David Lynch leiðréttir fréttaflutning um stuðning sinn við Trump Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 27. júní 2018 16:15 Kvikmyndir leikstjórans David Lynch þykja súrrealískar og óræðar. Gárungar hafa gantast með að nú hafi Donald Trump tekist að láta leikstjórann útskýra eitthvað í fyrsta skipti á sínum ferli. Vísir/Getty Leikstjórinn David Lynch sendi frá sér tilkynningu, sem beint var að Donald Trump Bandaríkjaforseta, á Facebook síðu sinni í gær. Tekur hann fram að tilvitnun í sig hafi verið tekin úr samhengi, og hann sjái Trump ekki verða einn merkasta Bandaríkjaforseta allra tíma eins og horfurnar eru í dag. Forsagan er að í ítarlegu viðtali The Guardian við Lynch, var hann spurður út í tilfinningar sínar gagnvart Trump, og svaraði að hann „hefði burðina til að verða minnst sem einn merkasti Bandaríkjaforseti allra tíma“ vegna þess að hann hafi sett embættið í svo mikla upplausn. Vantraust til hefðbundinna þjóðarleiðtoga voru að einhverju leyti kveikjan að þessum ummælum. Lynch telur sig ekki pólitískan mann en studdi þó Bernie Sanders í síðustu forsetakosningum og er frjálslyndur. Hann vill helst hafa sem fæst lög og reglur, að undanskildum umferðarreglum, sem honum þykja mikilvægar. Miðillinn Breitbart News sagði frá þessum hluta viðtalsins og gerir mikið úr stuðningi Lynch við forsetann. Forsetinn tístglaði deildi þeirri frétt í kjölfarið.“Director David Lynch: Trump Could Go Down as One of the Greatest Presidents” https://t.co/AcgnIZNh6e — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2018Þá taldi Lynch sig knúinn til að útskýra ummæli sín. Hann beinir orðum sínum að Trump sjálfum þegar hann segir að ef hann heldur áfram eins og hann hefur verið, muni hann ekki fá tækifæri til þess að vera skráður á spjöld sögunnar sem merkur forseti. „Þú skapar sundurleitni og vansæld,“ bætir hann við og hvetur forsetann til að snúa fleyinu við og leiða með ást og náungavirðingu í fararbroddi. Færsluna má sjá í heild hér að neðan. Í áðurnefndu viðtali við The Guardian fór Lynch um víðan völl, þvertók eins og áður fyrir að útskýra kvikmyndir sínar að nokkru leyti, sem og nýju Twin Peaks seríuna. Helsta umræðuefnið var ný 577 blaðsíðna sjálfsævisöguleg bók hans, Room to Dream, sem lýsir sjálfri sér sem frásögn atburða án útskýringar á merkingu þeirra. Donald Trump Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Leikstjórinn David Lynch sendi frá sér tilkynningu, sem beint var að Donald Trump Bandaríkjaforseta, á Facebook síðu sinni í gær. Tekur hann fram að tilvitnun í sig hafi verið tekin úr samhengi, og hann sjái Trump ekki verða einn merkasta Bandaríkjaforseta allra tíma eins og horfurnar eru í dag. Forsagan er að í ítarlegu viðtali The Guardian við Lynch, var hann spurður út í tilfinningar sínar gagnvart Trump, og svaraði að hann „hefði burðina til að verða minnst sem einn merkasti Bandaríkjaforseti allra tíma“ vegna þess að hann hafi sett embættið í svo mikla upplausn. Vantraust til hefðbundinna þjóðarleiðtoga voru að einhverju leyti kveikjan að þessum ummælum. Lynch telur sig ekki pólitískan mann en studdi þó Bernie Sanders í síðustu forsetakosningum og er frjálslyndur. Hann vill helst hafa sem fæst lög og reglur, að undanskildum umferðarreglum, sem honum þykja mikilvægar. Miðillinn Breitbart News sagði frá þessum hluta viðtalsins og gerir mikið úr stuðningi Lynch við forsetann. Forsetinn tístglaði deildi þeirri frétt í kjölfarið.“Director David Lynch: Trump Could Go Down as One of the Greatest Presidents” https://t.co/AcgnIZNh6e — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2018Þá taldi Lynch sig knúinn til að útskýra ummæli sín. Hann beinir orðum sínum að Trump sjálfum þegar hann segir að ef hann heldur áfram eins og hann hefur verið, muni hann ekki fá tækifæri til þess að vera skráður á spjöld sögunnar sem merkur forseti. „Þú skapar sundurleitni og vansæld,“ bætir hann við og hvetur forsetann til að snúa fleyinu við og leiða með ást og náungavirðingu í fararbroddi. Færsluna má sjá í heild hér að neðan. Í áðurnefndu viðtali við The Guardian fór Lynch um víðan völl, þvertók eins og áður fyrir að útskýra kvikmyndir sínar að nokkru leyti, sem og nýju Twin Peaks seríuna. Helsta umræðuefnið var ný 577 blaðsíðna sjálfsævisöguleg bók hans, Room to Dream, sem lýsir sjálfri sér sem frásögn atburða án útskýringar á merkingu þeirra.
Donald Trump Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira