Beygði af í beinni: „Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júní 2018 10:15 Jónína Benediktsdóttir. Vísir/ernir Spjall lífstílsfrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur við Bítið í morgun tók óvænta stefnu. Hún var mætt í hljóðver til að fræða hlustendur um kvíða, síþreytu og kulnun í starfi. Þegar talið barst að reynslu Jónínu af kvillunum beygði hún af, og glögglega mátti heyra að hún átti í erfiðleikum með að ræða áföllin sem grófu undan heilsu hennar. „Ég er bara mannleg og þetta eru búin að vera svo stór áföll hjá mér.“ Hún rekur upphaf veikindanna til áranna eftir fall bankakerfisins árið 2008, ára þar sem Jónína var oft í eldlínu fjölmiðlanna. Hún segist hafa tekið eftir því hvernig viðskiptavinir hennar, sem sóttu hjá henni margvíslega leiðsögn, hafi orðið reiðari og „aggresívari“ eftir hrunið. „Þeir voru svo reiðir,“ sagði Jónína. Hún hafi því gert sitt besta til að hjálpa fólki en það hafi lítið gengið. „Eftir því sem ég reyndi meira því óbilgjarnara varð fólk.“ Jónína segist hafa byrjað að taka mótlætð inn á sig – hún hafi hætt að setja sig í fyrsta sæti. „Ef við getum ekki elskað okkur sjálf þá getum við ekki elskað aðra,“ minnti Jónína hlustendur á. Það hafi þó verið álagið á opinberum vettvangi sem hún telur að hafi gert útslagið. „Ég varð opinber persóna, án þess að vilja það,“ sagði Jónína sem segist á þessum tíma hafa hætt að taka mark á sér. „Ég gleymdi sjálfri mér.“ Þegar talið barst að þeim áföllum sem hún segir sig hafa gengið í gegnum mátti vel heyra að umræðan tók á Jónínu. „Fyrirgefið, þetta er viðkvæmt mál.“ Jónína reifaði meðal annars hvernig hún reyndi að hlífa börnunum sínum á þessum árum. „Ég var alltaf að hlífa börnunum mínum. Því minna sem sást í mig og heyrðist frá mér, því betra var það. Þess vegna var ég alltaf að tala um hvernig öðrum líður,“ sagði Jónína er hún barðist við tárin. Engu að síður taldi hún sig knúna til að koma fram sinni hlið í fjölmiðlum. „Þú ert kominn inn í leikinn,“ sagði Jónína. „Fólk er að segja alls konar vitleysu - hver á annar að leiðrétta vitleysu en sá sem veit hvað er rétt?“ Í stormvirði hrunsins segist hún að sama skapi hafa óttast að börnin sín sæju þær ótal umfjallanir sem ritaðar voru um hennar mál. Bréfin rufu friðhelgina Ekki hafi heldur bætt úr skák þegar „menn með kröfubréf“ hafi bankað á dyrnar hjá henni á matmálstíma – eina tímanum sem hún segist hafa getað átt með börnunum. „Þetta er brot á friðhelgi heimilisins,“ sagði Jónína og bætti við fjölskyldan hafi heimsóknirnar gríðarlega inn á sig. Hún tiltók annað dæmi, sem hún segir hafa haft gríðarleg áhrif á sig. Jónína segir að það hafi verið þegar fjármálin hennar voru komin í gott stand, hún hafi selt húsið sitt og fengið greiddan hluta af sölunni. Sú greiðsla hafi hins vegar verið afturkölluð og segir Jónína að það hafi orðið til þess að hún missti heimili sitt. „Þá lamast ég“ Hún segir að henni hafi tekist ágætlega upp við að vinna úr sínum málum, þökk sé góðum stuðningi fjölskyldu og vina. „En það skilja þetta ekki allir.“ Engu að síður glími hún enn við líkamlega kvilla sem rekja megi beint til álagsins og áfallanna á liðnum árum. Til að mynda fái hún ennþá taugaviðbrögð. Hún undirstrikar að hún sé ekki þunglynd eða með geðhvarfasýki: „Ég er bara útbrunnin kona. Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu.