Íslenski boltinn

Viktor með þrennu gegn Haukum og jafnt í Breiðholti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viktor skoraði þrjú í kvöld.
Viktor skoraði þrjú í kvöld. vísir/stefán
Þróttur skellti Haukum, 4-2, í Inkasso-deildinni í kvöld og í öðrum leik kvöldsins gerðu Selfoss og Leiknir 1-1 jafntefli í Breiðholtinu.

Eftir nítján mínútur skoraði Viktor Jónsson fyrsta mark leiksins fyrir Þrótt og rétt fyrir hlé tvöfaldaði Daði Bergsson forystuna.

Skagamaðurinn Indriði Áki Þorláksson minnkaði muninn á fimmtu mínútu síðari hálfleiks en Viktor Jónsson og Ólafur Hrannar Kristjánsson skoraði fjórða mark Þróttar á 71. mínútu.

Daníel Snorri Guðlaugsson náði að klóra í bakkann fyrir Hauka átta mínútum fyrir leikslok en Viktor Jónsson var ekki hættur. Hann fullkomnaði þrennu sína og skoraði fimmta mark Þróttar á 89. mínútu.

Lokatölur 5-2 sigur Þróttar sem er í fimmta sætinu með þrettán stig. Haukarnir eru í sjöunda sæti með tíu stig.

Gilles Mbang Ondo kom Selfyssingum yfir á annarri mínútu í Breiðholtinu en Sólon Breki Leifsson jafnaði metin á 67. mínútu. Þannig urðu lokatölur leiksins.

Selfoss í níunda sætinu með átta stig en Leiknir sæti neðar með stigi minna og bæði lið einfaldlega í bullandi fallbaráttu. ÍR er í fallsæti með sex stig og Magni með þrjú.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá vefsíðunni fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×