Íslenski boltinn

Fanndís gengin til liðs við Val

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fanndís mun spila í rauðu í sumar
Fanndís mun spila í rauðu í sumar mynd/valur
Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir er gengin til liðs við Val og mun spila með félaginu í Pepsi deild kvenna.

Fanndís skrifaði undir tveggja ára samning við Hlíðarendafélagið en hún kemur til Vals frá franska liðinu Marseille þar sem hún dvaldi í vetur.

Fanndís hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og á 11 mörk í 87 A-landsliðsleikjum. Þá hefur hún skorað 104 mörk í 197 meistaraflokksleikjum á Íslandi.

Valur er í harðri baráttu við Þór/KA og Breiðablik um toppsæti Pepsi deildarinnar og hefur ekki tapað í fimm leikjum í röð.








Tengdar fréttir

Er þegar búin að segja nei við nokkur félög

"Þetta er hreint út sagt dásamlegt, ég kann mjög vel við mig hérna á Blikavellinum og í bláa búningnum svo ég get ekki kvartað,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, fyrir æfingu í gær en fram undan er leikur gegn Slóveníu á mánudaginn í undankeppni HM 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×