“ Spjallið við Jónínu Ben má heyra í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Spjall lífstílsfrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur við Bítið í morgun tók óvænta stefnu. Hún var mætt í hljóðver til að fræða hlustendur um kvíða, síþreytu og kulnun í starfi. Þegar talið barst að reynslu Jónínu af kvillunum beygði hún af, og glögglega mátti heyra að hún átti í erfiðleikum með að ræða áföllin sem grófu undan heilsu hennar. „Ég er bara mannleg og þetta eru búin að vera svo stór áföll hjá mér.“ Hún rekur upphaf veikindanna til áranna eftir fall bankakerfisins árið 2008, ára þar sem Jónína var oft í eldlínu fjölmiðlanna. Hún segist hafa tekið eftir því hvernig viðskiptavinir hennar, sem sóttu hjá henni margvíslega leiðsögn, hafi orðið reiðari og „aggresívari“ eftir hrunið. „Þeir voru svo reiðir,“ sagði Jónína. Hún hafi því gert sitt besta til að hjálpa fólki en það hafi lítið gengið. „Eftir því sem ég reyndi meira því óbilgjarnara varð fólk.“ Jónína segist hafa byrjað að taka mótlætð inn á sig – hún hafi hætt að setja sig í fyrsta sæti. „Ef við getum ekki elskað okkur sjálf þá getum við ekki elskað aðra,“ minnti Jónína hlustendur á. Það hafi þó verið álagið á opinberum vettvangi sem hún telur að hafi gert útslagið. „Ég varð opinber persóna, án þess að vilja það,“ sagði Jónína sem segist á þessum tíma hafa hætt að taka mark á sér. „Ég gleymdi sjálfri mér.“ Þegar talið barst að þeim áföllum sem hún segir sig hafa gengið í gegnum mátti vel heyra að umræðan tók á Jónínu. „Fyrirgefið, þetta er viðkvæmt mál.“ Jónína reifaði meðal annars hvernig hún reyndi að hlífa börnunum sínum á þessum árum. „Ég var alltaf að hlífa börnunum mínum. Því minna sem sást í mig og heyrðist frá mér, því betra var það. Þess vegna var ég alltaf að tala um hvernig öðrum líður,“ sagði Jónína er hún barðist við tárin. Engu að síður taldi hún sig knúna til að koma fram sinni hlið í fjölmiðlum. „Þú ert kominn inn í leikinn,“ sagði Jónína. „Fólk er að segja alls konar vitleysu - hver á annar að leiðrétta vitleysu en sá sem veit hvað er rétt?“ Í stormvirði hrunsins segist hún að sama skapi hafa óttast að börnin sín sæju þær ótal umfjallanir sem ritaðar voru um hennar mál. Bréfin rufu friðhelgina Ekki hafi heldur bætt úr skák þegar „menn með kröfubréf“ hafi bankað á dyrnar hjá henni á matmálstíma – eina tímanum sem hún segist hafa getað átt með börnunum. „Þetta er brot á friðhelgi heimilisins,“ sagði Jónína og bætti við fjölskyldan hafi heimsóknirnar gríðarlega inn á sig. Hún tiltók annað dæmi, sem hún segir hafa haft gríðarleg áhrif á sig. Jónína segir að það hafi verið þegar fjármálin hennar voru komin í gott stand, hún hafi selt húsið sitt og fengið greiddan hluta af sölunni. Sú greiðsla hafi hins vegar verið afturkölluð og segir Jónína að það hafi orðið til þess að hún missti heimili sitt. „Þá lamast ég“ Hún segir að henni hafi tekist ágætlega upp við að vinna úr sínum málum, þökk sé góðum stuðningi fjölskyldu og vina. „En það skilja þetta ekki allir.“ Engu að síður glími hún enn við líkamlega kvilla sem rekja megi beint til álagsins og áfallanna á liðnum árum. Til að mynda fái hún ennþá taugaviðbrögð. Hún undirstrikar að hún sé ekki þunglynd eða með geðhvarfasýki: „Ég er bara útbrunnin kona. Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu.“ Spjallið við Jónínu Ben má heyra í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira