Zika-veiran mynduð í návígi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. júní 2018 06:00 Zika-veiran. Grænu punktarnir eru lykkjur fjölsykra. Fréttablaðið/Purdue Vísindamenn við Purdue-háskóla í Bandaríkjunum hafa fangað einstakar myndir af Zika-veirunni, sem olli faraldri í Suður-Ameríku árið 2015 og meiriháttar fæðingargöllum hjá þúsundum barna. Vísindamenn hafa hingað til ekki getað stuðst við ítarlega mynd af ytra byrði veirunnar en vonast er til að þessar nýju upplýsingar muni leiða til uppgötvunar nýrra lyfjamarka og í kjölfarið betri meðferða við Zika-smiti. Þessi ítarlega mynd af Zika-veirunni fékkst í gegnum rafeindasmásjá. Með því að skjóta rafeindum, sem hafa styttri bylgjulengd en sýnilegt ljós, í gegnum efniseindir er hægt að greina minnstu smáatriði, og það heppnaðist í tilrauninni við Purdue-háskóla. Niðurstaðan er nákvæmasta mynd sem tekin hefur verið af ytri skel veiru. Nú þegar hefur myndgreiningin leitt í ljós að lykkjur fjölsykra á yfirborði veirunnar orsaka sum einkenni Zika-smits. Zika er svokölluð flavi-veira, líkt og beinbrunasótt og heilasótt, en með því að bera saman ítarlegar myndir af veirunum sáu vísindamenn afar mismunandi birtingarmyndir lykkjanna og gæti það útskýrt af hverju Zika veldur jafn skelfilegum einkennum og raun ber vitni. Tilfellum Zika-sýkinga hefur farið fækkandi í Suður-Ameríku undanfarin misseri. Engu að síður eru nokkrir hópar vísindamanna sem vinna nú að þróun bóluefnis. Sú ítarlega mynd sem nú er til af veirunni er sögð skipta sköpum í því kapphlaupi. Birtist í Fréttablaðinu Zíka Tengdar fréttir Neyðarástandi vegna Zika aflétt í Brasilíu Yfirvöld í Brasilíu hafa aflétt neyðarástandi vegna Zika-veirunnar sem geisaði þar í landi og víðar á síðasta ári. 12. maí 2017 08:10 Lýsa yfir neyðarástandi á Puerto Rico vegna útbreiðslu zika-veirunnar Alls hafa 10.690 tilfelli zikaveiru nú verið skráð á Puerto Rico, þar á meðal 1.035 í barnshafandi konum. 12. ágúst 2016 23:24 Fyrsta tilfellið af fæðingargalla vegna Zika veiru í Evrópu staðfest Spnska móðirin vissi af fæðingargalla barn síns á meðan á meðgöngu stóð. Ákvað samt að eiga barnið. 25. júlí 2016 21:53 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Vísindamenn við Purdue-háskóla í Bandaríkjunum hafa fangað einstakar myndir af Zika-veirunni, sem olli faraldri í Suður-Ameríku árið 2015 og meiriháttar fæðingargöllum hjá þúsundum barna. Vísindamenn hafa hingað til ekki getað stuðst við ítarlega mynd af ytra byrði veirunnar en vonast er til að þessar nýju upplýsingar muni leiða til uppgötvunar nýrra lyfjamarka og í kjölfarið betri meðferða við Zika-smiti. Þessi ítarlega mynd af Zika-veirunni fékkst í gegnum rafeindasmásjá. Með því að skjóta rafeindum, sem hafa styttri bylgjulengd en sýnilegt ljós, í gegnum efniseindir er hægt að greina minnstu smáatriði, og það heppnaðist í tilrauninni við Purdue-háskóla. Niðurstaðan er nákvæmasta mynd sem tekin hefur verið af ytri skel veiru. Nú þegar hefur myndgreiningin leitt í ljós að lykkjur fjölsykra á yfirborði veirunnar orsaka sum einkenni Zika-smits. Zika er svokölluð flavi-veira, líkt og beinbrunasótt og heilasótt, en með því að bera saman ítarlegar myndir af veirunum sáu vísindamenn afar mismunandi birtingarmyndir lykkjanna og gæti það útskýrt af hverju Zika veldur jafn skelfilegum einkennum og raun ber vitni. Tilfellum Zika-sýkinga hefur farið fækkandi í Suður-Ameríku undanfarin misseri. Engu að síður eru nokkrir hópar vísindamanna sem vinna nú að þróun bóluefnis. Sú ítarlega mynd sem nú er til af veirunni er sögð skipta sköpum í því kapphlaupi.
Birtist í Fréttablaðinu Zíka Tengdar fréttir Neyðarástandi vegna Zika aflétt í Brasilíu Yfirvöld í Brasilíu hafa aflétt neyðarástandi vegna Zika-veirunnar sem geisaði þar í landi og víðar á síðasta ári. 12. maí 2017 08:10 Lýsa yfir neyðarástandi á Puerto Rico vegna útbreiðslu zika-veirunnar Alls hafa 10.690 tilfelli zikaveiru nú verið skráð á Puerto Rico, þar á meðal 1.035 í barnshafandi konum. 12. ágúst 2016 23:24 Fyrsta tilfellið af fæðingargalla vegna Zika veiru í Evrópu staðfest Spnska móðirin vissi af fæðingargalla barn síns á meðan á meðgöngu stóð. Ákvað samt að eiga barnið. 25. júlí 2016 21:53 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Neyðarástandi vegna Zika aflétt í Brasilíu Yfirvöld í Brasilíu hafa aflétt neyðarástandi vegna Zika-veirunnar sem geisaði þar í landi og víðar á síðasta ári. 12. maí 2017 08:10
Lýsa yfir neyðarástandi á Puerto Rico vegna útbreiðslu zika-veirunnar Alls hafa 10.690 tilfelli zikaveiru nú verið skráð á Puerto Rico, þar á meðal 1.035 í barnshafandi konum. 12. ágúst 2016 23:24
Fyrsta tilfellið af fæðingargalla vegna Zika veiru í Evrópu staðfest Spnska móðirin vissi af fæðingargalla barn síns á meðan á meðgöngu stóð. Ákvað samt að eiga barnið. 25. júlí 2016 21:53