Ný verkefni bíða Ólafs Jóhanns eftir að grænt ljós fékkst á samruna Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. júní 2018 21:30 Ólafur Jóhann Ólafsson aðstoðarforstjóri TimeWarner hefur unnið náið með Jeff Bewkes forstjóa Time Warner í um 20 ár. Þeir láta báðir af störfum hjá sameinuðu félagi og ný verkefni taka við. Ólafur Jóhann Ólafsson aðstoðarforstjóri Time Warner segir að niðurstaða dómstóls í Washington um að heimila samruna fjarskiptarisans AT&T og TimeWarner sé fullnaðarsigur. Ólafur Jóhann mun láta af störfum hjá sameinuðu félagi líkt og aðrir stjórnendur Time Warner þegar samruninn er að fullu um garð genginn. Alríkisdómstóll í Washington heimilaði í gær 85,4 milljarða dollara samruna fjarskiptarisans AT&T og fjölmiðlasamsteypunnar TimeWarner. Dómarinn féllst ekki á röksemdir bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem vildi gera þá kröfu um að tilteknar eignir yrðu undanskildar í samrunanum en það var sérstök deild ráðuneytisins sem vinnur gegn hringamyndun sem vildi stöðva samrunann í óbreyttri mynd. „Næstu daga kemur í ljós hvort dómsmálaráðuneytið muni áfrýja þessum dómi. Þetta var fullnaðarsigur enda tók dómarinn enga af þeirra kröfum til greina. Þar að auki þá ráðlagði hann þeim að hafa vit á því að stöðva ekki þennan samruna þó að þeir áfrýjuðu. Það er að segja, reyna ekki að koma í veg fyrir að við renndum fyrirtækjunum saman,“Vilja skapa ný verðmæti með samþættingu fjarskipta og fjölmiðlunar Ólafur Jóhann segir að samruninn hafi ekkert með rekstrarkostnað að gera og lækkun hans heldur snúist fyrst og fremst um samþættingu fjarskipta og fjölmiðlunar og leiðir til að skapa ný verðmæti með henni en nokkrir stórir slíkir samrunar hafa gengið í gegn á Vesturlöndum síðustu misseri. „Kostnaðarhliðin skiptir sáralitlu máli í þessu. Það sem er að gerast núna er að öll stóru fjölmiðlafyrirtækin eru að keppa við tæknifyrirtæki sem eru komin inn á þennan markað. Hvort sem það er Amazon, Netflix eða Hulu og svo framvegis á sviði efnisdreifingar og framleiðslu. Síðan Facebook og Google á sviði auglýsinga. Þetta eru stór fyrirtæki, sum hver með einokunarstöðu á sínu sviði. Fyrirtæki eins og okkar þarf að efla sína þekkingu á viðskiptavinum. Þessi dómur mun, spái ég, hleypa af stað miklu róti á fjölmiðlamarkað hér og það verður mjög mikið um sameiningar og kaup á fyrirtækjum næstu mánuði og misseri. Þannig að þetta landslag allt mun taka miklum breytingum ef ég hef rétt fyrir mér,“ segir Ólafur Jóhann. Ólafur Jóhann hefur unnið náið með Jeff Bewkes forstjóra TimeWarner í 20 ár. Þeir láta báðir af störfum hjá sameinuðu félagi eftir að samruninn verður um garð genginn. „Við munum báðir hverfa á braut þegar þessu lýkur og afhenda fyrirtækið nýjum eigendum. Báðir hættum við og það hefur alltaf staðið til að við myndum hætta þegar þetta kláraðist.“Hvað tekur við hjá þér þegar þú lætur af störfum hjá sameinuðu félagi? „Það tekur vonandi við íslenskt sumar. Ég ætla að njóta sumarsins án þess að þurfa að hafa áhyggjur af stórfyrirtæki. Ég kem svo aftur í haust til New York og ákveð þá hvað ég tek mér fyrir hendur annað en að skrifa bækur. Ég hlakka bara til sumarsins. Vonandi vinnum við einhverja leiki í fótboltanum.“ Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Sjá meira
