Hjörtur óskar eftir starfslokum hjá Sýn Tinni Sveinsson skrifar 27. júní 2018 11:12 Hjörtur Hjartarson. fréttablaðið/ernir Hjörtur Hjartarson, dagskrárgerðarmaður hjá Sýn, hefur óskað eftir starfslokum hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í færslu frá Hirti á Facebook. Hann var á sunnudag sendur heim af Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu vegna óviðeigandi hegðunar. Í færslunni segir Hjörtur að hann skilji mætavel þau hörðu viðbrögð sem framkoma hans hafi vakið en í gær sendu yfir 100 fjölmiðlakonur frá sér yfirlýsingu þar sem þær kröfðust þess að yfirmenn fjölmiðla tryggðu öryggi þeirra og annarra starfsmanna á vinnustað. Þá mótmæltu þær því að í stéttinni starfi maður sem hafi ítrekað áreitt og beitt samstarfsfólk sitt ofbeldi. „Áfengisneysla er sannarlega engin afsökun fyrir slíkri hegðun. Það er bæði sanngjörn og sjálfsögð krafa að fólki standi ekki stuggur af kollegum sínum og hárrétt að krefjast þess að öruggt vinnuumhverfi sé sett í fyrsta sæti, líkt og hópur kvenna í fjölmiðlastétt hefur gert. Ég hef af þeim sökum óskað eftir starfslokum hjá vinnuveitanda mínum. Ég hyggst einbeita mér að því að bæta fyrir framkomu mína, bæði nákomnum og öðrum. Ég hef þegar tekið skref í þá átt að takast á við þau vandamál sem ég á við að etja og ég er með sterkt net í kringum mig sem er að aðstoða mig við það,“ segir Hjörtur. Þá segir hann að lokum að honum þyki afar leitt að hafa brugðist því trausti sem honum hafi verið sýnt. Færslu Hjartar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Kæru vinir. Hér koma nokkur orð frá mér að gefnu tilefni. Ég vil koma því á framfæri að ég skil mætavel þau hörðu viðbrögð sem framkoma mín hefur vakið en hún varð þess valdandi að ég var kallaður heim frá Rússlandi fyrr en ætlað var. Áfengisneysla er sannarlega engin afsökun fyrir slíkri hegðun. Það er bæði sanngjörn og sjálfsögð krafa að fólki standi ekki stuggur af kollegum sínum og hárrétt að krefjast þess að öruggt vinnuumhverfi sé sett í fyrsta sæti, líkt og hópur kvenna í fjölmiðlastétt hefur gert. Ég hef af þeim sökum óskað eftir starfslokum hjá vinnuveitanda mínum. Ég hyggst einbeita mér að því að bæta fyrir framkomu mína, bæði nákomnum og öðrum. Ég hef þegar tekið skref í þá átt að takast á við þau vandamál sem ég á við að etja og ég er með sterkt net í kringum mig sem er að aðstoða mig við það. Ég vil að lokum ítreka að mér þykir afar leitt að hafa brugðist því trausti sem mér hefur verið sýnt. Mínir nánustu hafa mátt þola mikið vegna þessa, eitthvað sem er afar sárt að þurfa að horfast í augu við. Aukinheldur vil ég biðja alla hlutaðeigandi afsökunar, vinnuveitenda, kollega og samstarfsmenn einna helst. Með hlýrri kveðju, Hjörtur HjartarsonKæru vinir. Hér koma nokkur orð frá mér að gefnu tilefni. Ég vil koma því á framfæri að ég skil mætavel þau hörðu...Posted by Hjörtur Hjartarson on Wednesday, June 27, 2018Vísir er í eigu Sýnar hf. Tengdar fréttir Fjölmiðlakonur senda frá sér yfirlýsingu vegna Hjartar Hjartarsonar 102 konur í fjölmiðlum hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar Hjartar Hjartarsonar á HM í Rússlandi. 26. júní 2018 15:47 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Hjörtur Hjartarson, dagskrárgerðarmaður hjá Sýn, hefur óskað eftir starfslokum hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í færslu frá Hirti á Facebook. Hann var á sunnudag sendur heim af Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu vegna óviðeigandi hegðunar. Í færslunni segir Hjörtur að hann skilji mætavel þau hörðu viðbrögð sem framkoma hans hafi vakið en í gær sendu yfir 100 fjölmiðlakonur frá sér yfirlýsingu þar sem þær kröfðust þess að yfirmenn fjölmiðla tryggðu öryggi þeirra og annarra starfsmanna á vinnustað. Þá mótmæltu þær því að í stéttinni starfi maður sem hafi ítrekað áreitt og beitt samstarfsfólk sitt ofbeldi. „Áfengisneysla er sannarlega engin afsökun fyrir slíkri hegðun. Það er bæði sanngjörn og sjálfsögð krafa að fólki standi ekki stuggur af kollegum sínum og hárrétt að krefjast þess að öruggt vinnuumhverfi sé sett í fyrsta sæti, líkt og hópur kvenna í fjölmiðlastétt hefur gert. Ég hef af þeim sökum óskað eftir starfslokum hjá vinnuveitanda mínum. Ég hyggst einbeita mér að því að bæta fyrir framkomu mína, bæði nákomnum og öðrum. Ég hef þegar tekið skref í þá átt að takast á við þau vandamál sem ég á við að etja og ég er með sterkt net í kringum mig sem er að aðstoða mig við það,“ segir Hjörtur. Þá segir hann að lokum að honum þyki afar leitt að hafa brugðist því trausti sem honum hafi verið sýnt. Færslu Hjartar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Kæru vinir. Hér koma nokkur orð frá mér að gefnu tilefni. Ég vil koma því á framfæri að ég skil mætavel þau hörðu viðbrögð sem framkoma mín hefur vakið en hún varð þess valdandi að ég var kallaður heim frá Rússlandi fyrr en ætlað var. Áfengisneysla er sannarlega engin afsökun fyrir slíkri hegðun. Það er bæði sanngjörn og sjálfsögð krafa að fólki standi ekki stuggur af kollegum sínum og hárrétt að krefjast þess að öruggt vinnuumhverfi sé sett í fyrsta sæti, líkt og hópur kvenna í fjölmiðlastétt hefur gert. Ég hef af þeim sökum óskað eftir starfslokum hjá vinnuveitanda mínum. Ég hyggst einbeita mér að því að bæta fyrir framkomu mína, bæði nákomnum og öðrum. Ég hef þegar tekið skref í þá átt að takast á við þau vandamál sem ég á við að etja og ég er með sterkt net í kringum mig sem er að aðstoða mig við það. Ég vil að lokum ítreka að mér þykir afar leitt að hafa brugðist því trausti sem mér hefur verið sýnt. Mínir nánustu hafa mátt þola mikið vegna þessa, eitthvað sem er afar sárt að þurfa að horfast í augu við. Aukinheldur vil ég biðja alla hlutaðeigandi afsökunar, vinnuveitenda, kollega og samstarfsmenn einna helst. Með hlýrri kveðju, Hjörtur HjartarsonKæru vinir. Hér koma nokkur orð frá mér að gefnu tilefni. Ég vil koma því á framfæri að ég skil mætavel þau hörðu...Posted by Hjörtur Hjartarson on Wednesday, June 27, 2018Vísir er í eigu Sýnar hf.
Tengdar fréttir Fjölmiðlakonur senda frá sér yfirlýsingu vegna Hjartar Hjartarsonar 102 konur í fjölmiðlum hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar Hjartar Hjartarsonar á HM í Rússlandi. 26. júní 2018 15:47 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Fjölmiðlakonur senda frá sér yfirlýsingu vegna Hjartar Hjartarsonar 102 konur í fjölmiðlum hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar Hjartar Hjartarsonar á HM í Rússlandi. 26. júní 2018 15:47