Sálfræðingur hefur áhyggjur af fjölgun ungra barna með tölvufíkn: Dæmi eru um að börn hóti að svipta sig lífi verði tölvur teknar af þeim Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. júní 2018 19:15 Þorsteinn Kristján Jóhannsson er óvirkur tölvufíkill. Hann missti öll tök á tölvunotkun fyrir þrjátíu árum síðan. „Í mínu tilfelli byrjaði þetta á Pacman spilakössum. Fíknin var farin að hafa áhrif á námið mitt og ég rétt náði að útskrifast úr grunnskóla. Ég þurfti að flytja aftur heim til foreldra minna, ólærður, stórskuldugur og líkaminn alveg í hönk,“ segir Þorsteinn. Hann hefur náð tökum á fíkninni. Í dag heldur hann fyrirlestra í skólum um tölvufíkn en hann segir forvarnir mikilvægastar. Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur segir einkennin fljótt verða alvarleg. „Jafnvel í einhverjum tilfellum sofna börn fram af lyklaborðinu, fara ekki úr tölvustólnum nema þau séu rifin í burtu. Þau gera þarfir sínar í flöskur eða kassa. Þrífa sig aldrei og eiga ekki samskipti við einn né neinn. Í alvarlegustu tilfellunum erum við með einstaklinga sem eru orðnir öryrkjar og sitja öllum stundum inni í herberginu sínu. Hafa jafnvel ekki talað við einstaklinga fyrir utan þá í kerfinu í einverjum tilfellum í meira en ár,“ segir Eyjólfur. Sjálfur hefur hann þjónustað um 3.000 skjólstæðinga. Hann segir aðsóknina aukast hratt, en um 90% sjúklinga hans koma vegna tölufíknar. „Fyrir rúmlega ári sáum við fyrst aukningu meðal yngri krakka. Þá erum við að fá til okkar börn niður í átta ára gömul sem hafa misst áhuga á öllu nema tölvuleikjum. Þau neita að mæta í skólann og taka þátt í daglegum athöfnum, til að geta verið heima í tölvunni,“ segir Eyjólfur. Hann segir að í flestum tilfellum séu það aðstandendur sem leiti hjálpar, en flestir séu þá orðnir langþreyttir. „Þegar vandamál er orðið mjög stórt eru foreldrar þreyttir. Oft búnir að takast á við mjög erfiðar kringumstæður. Erfiðar heimilisaðstæður þar sem barnið þeirra hótar að taka eigið líf í hvert skipti sem foreldrið reynir að fá það úr tölvunni. Barnið öskrar, gargar og brýtur húsgögn þegar foreldrið reynir að ná til þess,“ segir Eyjólfur að lokum. Börn og uppeldi Tengdar fréttir Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Þorsteinn Kristján Jóhannsson er óvirkur tölvufíkill. Hann missti öll tök á tölvunotkun fyrir þrjátíu árum síðan. „Í mínu tilfelli byrjaði þetta á Pacman spilakössum. Fíknin var farin að hafa áhrif á námið mitt og ég rétt náði að útskrifast úr grunnskóla. Ég þurfti að flytja aftur heim til foreldra minna, ólærður, stórskuldugur og líkaminn alveg í hönk,“ segir Þorsteinn. Hann hefur náð tökum á fíkninni. Í dag heldur hann fyrirlestra í skólum um tölvufíkn en hann segir forvarnir mikilvægastar. Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur segir einkennin fljótt verða alvarleg. „Jafnvel í einhverjum tilfellum sofna börn fram af lyklaborðinu, fara ekki úr tölvustólnum nema þau séu rifin í burtu. Þau gera þarfir sínar í flöskur eða kassa. Þrífa sig aldrei og eiga ekki samskipti við einn né neinn. Í alvarlegustu tilfellunum erum við með einstaklinga sem eru orðnir öryrkjar og sitja öllum stundum inni í herberginu sínu. Hafa jafnvel ekki talað við einstaklinga fyrir utan þá í kerfinu í einverjum tilfellum í meira en ár,“ segir Eyjólfur. Sjálfur hefur hann þjónustað um 3.000 skjólstæðinga. Hann segir aðsóknina aukast hratt, en um 90% sjúklinga hans koma vegna tölufíknar. „Fyrir rúmlega ári sáum við fyrst aukningu meðal yngri krakka. Þá erum við að fá til okkar börn niður í átta ára gömul sem hafa misst áhuga á öllu nema tölvuleikjum. Þau neita að mæta í skólann og taka þátt í daglegum athöfnum, til að geta verið heima í tölvunni,“ segir Eyjólfur. Hann segir að í flestum tilfellum séu það aðstandendur sem leiti hjálpar, en flestir séu þá orðnir langþreyttir. „Þegar vandamál er orðið mjög stórt eru foreldrar þreyttir. Oft búnir að takast á við mjög erfiðar kringumstæður. Erfiðar heimilisaðstæður þar sem barnið þeirra hótar að taka eigið líf í hvert skipti sem foreldrið reynir að fá það úr tölvunni. Barnið öskrar, gargar og brýtur húsgögn þegar foreldrið reynir að ná til þess,“ segir Eyjólfur að lokum.
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00