Vill hleypa farandfólki í land í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2018 07:21 Björgunarskipið Aquarius við höfn í Sikiley í apríl. Vísir/EPA Borgarstjóri ítölsku borgarinnar Palermo á Sikiley ætlar að leyfa björgunarskipi með á sjöunda hundrað farandfólki sem bjargað var á Miðjarðarhafi að leggjast að bryggju í borginni þrátt fyrir að ný ríkisstjórn popúlista hafi lýst ítalskar hafnir lokaðar fyrir farandfólki. Björgunarskipið Aquarius á vegum þýsku hjálparsamtakanna SOS Méditerranée hefur verið fast úti á hafi eftir að stjórnvöld á bæði Möltu og Ítalíu neituðu því um leyfi til að koma til hafnar. Um borð eru 629 manns sem var bjargað á líbísku hafsvæði. Þrátt fyrir að málið félli undir lögsögu Ítalíu bað Matteo Salvini, innanríkisráðherra og leiðtogi Bandalagsins, annars stjórnarflokksins í nýrri ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna, stjórnvöld á Möltu um að taka við skipinu. Því höfnuðu Maltverjar. Bandalagið hefur boðað herta stefnu í innflytjendamálum og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að loka höfnum landsins fyrir farandfólki er talið fyrsta skýra dæmið um að þá stefnu í framkvæmd. Leoluca Orlando, borgarstjóri Palermo, sakar Salvini um að brjóta gegn alþjóðalögum með því að banna skipinu að koma til hafnar, að sögn The Guardian. „Hann hefur enn á ný sýnt að við erum undir öfgahægriríkisstjórn,“ segir borgarstjórinn. Borgarstjórar annarra borga á Suður-Ítalíu, þar á meðal í Napolí, Messina og Kalabríu, hafa lýst stuðningi við Palermo og segjast einnig tilbúnir að óhlýðnast skipunum ríkisstjórnarinnar. Flóttamenn Tengdar fréttir Komast hvergi í land 629 flóttamönnum var bjargað á leið þeirra yfir miðjarðarhafið af skipinu Aquarius, skipið fær þó hvergi leyfi til að koma að landi. 10. júní 2018 22:44 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sjá meira
Borgarstjóri ítölsku borgarinnar Palermo á Sikiley ætlar að leyfa björgunarskipi með á sjöunda hundrað farandfólki sem bjargað var á Miðjarðarhafi að leggjast að bryggju í borginni þrátt fyrir að ný ríkisstjórn popúlista hafi lýst ítalskar hafnir lokaðar fyrir farandfólki. Björgunarskipið Aquarius á vegum þýsku hjálparsamtakanna SOS Méditerranée hefur verið fast úti á hafi eftir að stjórnvöld á bæði Möltu og Ítalíu neituðu því um leyfi til að koma til hafnar. Um borð eru 629 manns sem var bjargað á líbísku hafsvæði. Þrátt fyrir að málið félli undir lögsögu Ítalíu bað Matteo Salvini, innanríkisráðherra og leiðtogi Bandalagsins, annars stjórnarflokksins í nýrri ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna, stjórnvöld á Möltu um að taka við skipinu. Því höfnuðu Maltverjar. Bandalagið hefur boðað herta stefnu í innflytjendamálum og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að loka höfnum landsins fyrir farandfólki er talið fyrsta skýra dæmið um að þá stefnu í framkvæmd. Leoluca Orlando, borgarstjóri Palermo, sakar Salvini um að brjóta gegn alþjóðalögum með því að banna skipinu að koma til hafnar, að sögn The Guardian. „Hann hefur enn á ný sýnt að við erum undir öfgahægriríkisstjórn,“ segir borgarstjórinn. Borgarstjórar annarra borga á Suður-Ítalíu, þar á meðal í Napolí, Messina og Kalabríu, hafa lýst stuðningi við Palermo og segjast einnig tilbúnir að óhlýðnast skipunum ríkisstjórnarinnar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Komast hvergi í land 629 flóttamönnum var bjargað á leið þeirra yfir miðjarðarhafið af skipinu Aquarius, skipið fær þó hvergi leyfi til að koma að landi. 10. júní 2018 22:44 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sjá meira
Komast hvergi í land 629 flóttamönnum var bjargað á leið þeirra yfir miðjarðarhafið af skipinu Aquarius, skipið fær þó hvergi leyfi til að koma að landi. 10. júní 2018 22:44