Íslendingur valinn dansari ársins í Danmörku Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 10. júní 2018 19:15 Jón Axel í verkinu Farlige forbindelser Vísir/Jón Axel Jón Axel Fransson hlaut í gær verðlaun sem dansari ársins í Danmörku. Jón Axel dansar hjá Det Kongelige Teater í Danmörku og hefur gert frá árinu 2010 en hann er útskrifaður frá Konunglega danska ballettskólanum.,,Það er risastór heiður að fá þessi verðlaun," segir Jón spurður út í verðlaunin. Jón segir að hann hafi fljótt heillast af dansinum. ,,Systir mín var að fara í inntökupróf og mamma mín gat ekki skilið mig eftir heima því hún var ein með tvö börn. Svo hún spurði hvort að ég vildi ekki koma með og ég sagði: nei ballett er fyrir stelpur. En hún gat ekki skilið mig eftir og setti mig í inntökupróf í Arsenal og Liverpool fötum. Mér fannst bara svo gaman af þessu og á meðan að systir mín missti áhugann og komst ekki inn, en ég komst inn og hef verið þar síðan," segir Jón Axel.Jón Axel í verkinu Farlige forbindelserVísir/ Jón AxelTileinkaði afa sínum verðlaunin Jón Axel tileinkaði verðlaunin afa sínum sem vildi alltaf dansa. „Afa langaði alltaf til þess að verða atvinnudansari. En pabbi hans sagði honum að það væri ekki hægt að sjá fyrir fjölskyldunni með því. Ég er ánægður að geta lifað þennan draum sem hann hafði og að það sé atvinna núna að geta verið dansari," segir Jón Axel. Spurður út í komandi verkefni segir Jón að þau hafi verið að klára núna tímabil og undirbúningur fyrir það næsta taki við. „Núna vorum við að klára tímabil. Ég er að fara að dansa í sumarballett hérna í Danmörku og svo til Boston og dansa í viku þar og svo er ég kominn í sumarfrí,“ segir Jón Axel.Frændi Jóns Axels tók við verðlaununum fyrir hans hönd en Jón Axel komst ekki vegna þess að hann var að dansa. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Jón Axel Fransson hlaut í gær verðlaun sem dansari ársins í Danmörku. Jón Axel dansar hjá Det Kongelige Teater í Danmörku og hefur gert frá árinu 2010 en hann er útskrifaður frá Konunglega danska ballettskólanum.,,Það er risastór heiður að fá þessi verðlaun," segir Jón spurður út í verðlaunin. Jón segir að hann hafi fljótt heillast af dansinum. ,,Systir mín var að fara í inntökupróf og mamma mín gat ekki skilið mig eftir heima því hún var ein með tvö börn. Svo hún spurði hvort að ég vildi ekki koma með og ég sagði: nei ballett er fyrir stelpur. En hún gat ekki skilið mig eftir og setti mig í inntökupróf í Arsenal og Liverpool fötum. Mér fannst bara svo gaman af þessu og á meðan að systir mín missti áhugann og komst ekki inn, en ég komst inn og hef verið þar síðan," segir Jón Axel.Jón Axel í verkinu Farlige forbindelserVísir/ Jón AxelTileinkaði afa sínum verðlaunin Jón Axel tileinkaði verðlaunin afa sínum sem vildi alltaf dansa. „Afa langaði alltaf til þess að verða atvinnudansari. En pabbi hans sagði honum að það væri ekki hægt að sjá fyrir fjölskyldunni með því. Ég er ánægður að geta lifað þennan draum sem hann hafði og að það sé atvinna núna að geta verið dansari," segir Jón Axel. Spurður út í komandi verkefni segir Jón að þau hafi verið að klára núna tímabil og undirbúningur fyrir það næsta taki við. „Núna vorum við að klára tímabil. Ég er að fara að dansa í sumarballett hérna í Danmörku og svo til Boston og dansa í viku þar og svo er ég kominn í sumarfrí,“ segir Jón Axel.Frændi Jóns Axels tók við verðlaununum fyrir hans hönd en Jón Axel komst ekki vegna þess að hann var að dansa.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira