Vill hleypa farandfólki í land í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2018 07:21 Björgunarskipið Aquarius við höfn í Sikiley í apríl. Vísir/EPA Borgarstjóri ítölsku borgarinnar Palermo á Sikiley ætlar að leyfa björgunarskipi með á sjöunda hundrað farandfólki sem bjargað var á Miðjarðarhafi að leggjast að bryggju í borginni þrátt fyrir að ný ríkisstjórn popúlista hafi lýst ítalskar hafnir lokaðar fyrir farandfólki. Björgunarskipið Aquarius á vegum þýsku hjálparsamtakanna SOS Méditerranée hefur verið fast úti á hafi eftir að stjórnvöld á bæði Möltu og Ítalíu neituðu því um leyfi til að koma til hafnar. Um borð eru 629 manns sem var bjargað á líbísku hafsvæði. Þrátt fyrir að málið félli undir lögsögu Ítalíu bað Matteo Salvini, innanríkisráðherra og leiðtogi Bandalagsins, annars stjórnarflokksins í nýrri ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna, stjórnvöld á Möltu um að taka við skipinu. Því höfnuðu Maltverjar. Bandalagið hefur boðað herta stefnu í innflytjendamálum og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að loka höfnum landsins fyrir farandfólki er talið fyrsta skýra dæmið um að þá stefnu í framkvæmd. Leoluca Orlando, borgarstjóri Palermo, sakar Salvini um að brjóta gegn alþjóðalögum með því að banna skipinu að koma til hafnar, að sögn The Guardian. „Hann hefur enn á ný sýnt að við erum undir öfgahægriríkisstjórn,“ segir borgarstjórinn. Borgarstjórar annarra borga á Suður-Ítalíu, þar á meðal í Napolí, Messina og Kalabríu, hafa lýst stuðningi við Palermo og segjast einnig tilbúnir að óhlýðnast skipunum ríkisstjórnarinnar. Flóttamenn Tengdar fréttir Komast hvergi í land 629 flóttamönnum var bjargað á leið þeirra yfir miðjarðarhafið af skipinu Aquarius, skipið fær þó hvergi leyfi til að koma að landi. 10. júní 2018 22:44 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Borgarstjóri ítölsku borgarinnar Palermo á Sikiley ætlar að leyfa björgunarskipi með á sjöunda hundrað farandfólki sem bjargað var á Miðjarðarhafi að leggjast að bryggju í borginni þrátt fyrir að ný ríkisstjórn popúlista hafi lýst ítalskar hafnir lokaðar fyrir farandfólki. Björgunarskipið Aquarius á vegum þýsku hjálparsamtakanna SOS Méditerranée hefur verið fast úti á hafi eftir að stjórnvöld á bæði Möltu og Ítalíu neituðu því um leyfi til að koma til hafnar. Um borð eru 629 manns sem var bjargað á líbísku hafsvæði. Þrátt fyrir að málið félli undir lögsögu Ítalíu bað Matteo Salvini, innanríkisráðherra og leiðtogi Bandalagsins, annars stjórnarflokksins í nýrri ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna, stjórnvöld á Möltu um að taka við skipinu. Því höfnuðu Maltverjar. Bandalagið hefur boðað herta stefnu í innflytjendamálum og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að loka höfnum landsins fyrir farandfólki er talið fyrsta skýra dæmið um að þá stefnu í framkvæmd. Leoluca Orlando, borgarstjóri Palermo, sakar Salvini um að brjóta gegn alþjóðalögum með því að banna skipinu að koma til hafnar, að sögn The Guardian. „Hann hefur enn á ný sýnt að við erum undir öfgahægriríkisstjórn,“ segir borgarstjórinn. Borgarstjórar annarra borga á Suður-Ítalíu, þar á meðal í Napolí, Messina og Kalabríu, hafa lýst stuðningi við Palermo og segjast einnig tilbúnir að óhlýðnast skipunum ríkisstjórnarinnar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Komast hvergi í land 629 flóttamönnum var bjargað á leið þeirra yfir miðjarðarhafið af skipinu Aquarius, skipið fær þó hvergi leyfi til að koma að landi. 10. júní 2018 22:44 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Komast hvergi í land 629 flóttamönnum var bjargað á leið þeirra yfir miðjarðarhafið af skipinu Aquarius, skipið fær þó hvergi leyfi til að koma að landi. 10. júní 2018 22:44