160 milljörðum króna varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. júní 2018 19:51 Unnið er að stefnumótandi samgönguáætlun næstu fimmtán ára. Fréttablaðið/Ernir Áætlað er að 160 milljörðum króna verði varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu á næstu fimm árum og að jafnvel verði hægt að tvöfalda þá upphæð, verði innheimta veggjalda tekin upp. Þetta kom fram á Samgönguþingi fyrr í dag. Unnið er að stefnumótandi samgönguáætlun næstu fimmtán ára og voru helstu áskoranir, fjármögnun og framkvæmdir til umræðu á Samgönguþingi sem haldið var í dag, en það er lokaskref í samráðsferli við gerð stefnumótandi áætlunnar. Umferð á vegum landsins hefur aukist 47 prósent frá árinu 2010 og hvað mest á síðustu tveimur árum. Samgönguráðherra sagði brýnt sé að ráðast í aukið viðhald og frekari uppbyggingu vegakerfisins eftir stórfelldan niðurskurð síðustu ára. Fjórum milljörðum var bætt við núgildandi áætlun þessa árs og markmiðið er að verja 16,5 milljarði aukalega í viðhald og framkvæmdir á næstu þremur árum. Í heildina er á ætlað að 160 milljörðum verði varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu á næstu fimm árum.Gjaldtökuleið skoðuð „Ég held að við getum gert ýmislegt með þetta aukna fé á þessum árum en ég var jafnframt í ræðu minni hér í dag að segja að við værum að setja á laggirnar hóp til að skoða fjármögnun, gjaldtökuleið sem kæmi þá til viðbótar þessum 160 milljörðum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Það mundi þýða að á næstu fimm til sjö árum yrði hægt að framkvæma fyrir 300 til 350 milljarða króna. „Þá myndum við ná svolítið í skottið á okkur og vinna upp þann halla sem orðinn er á framkvæmdum og viðhaldi í vegakerfinu,“ segir Sigurður Ingi. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti gjaldtaka yrði framkvæmd en nefnd innan ráðuneytisins hefur það til skoðunar hvernig gjaldtöku yrði háttað á einstaka mannvirkjum og vegum.Verkefnum forgangsraðað Hávær umræða og krafa hefur verið um að ljúka þurfi strax tvöföldun Reykjanesbrautar og hefja þurfi tvöföldun vegarins um Kjalarnes eftir alvarleg slys sem þar hafa orðið frá því um áramótin. Þá er einnig brýn nauðsyn að hefja tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss svo dæmi séu nefnd. Engin áætlun var lögð fram um þessi verkefni í dag. „Það er verið að leggja, bæta slitlag á öllum þessum þremur leiðum og það voru framkvæmdir fyrirhugaðar á Reykjanesbrautinni og á Vesturlandsvegi til að bæta umferðaröryggi, hringtorg og fleira. Þannig að það er eitthvað sem við munum sjá í ár og síðan samgönguáætlun, sem kemur fram í haust, mun svo taka á því hvernig við ætlum að forgangsraáð þessum mikilægu verkefnum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Samgöngur Tengdar fréttir Bein útsending: Samgönguþing 2018 Samgönguþing 2018 verður haldið á Hótel Sögu í Reykjavík í dag klukkan 13-16.30. 21. júní 2018 12:15 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Áætlað er að 160 milljörðum króna verði varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu á næstu fimm árum og að jafnvel verði hægt að tvöfalda þá upphæð, verði innheimta veggjalda tekin upp. Þetta kom fram á Samgönguþingi fyrr í dag. Unnið er að stefnumótandi samgönguáætlun næstu fimmtán ára og voru helstu áskoranir, fjármögnun og framkvæmdir til umræðu á Samgönguþingi sem haldið var í dag, en það er lokaskref í samráðsferli við gerð stefnumótandi áætlunnar. Umferð á vegum landsins hefur aukist 47 prósent frá árinu 2010 og hvað mest á síðustu tveimur árum. Samgönguráðherra sagði brýnt sé að ráðast í aukið viðhald og frekari uppbyggingu vegakerfisins eftir stórfelldan niðurskurð síðustu ára. Fjórum milljörðum var bætt við núgildandi áætlun þessa árs og markmiðið er að verja 16,5 milljarði aukalega í viðhald og framkvæmdir á næstu þremur árum. Í heildina er á ætlað að 160 milljörðum verði varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu á næstu fimm árum.Gjaldtökuleið skoðuð „Ég held að við getum gert ýmislegt með þetta aukna fé á þessum árum en ég var jafnframt í ræðu minni hér í dag að segja að við værum að setja á laggirnar hóp til að skoða fjármögnun, gjaldtökuleið sem kæmi þá til viðbótar þessum 160 milljörðum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Það mundi þýða að á næstu fimm til sjö árum yrði hægt að framkvæma fyrir 300 til 350 milljarða króna. „Þá myndum við ná svolítið í skottið á okkur og vinna upp þann halla sem orðinn er á framkvæmdum og viðhaldi í vegakerfinu,“ segir Sigurður Ingi. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti gjaldtaka yrði framkvæmd en nefnd innan ráðuneytisins hefur það til skoðunar hvernig gjaldtöku yrði háttað á einstaka mannvirkjum og vegum.Verkefnum forgangsraðað Hávær umræða og krafa hefur verið um að ljúka þurfi strax tvöföldun Reykjanesbrautar og hefja þurfi tvöföldun vegarins um Kjalarnes eftir alvarleg slys sem þar hafa orðið frá því um áramótin. Þá er einnig brýn nauðsyn að hefja tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss svo dæmi séu nefnd. Engin áætlun var lögð fram um þessi verkefni í dag. „Það er verið að leggja, bæta slitlag á öllum þessum þremur leiðum og það voru framkvæmdir fyrirhugaðar á Reykjanesbrautinni og á Vesturlandsvegi til að bæta umferðaröryggi, hringtorg og fleira. Þannig að það er eitthvað sem við munum sjá í ár og síðan samgönguáætlun, sem kemur fram í haust, mun svo taka á því hvernig við ætlum að forgangsraáð þessum mikilægu verkefnum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.
Samgöngur Tengdar fréttir Bein útsending: Samgönguþing 2018 Samgönguþing 2018 verður haldið á Hótel Sögu í Reykjavík í dag klukkan 13-16.30. 21. júní 2018 12:15 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Bein útsending: Samgönguþing 2018 Samgönguþing 2018 verður haldið á Hótel Sögu í Reykjavík í dag klukkan 13-16.30. 21. júní 2018 12:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent