Segir að skrifstofustjóri eigi „ekki að skipta sér af“ pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. júní 2018 11:24 Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Anton Brink Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki rétt að hún hafi sakað eða nafngreint nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar um trúnaðarbrest og upplýsingaleka. Hún segir jafnframt að minnisblað skrifstofustjóra borgarstjórnar sé fáheyrt frumhlaup háttsetts embættismanns sem eigi umfram allt að gæta hlutleysis. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Marta hefur sent frá sér vegna fréttaflutnings um að siðareglur hafi mögulega verið brotnar á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar þann 19. júní síðastliðinn. „Í fréttum sem birtust í helstu fjölmiðlum hér á landi í gær er því haldið fram að ég hafi sem borgarfulltrúi, og samkvæmt minnisblaði skrifstofustjóra borgarstjórnar, brotið siðareglur gegn starfsmönnum Reykjavíkurborgar. Þetta á ég að hafa gert úr ræðustóli á fundi borgarstjórnar þriðjudaginn 19.6. sl., með ásökunum í þeirra garð um trúnaðarbrest og upplýsingaleka,“ segir Marta. „Þetta er alrangt. Með því að hlusta á upptökur af fundinum sem hægt er að nálgast á vef Reykjavíkurborgar, getur hver og einn fullvissað sig um þá staðreynd að ég hvorki ásakaði, né nafngreindi nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar í þessum efnum.“Segist aldrei hafa ásakað starfsmenn um neitt Marta segist hafa beint fyrirspurn til Lífar Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna, um það hvar hún hefði fengið upplýsingar um tilnefningar í ráð og nefndir og hvers vegna hún væri að ræða þær upplýsingar á fundinum áður en þær yrðu opinberar með kjöri. „Fátt varð um svör en Líf nefndi vettvang á borð við kaffihús og ganga Ráðhússins. Af þessum tjáskiptum spunnust nokkrar umræður meðal borgarfulltrúa, en þær breyta í engu þeirri staðreynd að ég ásakaði aldrei starfsmenn Reykjavíkurborgar um eitt né neitt.“Hér fyrir neðan má sjá upptöku af fundi borgarstjórnar 19. júní.Segir minnisblaðið fráheyrt frumhlaupMarta fer jafnframt frekar hörðum orðum um minnisblað Helgu Bjarkar Laxdal, skrifstofustjóra borgarstjórnar sem lagt var fram fyrir forsætisnefnd borgarstjórnar í fyrradag. „Svokallað „minnisblað“ skrifstofustjóra borgarstjórnar er að mínum dómi fáheyrt frumhlaup háttsetts embættismanns sem á um fram allt að gæta hlutleysis og vera ekki að skipta sér af pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa. Borgarstjórnarfundir eru ekki mælskunámskeið þar sem skrifstofustjóri borgarstjórnar segir borgarfulltrúum fyrir verkum,“ segir Marta. „Þó skrifstofustjórinn telji að starfsheiðri sínum vegið með einhverjum ummælum kjörinna fulltrúa, hefur hún ekkert umboð né aðrar lagaheimildir til að setja sig á stall ákæru- og úrskurðarvalds yfir kjörnum fulltrúum, með pólitisku „minnisblaði“ sem er ætlað að gera lítið úr tilteknum kjörnum fulltrúum og heldur í þokkabót fram alvarlegum rangfærslum.“Ólíðandi vinnubrögð Marta segir að Helga Björk hafi í minnisblaðinu haldið því ranglega fram að upplýsingar um tilnefningar í ráð og nefndir hafi legið fyrir á vef borgarinnar í marga klukkutíma fyrir fundinn, en að samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarstjórnar fóru upplýsingar um umrætt ráð, nýstofnað umhverfis- og heilbrigðisráð, ekki inn á vef Reykjavíkurborgar fyrr en eftir að fundurinn hófst. „Það frumhlaup skrifstofustjórans að semja „minnisblað“ og fara þess á leit að það yrði tekið fyrir í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar, hefur nú haft þær afleiðingar í för með sér að málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar, mánudaginn 25.6. sl., en sama kvöld var þetta óafgreidda trúnaðarmál nefndarinnar orðið að ærumeiðandi „frétt“ um mig í fjölmiðli, þess efnis að ég hefði brotið trúnað gagnvart starfsmönnum Reykjavíkurborgar. Og síðan gekk leppurinn í öðrum fjölmiðlum daginn eftir,“ segir Marta. „Þetta eru ólíðandi vinnubrögð og síst til þess fallinn að auka traust milli kjörinna fulltrúa og embættismanna.“Yfirlýsing Mörgu Guðjónsdóttur í heild sinni Í fréttum sem birtust í helstu fjölmiðlum hér á landi í gær er því haldið fram að ég hafi sem borgarfulltrúi, og samkvæmt minnisblaði skrifstofustjóra borgarstjórnar, brotið siðareglur gegn starfsmönnum Reykjavíkurborgar. Þetta á ég að hafa gert úr ræðustóli á fundi borgarstjórnar þriðjudaginn 19.6. sl., með ásökunum í þeirra garð um trúnaðarbrest og upplýsingaleka. Þetta er alrangt. Með því að hlusta á upptökur af fundinum sem hægt er að nálgast á vef Reykjavíkurborgar, getur hver og einn fullvissað sig um þá staðreynd að ég hvorki ásakaði, né nafngreindi nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar í þessum efnum. Af gefnu tilefni beindi ég hins vegar fyrirspurn til kjörins fulltrúa á fundinum, Lífar Magneudóttur, um það hvar hún hefði fengið upplýsingar um tilnefningar pólitískra mótherja í ráð og nefndir og hvers vegna hún væri að flíka slíkum upplýsingum á fundinum, áður en þær yrðu opinberar með kjöri. Fátt varð um svör en Líf nefndi vettvang á borð við kaffihús og ganga Ráðhússins. Af þessum tjáskiptum spunnust nokkrar umræður meðal borgarfulltrúa, en þær breyta í engu þeirri staðreynd að ég ásakaði aldrei starfsmenn Reykjavíkurborgar um eitt né neitt. Svokallað „minnisblað“ skrifstofustjóra borgarstjórnar er að mínum dómi fáheyrt frumhlaup háttsetts embættismanns sem á um fram allt að gæta hlutleysis og vera ekki að skipta sér af pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa. Borgarstjórnarfundir eru ekki mælskunámskeið þar sem skrifstofustjóri borgarstjórnar segir borgarfulltrúum fyrir verkum. Þó skrifstofustjórinn telji að starfsheiðri sínum vegið með einhverjum ummælum kjörinna fulltrúa, hefur hún ekkert umboð né aðrar lagaheimildir til að setja sig á stall ákæru- og úrskurðarvalds yfir kjörnum fulltrúum, með pólitisku „minnisblaði“ sem er ætlað að gera lítið úr tilteknum kjörnum fulltrúum og heldur í þokkabót fram alvarlegum rangfærslum. Þar er því t.d. ranglega haldið fram að upplýsingar um tilnefningar í ráð og nefndir hafi legið fyrir á vef borgarinnar í marga klukkutíma fyrir fundinn. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarstjórnar fóru upplýsingar um umhverfis- og heilbrigðisráð ekki á vef Reykjavíkurborgar fyrr en eftir að borgarstjórnarfundurinn hófst. Það frumhlaup skrifstofustjórans að semja „minnisblað“ og fara þess á leit að það yrði tekið fyrir í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar, hefur nú haft þær afleiðingar í för með sér að málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar, mánudaginn 25.6. sl., en sama kvöld var þetta óafgreidda trúnaðarmál nefndarinnar orðið að ærumeiðandi „frétt“ um mig í fjölmiðli, þess efnis að ég hefði brotið trúnað gagnvart starfsmönnum Reykjavíkurborgar. Og síðan gekk leppurinn í öðrum fjölmiðlum daginn eftir. Þetta eru ólíðandi vinnubrögð og síst til þess fallinn að auka traust milli kjörinna fulltrúa og embættismanna. Stj.mál Tengdar fréttir Telur að siðareglur hafi verið brotnar og vill borgarfulltrúa á námskeið Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, telur að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar 26. júní 2018 10:20 Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki rétt að hún hafi sakað eða nafngreint nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar um trúnaðarbrest og upplýsingaleka. Hún segir jafnframt að minnisblað skrifstofustjóra borgarstjórnar sé fáheyrt frumhlaup háttsetts embættismanns sem eigi umfram allt að gæta hlutleysis. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Marta hefur sent frá sér vegna fréttaflutnings um að siðareglur hafi mögulega verið brotnar á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar þann 19. júní síðastliðinn. „Í fréttum sem birtust í helstu fjölmiðlum hér á landi í gær er því haldið fram að ég hafi sem borgarfulltrúi, og samkvæmt minnisblaði skrifstofustjóra borgarstjórnar, brotið siðareglur gegn starfsmönnum Reykjavíkurborgar. Þetta á ég að hafa gert úr ræðustóli á fundi borgarstjórnar þriðjudaginn 19.6. sl., með ásökunum í þeirra garð um trúnaðarbrest og upplýsingaleka,“ segir Marta. „Þetta er alrangt. Með því að hlusta á upptökur af fundinum sem hægt er að nálgast á vef Reykjavíkurborgar, getur hver og einn fullvissað sig um þá staðreynd að ég hvorki ásakaði, né nafngreindi nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar í þessum efnum.“Segist aldrei hafa ásakað starfsmenn um neitt Marta segist hafa beint fyrirspurn til Lífar Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna, um það hvar hún hefði fengið upplýsingar um tilnefningar í ráð og nefndir og hvers vegna hún væri að ræða þær upplýsingar á fundinum áður en þær yrðu opinberar með kjöri. „Fátt varð um svör en Líf nefndi vettvang á borð við kaffihús og ganga Ráðhússins. Af þessum tjáskiptum spunnust nokkrar umræður meðal borgarfulltrúa, en þær breyta í engu þeirri staðreynd að ég ásakaði aldrei starfsmenn Reykjavíkurborgar um eitt né neitt.“Hér fyrir neðan má sjá upptöku af fundi borgarstjórnar 19. júní.Segir minnisblaðið fráheyrt frumhlaupMarta fer jafnframt frekar hörðum orðum um minnisblað Helgu Bjarkar Laxdal, skrifstofustjóra borgarstjórnar sem lagt var fram fyrir forsætisnefnd borgarstjórnar í fyrradag. „Svokallað „minnisblað“ skrifstofustjóra borgarstjórnar er að mínum dómi fáheyrt frumhlaup háttsetts embættismanns sem á um fram allt að gæta hlutleysis og vera ekki að skipta sér af pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa. Borgarstjórnarfundir eru ekki mælskunámskeið þar sem skrifstofustjóri borgarstjórnar segir borgarfulltrúum fyrir verkum,“ segir Marta. „Þó skrifstofustjórinn telji að starfsheiðri sínum vegið með einhverjum ummælum kjörinna fulltrúa, hefur hún ekkert umboð né aðrar lagaheimildir til að setja sig á stall ákæru- og úrskurðarvalds yfir kjörnum fulltrúum, með pólitisku „minnisblaði“ sem er ætlað að gera lítið úr tilteknum kjörnum fulltrúum og heldur í þokkabót fram alvarlegum rangfærslum.“Ólíðandi vinnubrögð Marta segir að Helga Björk hafi í minnisblaðinu haldið því ranglega fram að upplýsingar um tilnefningar í ráð og nefndir hafi legið fyrir á vef borgarinnar í marga klukkutíma fyrir fundinn, en að samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarstjórnar fóru upplýsingar um umrætt ráð, nýstofnað umhverfis- og heilbrigðisráð, ekki inn á vef Reykjavíkurborgar fyrr en eftir að fundurinn hófst. „Það frumhlaup skrifstofustjórans að semja „minnisblað“ og fara þess á leit að það yrði tekið fyrir í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar, hefur nú haft þær afleiðingar í för með sér að málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar, mánudaginn 25.6. sl., en sama kvöld var þetta óafgreidda trúnaðarmál nefndarinnar orðið að ærumeiðandi „frétt“ um mig í fjölmiðli, þess efnis að ég hefði brotið trúnað gagnvart starfsmönnum Reykjavíkurborgar. Og síðan gekk leppurinn í öðrum fjölmiðlum daginn eftir,“ segir Marta. „Þetta eru ólíðandi vinnubrögð og síst til þess fallinn að auka traust milli kjörinna fulltrúa og embættismanna.“Yfirlýsing Mörgu Guðjónsdóttur í heild sinni Í fréttum sem birtust í helstu fjölmiðlum hér á landi í gær er því haldið fram að ég hafi sem borgarfulltrúi, og samkvæmt minnisblaði skrifstofustjóra borgarstjórnar, brotið siðareglur gegn starfsmönnum Reykjavíkurborgar. Þetta á ég að hafa gert úr ræðustóli á fundi borgarstjórnar þriðjudaginn 19.6. sl., með ásökunum í þeirra garð um trúnaðarbrest og upplýsingaleka. Þetta er alrangt. Með því að hlusta á upptökur af fundinum sem hægt er að nálgast á vef Reykjavíkurborgar, getur hver og einn fullvissað sig um þá staðreynd að ég hvorki ásakaði, né nafngreindi nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar í þessum efnum. Af gefnu tilefni beindi ég hins vegar fyrirspurn til kjörins fulltrúa á fundinum, Lífar Magneudóttur, um það hvar hún hefði fengið upplýsingar um tilnefningar pólitískra mótherja í ráð og nefndir og hvers vegna hún væri að flíka slíkum upplýsingum á fundinum, áður en þær yrðu opinberar með kjöri. Fátt varð um svör en Líf nefndi vettvang á borð við kaffihús og ganga Ráðhússins. Af þessum tjáskiptum spunnust nokkrar umræður meðal borgarfulltrúa, en þær breyta í engu þeirri staðreynd að ég ásakaði aldrei starfsmenn Reykjavíkurborgar um eitt né neitt. Svokallað „minnisblað“ skrifstofustjóra borgarstjórnar er að mínum dómi fáheyrt frumhlaup háttsetts embættismanns sem á um fram allt að gæta hlutleysis og vera ekki að skipta sér af pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa. Borgarstjórnarfundir eru ekki mælskunámskeið þar sem skrifstofustjóri borgarstjórnar segir borgarfulltrúum fyrir verkum. Þó skrifstofustjórinn telji að starfsheiðri sínum vegið með einhverjum ummælum kjörinna fulltrúa, hefur hún ekkert umboð né aðrar lagaheimildir til að setja sig á stall ákæru- og úrskurðarvalds yfir kjörnum fulltrúum, með pólitisku „minnisblaði“ sem er ætlað að gera lítið úr tilteknum kjörnum fulltrúum og heldur í þokkabót fram alvarlegum rangfærslum. Þar er því t.d. ranglega haldið fram að upplýsingar um tilnefningar í ráð og nefndir hafi legið fyrir á vef borgarinnar í marga klukkutíma fyrir fundinn. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarstjórnar fóru upplýsingar um umhverfis- og heilbrigðisráð ekki á vef Reykjavíkurborgar fyrr en eftir að borgarstjórnarfundurinn hófst. Það frumhlaup skrifstofustjórans að semja „minnisblað“ og fara þess á leit að það yrði tekið fyrir í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar, hefur nú haft þær afleiðingar í för með sér að málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar, mánudaginn 25.6. sl., en sama kvöld var þetta óafgreidda trúnaðarmál nefndarinnar orðið að ærumeiðandi „frétt“ um mig í fjölmiðli, þess efnis að ég hefði brotið trúnað gagnvart starfsmönnum Reykjavíkurborgar. Og síðan gekk leppurinn í öðrum fjölmiðlum daginn eftir. Þetta eru ólíðandi vinnubrögð og síst til þess fallinn að auka traust milli kjörinna fulltrúa og embættismanna.
Stj.mál Tengdar fréttir Telur að siðareglur hafi verið brotnar og vill borgarfulltrúa á námskeið Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, telur að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar 26. júní 2018 10:20 Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Telur að siðareglur hafi verið brotnar og vill borgarfulltrúa á námskeið Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, telur að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar 26. júní 2018 10:20
Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05