Vampyr: Frábær hugmynd en framkvæmdin dugar ekki til Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2018 15:15 Jonathan Reid er mest "emo“ vampíra sem hægt er að komast í tæri við. Vísir/DontNod Leikurinn Vampyr fjallar um læknirinn Jonathan Reid sem er nýkominn aftur til London eftir að hafa barist í fyrri heimsstyrjöldinni. Við komuna heim er honum breytt í vampíru og þarf hann að takast á við sitt nýja eðli og reyna að hjálpa íbúum London þar sem spænska veikin og ýmis skrímsli herja á þá. Vampyr er ekki sá arftaki Vampire: Masquerade Bloodlines sem ég hafði vonast eftir. Hann er áhugaverður og nokkrar góðar hugmyndir eru framkvæmdar ágætlega í leiknum en ég varð fyrir vonbrigðum. Það þarf þó ekki að þýða að Vampyr sé hræðilegur leikur, honum gengur bara illa að fanga áhuga minn.Ég veit ekki alveg hvernig á að byrja þetta, þar sem tilfinningar mínar gagnvart Vampyr, sem framleiddur var af DontNod sem gerðu Life is Strange, eru mjög blendnar. Það er margt mjög gott í leiknum en sömuleiðis eru hlutir sem fara einstaklega mikið í taugarnar á mér. Viðmót leiksins er ekki nógu gott og til dæmis þurfti ég að fara á Youtube til að komast að því hvernig ég gat skipt um vopn. Mögulega er það bara út af því að ég er vitlaus en vitlaust fólk á að geta spilað tölvuleiki líka. Bardagakerfi vampyr er ekki nógu gott. Reid getur beitt ýmsum vopnum eins og sverðum, kylfum, byssum og rýtingum og þegar maður byggir Reid upp er nauðsynlegt að hafa í huga hvernig maður vill berjast. Vill maður geta hlaupið í hringi í kringum óvini sína og stungið þá í bakið með hröðum vopnum eða þungum tveggja handa kylfum, svo dæmi séu tekin. Það er auðvelt að bera bardagakerfið saman við Dark Souls og aðra slíka leiki, en þetta er í raun bara ódýrt klón, oftast. Ég hef reyndar tekið eftir því að tilfinningar mínar gagnvart bardagakerfinu sveiflast til og frá eftir því hvernig mér gengur í bardögum. Bardagar virka alveg, þeir eru bara grútleiðinlegir. Grafík Wampyr er sömuleiðis ekki nógu góð og lúkkar gamaldags. Það er þó eitt sem er alveg óþolandi við grafíkina. Spilarar geta fundið fullt af dóti í tunnum og kistum víða um London. Ílát þessi glansa örlítið, svo auðveldara sé að finna þau. Gallinn er hins vegar sá að hvert einasta yfirborð leiksins virðist glansa svona. Ég er alltaf að hlaupa á eftir ílátum sem eru ekki svo ekki þar sem ég hélt. þetta er smávægilegt en samt óþolandi.Það er fullt af persónum í Vampyr og fjöldi reynslustiga í boði fyrir að myrða þau.Vísir/DontNodÞað sem Vampyr gerir fáránlega vel er að þvinga spilara til að skoða vel hvort og þá hvaða persónur þeir eiga að drekka blóð úr. Spilarar fá reynslustig/XP fyrir að vinna ýmis verkefni og fylgja sögu leiksins. Þeim stigum er svo varið í að gera Reid betri og öflugari vampíru. Með því að myrða persónur leiksins er hægt að fá haug af stigum en það getur haft miklar afleiðingar. Hver persóna er með ákveðið tengslanet sem spilarar þurfa að lesa úr og sömuleiðis er hægt að hjálpa persónum og fá þannig fleiri reynslustig fyrir að myrða þær. Einhverjar persónur eru veikur og sem læknir getur Reid lagað það og bætt blóð þeirra. það er eitthvað hræðilega heillandi við það að lækna manneskju og hjálpa henni, vitandi það að maður ætlar sér að myrða hana skömmu seinna. Þetta hljómar ef til vill hræðilega en mér til varnar hef ég reynt að drepa bara vont fólk, morðingja og glæpamenn, og eina hjúkku en það kemur málinu ekkert við. Allt þetta kerfi er mjög töff. Það fer hins vegar fáránlega mikill tími í að tala við einhverjar óáhugaverðar persónur um ekki neitt. Yfirleitt gengur þetta út á að hlaupa á milli persóna og tala við þær, fá upplýsingar frá einni persónu og hlaupa með þær í aðra. Það ætti að vera hægt að útfæra þetta á einhverna skemmtilegri hátt. Sömuleiðis gæti London verið betur gerð. Þrátt fyrir að Vampyr eigi að gerast í opnum heimi eru nánast eingöngu einstefnugötur í henni. Á milli hverfa eru svo svæði sem eru full af óvinum en þeir birtast aftur og aftur á milli verkefna. Sem virkar eins og ódýr leið til að láta mann hafa eitthvað að gera. Það er að drepa sömu vondukallana aftur og aftur.Þegar spilarar ákveða að myrða persónur leiksins fyrir reynslustig getur það kostað þá aðgang að heilu svæðum London. Hvert hverfi er með ákveðið heilsustig sem persónurnar hafa áhrif á. Sumar persónur hafa slæm áhrif svo það getur hjálpað að myrða þær. Svo er auðvitað líka hægt að drepa bara alla í tilteknu hverfi. Ég á eftir að prófa það. Vampyr vistar gang leiksins mjög reglulega og spilarar geta ekki vistað sjálfir. Þannig þurfa spilarar að lifa með ákvörðunum sínum eða byrja upp nýtt. Ef andinn grípur mig og ég spila mig aftur í gegnum þennan leik mun ég gera það sem algjör drullusokkur. Það eru áhugaverðar persónur í Vampyr en Jonathan Reid, aðalpersóna leiksins, er eiginlega ekki af þeim. Hann er alltaf í fúlu skapi, svo sem skiljanlega, og voðalega sorgmæddur. Það er þó skemmtilegt hvernig vísindamaðurinn Reid tekst á við það að vera vampíra og þarf hann að átta sig á því.Samantekt-ish Það er margt gott við Vampyr og framleiðendur leiksins hafa fengið margar frábærar hugmyndir. Framkvæmdin er þó ekki nógu góð að mínu mati. Bardagakerfið er ekki nógu gott og hið sama má segja um grafíkina. Þá er mjög mikill tími þar sem ég virðist ekki hafa verið að gera neitt en að tala við fólk og drepa sömu óvinina í pirrandi bardagakerfi. Í stuttu máli sagt þá varð ég fyrir vonbrigðum með Vampyr en á án efa eftir að gefa leiknum fleiri tækifæri. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Leikurinn Vampyr fjallar um læknirinn Jonathan Reid sem er nýkominn aftur til London eftir að hafa barist í fyrri heimsstyrjöldinni. Við komuna heim er honum breytt í vampíru og þarf hann að takast á við sitt nýja eðli og reyna að hjálpa íbúum London þar sem spænska veikin og ýmis skrímsli herja á þá. Vampyr er ekki sá arftaki Vampire: Masquerade Bloodlines sem ég hafði vonast eftir. Hann er áhugaverður og nokkrar góðar hugmyndir eru framkvæmdar ágætlega í leiknum en ég varð fyrir vonbrigðum. Það þarf þó ekki að þýða að Vampyr sé hræðilegur leikur, honum gengur bara illa að fanga áhuga minn.Ég veit ekki alveg hvernig á að byrja þetta, þar sem tilfinningar mínar gagnvart Vampyr, sem framleiddur var af DontNod sem gerðu Life is Strange, eru mjög blendnar. Það er margt mjög gott í leiknum en sömuleiðis eru hlutir sem fara einstaklega mikið í taugarnar á mér. Viðmót leiksins er ekki nógu gott og til dæmis þurfti ég að fara á Youtube til að komast að því hvernig ég gat skipt um vopn. Mögulega er það bara út af því að ég er vitlaus en vitlaust fólk á að geta spilað tölvuleiki líka. Bardagakerfi vampyr er ekki nógu gott. Reid getur beitt ýmsum vopnum eins og sverðum, kylfum, byssum og rýtingum og þegar maður byggir Reid upp er nauðsynlegt að hafa í huga hvernig maður vill berjast. Vill maður geta hlaupið í hringi í kringum óvini sína og stungið þá í bakið með hröðum vopnum eða þungum tveggja handa kylfum, svo dæmi séu tekin. Það er auðvelt að bera bardagakerfið saman við Dark Souls og aðra slíka leiki, en þetta er í raun bara ódýrt klón, oftast. Ég hef reyndar tekið eftir því að tilfinningar mínar gagnvart bardagakerfinu sveiflast til og frá eftir því hvernig mér gengur í bardögum. Bardagar virka alveg, þeir eru bara grútleiðinlegir. Grafík Wampyr er sömuleiðis ekki nógu góð og lúkkar gamaldags. Það er þó eitt sem er alveg óþolandi við grafíkina. Spilarar geta fundið fullt af dóti í tunnum og kistum víða um London. Ílát þessi glansa örlítið, svo auðveldara sé að finna þau. Gallinn er hins vegar sá að hvert einasta yfirborð leiksins virðist glansa svona. Ég er alltaf að hlaupa á eftir ílátum sem eru ekki svo ekki þar sem ég hélt. þetta er smávægilegt en samt óþolandi.Það er fullt af persónum í Vampyr og fjöldi reynslustiga í boði fyrir að myrða þau.Vísir/DontNodÞað sem Vampyr gerir fáránlega vel er að þvinga spilara til að skoða vel hvort og þá hvaða persónur þeir eiga að drekka blóð úr. Spilarar fá reynslustig/XP fyrir að vinna ýmis verkefni og fylgja sögu leiksins. Þeim stigum er svo varið í að gera Reid betri og öflugari vampíru. Með því að myrða persónur leiksins er hægt að fá haug af stigum en það getur haft miklar afleiðingar. Hver persóna er með ákveðið tengslanet sem spilarar þurfa að lesa úr og sömuleiðis er hægt að hjálpa persónum og fá þannig fleiri reynslustig fyrir að myrða þær. Einhverjar persónur eru veikur og sem læknir getur Reid lagað það og bætt blóð þeirra. það er eitthvað hræðilega heillandi við það að lækna manneskju og hjálpa henni, vitandi það að maður ætlar sér að myrða hana skömmu seinna. Þetta hljómar ef til vill hræðilega en mér til varnar hef ég reynt að drepa bara vont fólk, morðingja og glæpamenn, og eina hjúkku en það kemur málinu ekkert við. Allt þetta kerfi er mjög töff. Það fer hins vegar fáránlega mikill tími í að tala við einhverjar óáhugaverðar persónur um ekki neitt. Yfirleitt gengur þetta út á að hlaupa á milli persóna og tala við þær, fá upplýsingar frá einni persónu og hlaupa með þær í aðra. Það ætti að vera hægt að útfæra þetta á einhverna skemmtilegri hátt. Sömuleiðis gæti London verið betur gerð. Þrátt fyrir að Vampyr eigi að gerast í opnum heimi eru nánast eingöngu einstefnugötur í henni. Á milli hverfa eru svo svæði sem eru full af óvinum en þeir birtast aftur og aftur á milli verkefna. Sem virkar eins og ódýr leið til að láta mann hafa eitthvað að gera. Það er að drepa sömu vondukallana aftur og aftur.Þegar spilarar ákveða að myrða persónur leiksins fyrir reynslustig getur það kostað þá aðgang að heilu svæðum London. Hvert hverfi er með ákveðið heilsustig sem persónurnar hafa áhrif á. Sumar persónur hafa slæm áhrif svo það getur hjálpað að myrða þær. Svo er auðvitað líka hægt að drepa bara alla í tilteknu hverfi. Ég á eftir að prófa það. Vampyr vistar gang leiksins mjög reglulega og spilarar geta ekki vistað sjálfir. Þannig þurfa spilarar að lifa með ákvörðunum sínum eða byrja upp nýtt. Ef andinn grípur mig og ég spila mig aftur í gegnum þennan leik mun ég gera það sem algjör drullusokkur. Það eru áhugaverðar persónur í Vampyr en Jonathan Reid, aðalpersóna leiksins, er eiginlega ekki af þeim. Hann er alltaf í fúlu skapi, svo sem skiljanlega, og voðalega sorgmæddur. Það er þó skemmtilegt hvernig vísindamaðurinn Reid tekst á við það að vera vampíra og þarf hann að átta sig á því.Samantekt-ish Það er margt gott við Vampyr og framleiðendur leiksins hafa fengið margar frábærar hugmyndir. Framkvæmdin er þó ekki nógu góð að mínu mati. Bardagakerfið er ekki nógu gott og hið sama má segja um grafíkina. Þá er mjög mikill tími þar sem ég virðist ekki hafa verið að gera neitt en að tala við fólk og drepa sömu óvinina í pirrandi bardagakerfi. Í stuttu máli sagt þá varð ég fyrir vonbrigðum með Vampyr en á án efa eftir að gefa leiknum fleiri tækifæri.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira