðuneytisins til næstu tveggja ára með því að gróðursetja þúsund birkiplöntur í landgræðslu-og skógræktarsvæði í nágrenni Þorlákshafnar. Svæðið þar sem var gróðursett hefur fengið nafnið Þorláksskógar. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir áhersla sé á að draga úr losun í starfsemi ráðuneytisins, en kolefnisjöfnun með gróðursetningu sé síðan notuð til að vega upp á móti þeirri losun sem ekki sé unnt að fyrirbyggja. Aðallega sé um að ræða losun vegna samgangna og þá ekki síst millilandaflugs. Er átakið liður í svokölluðum Grænum skrefum í ríkisrekstri sem snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti. „Forstöðumenn allra þeirra stofnana sem heyra undir umhverfis- og auðlindaráðherra undirrituðu fyrir skemmstu yfirlýsingu um að setja fyrir lok árs loftslagsmarkmið fyrir stofnanir sínar, þar sem meðal annars er gengið út frá því að starfsemi þeirra verði kolefnishlutlaus með öllu. Birkiplönturnar sem gróðursettar verða í dag verða settar niður á landgræðslu- og skógræktarsvæði nærri Þorlákshöfn en undanfarið hafa Sveitarfélagið Ölfus, Landgræðsla ríkisins og Skógræktin unnið að skipulagi skógræktarverkefnis á þessu svæði, undir nafninu Þorláksskógar. Starfsmenn þessara stofnana munu leiðbeina starfsfólki ráðuneytisins um gróðursetninguna og sýna því rétt handtök. Fulltrúar úr fráfarandi og verðandi bæjarstjórn í Sveitarfélaginu Ölfusi verða enn fremur á staðnum. Grænu skrefin í ríkisrekstri byggja á Grænum skrefum Reykjavíkurborgar þar sem rúmlega 100 vinnustaðir hafa stigið skrefin. Verkefnið var þróað og sett af stað af stýrihópi um vistvæn innkaup, er fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneyti og í umsjón Umhverfisstofnunar,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins vegna málsins.
Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira