Neikvæður áróður Norður-Kóreu horfinn eins og dögg fyrir maísólu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 23. júní 2018 20:15 Leiðtogafundur Trumps með Kim hefur gjörbreytt ásýnd Bandaríkjanna í áróðri Norður-Kóreu DPRKTODAY Götumynd frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Áróðurinn er alltumlykjandiVísir/Getty Áróður norður-kóreskra yfirvalda hefur tekið stakkaskiptum eftir friðarumleitanir síðustu vikna. Stjórnvöld beita áróðri í miklum mæli til að reyna að móta heimsmynd almennings eftir sínu höfði. Talað hefur verið um að íbúar Norður-Kóreu búi í hliðstæðri veröld og séu heilaþvegnir til að trúa ótrúlegustu lygum um ágæti eigin leiðtoga og hörmungarástand í öðrum löndum. Hversu mikið fólk trúir áróðrinum í raun og veru er hins vegar umdeilt og örugglega mismunandi eftir búsetu og öðru. Skilaboðin sem birtast í ríkisfjölmiðlum eru hins vegar oft góð vísbending um stöðuna í heimsmálum og afstöðu Kim stjórnarinnar. Þegar ástandið er sem verst og blikur eru á lofti um stríð eða auknar viðskiptaþvinganir, birtast t.d. veggspjöld með hörðum skilaboðum um stríðsrekstur Bandaríkjamanna og leppríkja þeirra í Asíu. Þjóðinni er á slíkum tímum sagt að búa sig undir að verja landið til síðasta manns gegn yfirgangi heimsveldastefnunnar. Myndmálið sýnir byssustingi og eldflaugar granda innrásarliðinu.Það er heldur bjartara yfir þessum áróðursplakötum en hefð er fyrirBBC/DPRKTODAYSíðustu vikur hafa öll slík veggspjöld hins vegar horfið og þessi skilaboð er heldur ekki lengur að finna í fréttatímum ríkissjónvarpsins í Norður-Kóreu. Þess í stað hafa sprottið upp veggspjöld sem hvetja til friðsamlegrar endursameiningar Kóreuskagans. Í dagblöðum og sjónvarpsútsendingum heyrist ekki lengur neitt neikvætt um forna fjendur. Þvert á móti er Trump Bandaríkjaforseta nánast daglega hælt sem framsýnum friðarsinna.Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa fjallað mikið um leiðtogafundinn í máli og myndumBBC/Rodong SinmunBreska ríkissjónvarpið BBC hefur eftir sérfræðingum sem ferðast hafa til Norður-Kóreu að aldrei áður hafi allir neikvæður áróður horfið eins og dögg fyrir maísólu. Það sé hins vegar enn óvíst hvort breytingin sé varanleg, hlutirnir geti breyst hratt ef eitthvað kemur upp á í friðarferlinu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump vendir kvæði sínu í kross um hættuna af Norður-Kóreu Eftir fund sinn með Kim fullyrti Trump að engin hætta væri lengur af kjarnavopnum Norður-Kóreu. Í gær sagði hann þveröfugt við Bandaríkjaþing. 23. júní 2018 09:39 Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. 21. júní 2018 08:39 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Götumynd frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Áróðurinn er alltumlykjandiVísir/Getty Áróður norður-kóreskra yfirvalda hefur tekið stakkaskiptum eftir friðarumleitanir síðustu vikna. Stjórnvöld beita áróðri í miklum mæli til að reyna að móta heimsmynd almennings eftir sínu höfði. Talað hefur verið um að íbúar Norður-Kóreu búi í hliðstæðri veröld og séu heilaþvegnir til að trúa ótrúlegustu lygum um ágæti eigin leiðtoga og hörmungarástand í öðrum löndum. Hversu mikið fólk trúir áróðrinum í raun og veru er hins vegar umdeilt og örugglega mismunandi eftir búsetu og öðru. Skilaboðin sem birtast í ríkisfjölmiðlum eru hins vegar oft góð vísbending um stöðuna í heimsmálum og afstöðu Kim stjórnarinnar. Þegar ástandið er sem verst og blikur eru á lofti um stríð eða auknar viðskiptaþvinganir, birtast t.d. veggspjöld með hörðum skilaboðum um stríðsrekstur Bandaríkjamanna og leppríkja þeirra í Asíu. Þjóðinni er á slíkum tímum sagt að búa sig undir að verja landið til síðasta manns gegn yfirgangi heimsveldastefnunnar. Myndmálið sýnir byssustingi og eldflaugar granda innrásarliðinu.Það er heldur bjartara yfir þessum áróðursplakötum en hefð er fyrirBBC/DPRKTODAYSíðustu vikur hafa öll slík veggspjöld hins vegar horfið og þessi skilaboð er heldur ekki lengur að finna í fréttatímum ríkissjónvarpsins í Norður-Kóreu. Þess í stað hafa sprottið upp veggspjöld sem hvetja til friðsamlegrar endursameiningar Kóreuskagans. Í dagblöðum og sjónvarpsútsendingum heyrist ekki lengur neitt neikvætt um forna fjendur. Þvert á móti er Trump Bandaríkjaforseta nánast daglega hælt sem framsýnum friðarsinna.Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa fjallað mikið um leiðtogafundinn í máli og myndumBBC/Rodong SinmunBreska ríkissjónvarpið BBC hefur eftir sérfræðingum sem ferðast hafa til Norður-Kóreu að aldrei áður hafi allir neikvæður áróður horfið eins og dögg fyrir maísólu. Það sé hins vegar enn óvíst hvort breytingin sé varanleg, hlutirnir geti breyst hratt ef eitthvað kemur upp á í friðarferlinu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump vendir kvæði sínu í kross um hættuna af Norður-Kóreu Eftir fund sinn með Kim fullyrti Trump að engin hætta væri lengur af kjarnavopnum Norður-Kóreu. Í gær sagði hann þveröfugt við Bandaríkjaþing. 23. júní 2018 09:39 Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. 21. júní 2018 08:39 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Trump vendir kvæði sínu í kross um hættuna af Norður-Kóreu Eftir fund sinn með Kim fullyrti Trump að engin hætta væri lengur af kjarnavopnum Norður-Kóreu. Í gær sagði hann þveröfugt við Bandaríkjaþing. 23. júní 2018 09:39
Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. 21. júní 2018 08:39
Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00