17 laxar úr Grímsá við opnun Karl Lúðvíksson skrifar 23. júní 2018 13:09 Flottur lax úr Grímsá við opnun. Mynd: Hreggnasi FB Árnar opna nú hver af annari og það er áhugavert að sjá að á flestum stöðum fer veiðin ágætlega af stað. Grímsá í Borgarfirði opnaði 20. júní í blíðskaparveðri sem margir hefðu haldið að hefðu neikvæð áhrif á veiðina en svo var aldeilis ekki. Alls komu sautján laxar á land þennan fyrsta dag sem er prýðileg opnun. Opnunarhollið lýkur veiðum í dag og það verður fróðlegt að heyra lokatölur hjá þeim en greinilegt er að nokkuð af laxi er genginn í ána. Aðstæður í Borgarfjarðaránum hefur þó verið afar erfitt síðan á miðvikudag en það hefur bæði verið afar hvasst og mikil úrkoma þannig að flestar árnar eru bæði orðnar ansi kaldar og vatnsmiklar. Það veldur því að laxinn getur verið afar tregur að taka sem og að það vill stundum hægja á göngum í árnar. Mest lesið Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Hróarslækur kominn til Iceland Outfitters Veiði Býst við bullandi veiði eftir þurrkatímabil Veiði Enn hægt að finna útsölur Veiði Svartá og Tungufljót opna - góður júní í Skjálfandafljóti Veiði Mjög gott veiðisumar í Fnjóská Veiði
Árnar opna nú hver af annari og það er áhugavert að sjá að á flestum stöðum fer veiðin ágætlega af stað. Grímsá í Borgarfirði opnaði 20. júní í blíðskaparveðri sem margir hefðu haldið að hefðu neikvæð áhrif á veiðina en svo var aldeilis ekki. Alls komu sautján laxar á land þennan fyrsta dag sem er prýðileg opnun. Opnunarhollið lýkur veiðum í dag og það verður fróðlegt að heyra lokatölur hjá þeim en greinilegt er að nokkuð af laxi er genginn í ána. Aðstæður í Borgarfjarðaránum hefur þó verið afar erfitt síðan á miðvikudag en það hefur bæði verið afar hvasst og mikil úrkoma þannig að flestar árnar eru bæði orðnar ansi kaldar og vatnsmiklar. Það veldur því að laxinn getur verið afar tregur að taka sem og að það vill stundum hægja á göngum í árnar.
Mest lesið Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Hróarslækur kominn til Iceland Outfitters Veiði Býst við bullandi veiði eftir þurrkatímabil Veiði Enn hægt að finna útsölur Veiði Svartá og Tungufljót opna - góður júní í Skjálfandafljóti Veiði Mjög gott veiðisumar í Fnjóská Veiði