Ólafur Jóhann Ólafsson aðstoðarforstjóri Time Warner segir að niðurstaða dómstóls í Washington um að heimila samruna fjarskiptarisans AT&T og TimeWarner sé fullnaðarsigur. Ólafur Jóhann mun láta af störfum hjá sameinuðu félagi líkt og aðrir stjórnendur Time Warner þegar samruninn er að fullu um garð genginn. Alríkisdómstóll í Washington heimilaði í gær 85,4 milljarða dollara samruna fjarskiptarisans AT&T og fjölmiðlasamsteypunnar TimeWarner. Dómarinn féllst ekki á röksemdir bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem vildi gera þá kröfu um að tilteknar eignir yrðu undanskildar í samrunanum en það var sérstök deild ráðuneytisins sem vinnur gegn hringamyndun sem vildi stöðva samrunann í óbreyttri mynd. „Næstu daga kemur í ljós hvort dómsmálaráðuneytið muni áfrýja þessum dómi. Þetta var fullnaðarsigur enda tók dómarinn enga af þeirra kröfum til greina. Þar að auki þá ráðlagði hann þeim að hafa vit á því að stöðva ekki þennan samruna þó að þeir áfrýjuðu. Það er að segja, reyna ekki að koma í veg fyrir að við renndum fyrirtækjunum saman,“Vilja skapa ný verðmæti með samþættingu fjarskipta og fjölmiðlunar Ólafur Jóhann segir að samruninn hafi ekkert með rekstrarkostnað að gera og lækkun hans heldur snúist fyrst og fremst um samþættingu fjarskipta og fjölmiðlunar og leiðir til að skapa ný verðmæti með henni en nokkrir stórir slíkir samrunar hafa gengið í gegn á Vesturlöndum síðustu misseri. „Kostnaðarhliðin skiptir sáralitlu máli í þessu. Það sem er að gerast núna er að öll stóru fjölmiðlafyrirtækin eru að keppa við tæknifyrirtæki sem eru komin inn á þennan markað. Hvort sem það er Amazon, Netflix eða Hulu og svo framvegis á sviði efnisdreifingar og framleiðslu. Síðan Facebook og Google á sviði auglýsinga. Þetta eru stór fyrirtæki, sum hver með einokunarstöðu á sínu sviði. Fyrirtæki eins og okkar þarf að efla sína þekkingu á viðskiptavinum. Þessi dómur mun, spái ég, hleypa af stað miklu róti á fjölmiðlamarkað hér og það verður mjög mikið um sameiningar og kaup á fyrirtækjum næstu mánuði og misseri. Þannig að þetta landslag allt mun taka miklum breytingum ef ég hef rétt fyrir mér,“ segir Ólafur Jóhann. Ólafur Jóhann hefur unnið náið með Jeff Bewkes forstjóra TimeWarner í 20 ár. Þeir láta báðir af störfum hjá sameinuðu félagi eftir að samruninn verður um garð genginn. „Við munum báðir hverfa á braut þegar þessu lýkur og afhenda fyrirtækið nýjum eigendum. Báðir hættum við og það hefur alltaf staðið til að við myndum hætta þegar þetta kláraðist.“Hvað tekur við hjá þér þegar þú lætur af störfum hjá sameinuðu félagi? „Það tekur vonandi við íslenskt sumar. Ég ætla að njóta sumarsins án þess að þurfa að hafa áhyggjur af stórfyrirtæki. Ég kem svo aftur í haust til New York og ákveð þá hvað ég tek mér fyrir hendur annað en að skrifa bækur. Ég hlakka bara til sumarsins. Vonandi vinnum við einhverja leiki í fótboltanum.“
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Sjá meira