Lónsá er bleikjuperla á norðausturlandi Karl Lúðvíksson skrifar 12. júní 2018 10:00 Þær geta orðið vænar bleikjurnar í Lónsá Mynd: Mattías Þór Hákonarson Lónsá á Langanesi er líklega ein af þessum ám sem fáir hafa heyrt nefnda og enn færri veitt sem er synd því þetta er afskaplega skemmtileg á. Áin rennur stutt frá Þórshöfn á Langanesi og í hana gengur mikið magn bleikju og urriða ásamt því að stöku sjóbirtingur og lax lætur sjá sig líka. Veiðin getur verið góð frá fyrsta degi en þá er mest veitt á ósasvæðinu en þegar líður á tímabilið fer bleikjan að ganga upp ánna. Mattías Þór Hákonarson er einn af leigutökum Lónsár og hann lætur vel af tímabilinu þar sem af er liðið. "Veiðin í Lónsá hefur verið virkilega góð uppá síðkastið, bæði sjóbirtingveiðin á ósasvæðinu og bleikjuveiðin uppí á en stærsta bleikjan sem hefur komið á land er 60cm og stærsti birtingurinn 69 cm. Nú styttist í Nýtt tungl og er við því að búast að göngur aukist. Lónsá er lítil perla á Langanesi sem geymir ótrúlegt magn af stórum fiski. Veiðin hefur mest verið á litlar marflær á ósasvæðinu síðustu daga en þurrflugu og púpur uppí á." sagði Mattías við Veiðivísi í morgun. Laus leyfi má skoða á www.veiditorg.is Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði
Lónsá á Langanesi er líklega ein af þessum ám sem fáir hafa heyrt nefnda og enn færri veitt sem er synd því þetta er afskaplega skemmtileg á. Áin rennur stutt frá Þórshöfn á Langanesi og í hana gengur mikið magn bleikju og urriða ásamt því að stöku sjóbirtingur og lax lætur sjá sig líka. Veiðin getur verið góð frá fyrsta degi en þá er mest veitt á ósasvæðinu en þegar líður á tímabilið fer bleikjan að ganga upp ánna. Mattías Þór Hákonarson er einn af leigutökum Lónsár og hann lætur vel af tímabilinu þar sem af er liðið. "Veiðin í Lónsá hefur verið virkilega góð uppá síðkastið, bæði sjóbirtingveiðin á ósasvæðinu og bleikjuveiðin uppí á en stærsta bleikjan sem hefur komið á land er 60cm og stærsti birtingurinn 69 cm. Nú styttist í Nýtt tungl og er við því að búast að göngur aukist. Lónsá er lítil perla á Langanesi sem geymir ótrúlegt magn af stórum fiski. Veiðin hefur mest verið á litlar marflær á ósasvæðinu síðustu daga en þurrflugu og púpur uppí á." sagði Mattías við Veiðivísi í morgun. Laus leyfi má skoða á www.veiditorg.is
Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði