Lending hagkerfisins verður mjúk eftir öran vöxt Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. júní 2018 15:00 Frá Geysissvæðinu í Haukadal. Ferðaþjónustan nemur um 40 prósentum af útflutningi íslenska hagkerfisins í dag og er hún langstærsta atvinnugrein landsins þegar kemur að bæði útflutningi og gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Vísi Greiningaraðilar spá mjúkri lendingu hagkerfisins eftir öran vöxt síðustu ára. Hrein erlend staða þjóðarbúsins er jákvæð og Ísland er því lánveitandi til útlanda í fyrsta skipti í langan tíma. Þjóðhagslegur sparnaður er hár og gjaldeyrisforði Seðlabankans er töluvert stærri en fyrir efnahagshrun. Þá er skuldastaða heimilanna mun betri en áður. Fjallað er um þessi mál í nýlegri greiningu Arion banka „Batnandi hagkerfi er best að lifa.“ Þar er rakið að Ísland hafi notið hagvaxtar samfleytt frá árinu 2011 og hagvöxturinn byggi á raunverulegri verðmætasköpun í hagkerfinu en ekki einkaneyslu. Hagvöxturinn virðist því vera heilbrigðari en fyrir banka- og gjaldeyrishrunið 2008. Þjóðhagslegur sparnaður er umtalsvert meiri núna en í síðustu uppsveiflu og útlán til heimila eru mun lægra hlutfall af vergri landsframleiðslu en áður. Þá er gjaldeyrisforði Seðlabankans stærri og hrein erlend staða þjóðarbúsins er jákvæð. Heimilin hafa stýrt framhjá gengisáhættu sem gerir Seðlabankanum auðveldara fyrir að lækka vexti komi til samdráttar í hagkerfinu. Að mati greiningar Arion banka eru þó enn ákveðnir óvissuþættir til staðar. Neysluhegðun Íslendinga hefur breyst Í greiningu Arion banka er rakið hvernig neysluvenjur Íslendinga hafi breyst á síðustu árum. Einkaneysla sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hefur dregist saman og er núna 50 prósent en var 59 prósent árið 2005. Verði hagvöxtur á árinu 2018, sem miklar líkur séu á, muni núverandi uppsveifla verða sú lengsta hér á landi frá 1960. Á sama tíma og einkaneysla hefur dregist saman hafa lántökur heimilanna minnkað. Útlán heimila sem hlutfall af landsframleiðslu fóru hæst í 128 prósent fyrir hrunið en eru aðeins 77 prósent núna. Heimilin hafa í auknum mæli fært sig úr verðtryggðum lánum í óverðtryggð. Sparnaður er að aukast Þjóðhagslegur sparnaður samanstendur af fjárfestingu og viðskiptajöfnuði. Viðskiptaafgangur síðustu ára skýrist því að hluta af auknum þjóðhagslegum sparnaði á síðstu árum. Sparnaðurinn sem hlutfall af vergri landsframleiðslu var meira en tvöfalt hærri árið 2016 en árið 2006. Hrein erlend staða þjóðarbúsins var jákvæð um 235 milljarða króna í lok fyrsta ársfjórðungs 2018. Þetta þýðir að Ísland er lánveitandi í útlöndum en ekki lántaki eins og verið hefur undanfarin 70 ár. Þegar hrein staða þjóðarbúsins varð jákvæð í fyrsta sinn frá stríðslokum árið 1945 þóttu það stórtíðindi í desember 2016. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði að mögulega væri staðan hrein í fyrsta skipti frá þjóðveldisöld en lengra en til stríðsloka ná mælingar ekki. Þetta hefði líka þótt fáheyrt fyrir nokkrum árum.Höfum aldrei staðið betur í efnahagslegu tilliti „Frá því að forseti Alþingis lýsti yfir stofnun lýðveldisins á Þingvöllum fyrir rúmum sjö áratugum síðan höfum við aldrei staðið betur efnahagslega,“ sagði Bjarni Benediktsson þáverandi forsætisráðherra og núverandi fjármála- og efnahagsráðherra á ársfundi Seðlabankans á síðasta ári. Annað mikilvægt jákvætt atriði við stöðu hagkerfisins er að heimilin hafa algjörlega siglt framhjá gengisáhættu. Þessu má þakka banni við lántökum í öðrum gjaldmiðlum en þeim sem heimilin hafa tekjur í. Í greiningu Arion banka kemur fram að útlán heimila í erlendum gjaldmiðlum séu nánast engin eða um 0,1 prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta hlutfall hafi hæst farið upp í 22,4 prósent í lok árs 2008. Bein gengisáhætta heimilanna sé því hverfandi samanborið við fyrir hrun. Þetta þýðir að verði samdráttur í stórum og mikilvægum atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu geti Seðlabankinn brugðist við með því að lækka stýrivexti en lægri stýrivextir ættu að öllu öðru óbreyttu að veikja gengi krónunnar. Þessi veiking á gengi krónunnar mun ekki hafa sömu hörmulegu afleiðingarnar og fyrir hrun því heimilin eru ekki eins berskjölduð fyrir gengisáhættu og þau voru þá. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í þingsal fyrr í sumar. Staða Íslands í efnahagslegu tilliti hefur aldrei verið betri. Vísir/VilhelmGjaldeyrisforðinn mun stærri en fyrir hrun Gjaldeyrisforði Seðlabankans er mun stærri núna en hann var fyrir banka- og gjaldeyrishrunið 2008. Seðlabankinn er því í betri stöðu til að draga úr gengissveiflum. Meðalforði síðustu þriggja ára er rúm 27 prósent af vergri landsframleiðslu en meðalforði síðustu þriggja ára fyrir hrun var aðeins tæp 10 prósent af landsframleiðslu ársins 2008. Á sama tíma og gjaldeyrisforðinn er stærri er íslenska bankakerfið mun minna en það var fyrir hrun. Seðlabankinn getur því sinnt hlutverki sínu sem lánveitandi til þrautavara betur að mati greiningar Arion banka. Í hverju felst óvissan? Greining Arion nefnir einnig nokkra óvissuþætti sem blasa við. Í fyrsta lagi geti eiginfjárhlutfall heimilanna á fasteignamarkaði blekkt. Eiginfjárhlutfallið versnaði hratt þegar fasteignir lækkuðu í verði eftir bankahrunið. Hátt eiginfjárhlutfall núna stafi að einhverju leyti af hækkun fasteignaverðs. Þá nefnir greiningin uppfærða spá Isavia um brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll. Spáin fór úr 10,9 prósenta aukningu í 2,6 prósent. Ef þessi spá rætist mun hægja verulega á vexti ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar hér á landi og áhrifanna mun gæta alls staðar í hagkerfinu. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er mun stærri núna en hann var fyrir banka- og gjaldeyrishrunið 2008. Seðlabanki Íslands er því í betri stöðu til að draga úr gengissveiflum.Vísir/Seðlabanki ÍslandsHér má líka nefna raungengi krónunnar. Í aðdraganda hrunsins fór raungengið á mælikvarða launa hæst í 107 í júní árið 2007. Þetta met var svo slegið í júní á síðasta ári þegar það fór í 107,5. Greining Arion banka telur mikilvægt að hafa hugfast að þensla raungengisins sé af allt öðrum ástæðum nú en áður. Síðast hafi gengið farið upp vegna kviks fjármagns sem kom inn í íslenska hagkerfið til að hagnast á vaxtamunarviðskiptum. Að þessu sinni hafa tekjur af ferðaþjónustu hins vegar þrýst gengi krónunnar upp. Þá hefur verið viðskiptaafgangur af utanríkisviðskiptum en ekki viðskiptahalli og því er meiri innistæða fyrir hærra raungengi núna en fyrir hrun. Þá er ástæða til að hafa áhyggjur af launakostnaði á Íslandi en laun hér á landi voru þau fjórðu hæstu innan OECD á árinu 2016. Síðan þá hefur Bandaríkjadollar veikst um 11,8 prósent gagnvart íslensku krónunni auk þess sem raungengi á mælikvarða launa hefur hækkað um 22 prósent. Að þessu virtu er ljóst að Íslendingar hafa fært sig enn ofar upp listann.Batnandi hagkerfi er best að lifa. Efnahagsmál Fréttaskýringar Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Greiningaraðilar spá mjúkri lendingu hagkerfisins eftir öran vöxt síðustu ára. Hrein erlend staða þjóðarbúsins er jákvæð og Ísland er því lánveitandi til útlanda í fyrsta skipti í langan tíma. Þjóðhagslegur sparnaður er hár og gjaldeyrisforði Seðlabankans er töluvert stærri en fyrir efnahagshrun. Þá er skuldastaða heimilanna mun betri en áður. Fjallað er um þessi mál í nýlegri greiningu Arion banka „Batnandi hagkerfi er best að lifa.“ Þar er rakið að Ísland hafi notið hagvaxtar samfleytt frá árinu 2011 og hagvöxturinn byggi á raunverulegri verðmætasköpun í hagkerfinu en ekki einkaneyslu. Hagvöxturinn virðist því vera heilbrigðari en fyrir banka- og gjaldeyrishrunið 2008. Þjóðhagslegur sparnaður er umtalsvert meiri núna en í síðustu uppsveiflu og útlán til heimila eru mun lægra hlutfall af vergri landsframleiðslu en áður. Þá er gjaldeyrisforði Seðlabankans stærri og hrein erlend staða þjóðarbúsins er jákvæð. Heimilin hafa stýrt framhjá gengisáhættu sem gerir Seðlabankanum auðveldara fyrir að lækka vexti komi til samdráttar í hagkerfinu. Að mati greiningar Arion banka eru þó enn ákveðnir óvissuþættir til staðar. Neysluhegðun Íslendinga hefur breyst Í greiningu Arion banka er rakið hvernig neysluvenjur Íslendinga hafi breyst á síðustu árum. Einkaneysla sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hefur dregist saman og er núna 50 prósent en var 59 prósent árið 2005. Verði hagvöxtur á árinu 2018, sem miklar líkur séu á, muni núverandi uppsveifla verða sú lengsta hér á landi frá 1960. Á sama tíma og einkaneysla hefur dregist saman hafa lántökur heimilanna minnkað. Útlán heimila sem hlutfall af landsframleiðslu fóru hæst í 128 prósent fyrir hrunið en eru aðeins 77 prósent núna. Heimilin hafa í auknum mæli fært sig úr verðtryggðum lánum í óverðtryggð. Sparnaður er að aukast Þjóðhagslegur sparnaður samanstendur af fjárfestingu og viðskiptajöfnuði. Viðskiptaafgangur síðustu ára skýrist því að hluta af auknum þjóðhagslegum sparnaði á síðstu árum. Sparnaðurinn sem hlutfall af vergri landsframleiðslu var meira en tvöfalt hærri árið 2016 en árið 2006. Hrein erlend staða þjóðarbúsins var jákvæð um 235 milljarða króna í lok fyrsta ársfjórðungs 2018. Þetta þýðir að Ísland er lánveitandi í útlöndum en ekki lántaki eins og verið hefur undanfarin 70 ár. Þegar hrein staða þjóðarbúsins varð jákvæð í fyrsta sinn frá stríðslokum árið 1945 þóttu það stórtíðindi í desember 2016. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði að mögulega væri staðan hrein í fyrsta skipti frá þjóðveldisöld en lengra en til stríðsloka ná mælingar ekki. Þetta hefði líka þótt fáheyrt fyrir nokkrum árum.Höfum aldrei staðið betur í efnahagslegu tilliti „Frá því að forseti Alþingis lýsti yfir stofnun lýðveldisins á Þingvöllum fyrir rúmum sjö áratugum síðan höfum við aldrei staðið betur efnahagslega,“ sagði Bjarni Benediktsson þáverandi forsætisráðherra og núverandi fjármála- og efnahagsráðherra á ársfundi Seðlabankans á síðasta ári. Annað mikilvægt jákvætt atriði við stöðu hagkerfisins er að heimilin hafa algjörlega siglt framhjá gengisáhættu. Þessu má þakka banni við lántökum í öðrum gjaldmiðlum en þeim sem heimilin hafa tekjur í. Í greiningu Arion banka kemur fram að útlán heimila í erlendum gjaldmiðlum séu nánast engin eða um 0,1 prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta hlutfall hafi hæst farið upp í 22,4 prósent í lok árs 2008. Bein gengisáhætta heimilanna sé því hverfandi samanborið við fyrir hrun. Þetta þýðir að verði samdráttur í stórum og mikilvægum atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu geti Seðlabankinn brugðist við með því að lækka stýrivexti en lægri stýrivextir ættu að öllu öðru óbreyttu að veikja gengi krónunnar. Þessi veiking á gengi krónunnar mun ekki hafa sömu hörmulegu afleiðingarnar og fyrir hrun því heimilin eru ekki eins berskjölduð fyrir gengisáhættu og þau voru þá. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í þingsal fyrr í sumar. Staða Íslands í efnahagslegu tilliti hefur aldrei verið betri. Vísir/VilhelmGjaldeyrisforðinn mun stærri en fyrir hrun Gjaldeyrisforði Seðlabankans er mun stærri núna en hann var fyrir banka- og gjaldeyrishrunið 2008. Seðlabankinn er því í betri stöðu til að draga úr gengissveiflum. Meðalforði síðustu þriggja ára er rúm 27 prósent af vergri landsframleiðslu en meðalforði síðustu þriggja ára fyrir hrun var aðeins tæp 10 prósent af landsframleiðslu ársins 2008. Á sama tíma og gjaldeyrisforðinn er stærri er íslenska bankakerfið mun minna en það var fyrir hrun. Seðlabankinn getur því sinnt hlutverki sínu sem lánveitandi til þrautavara betur að mati greiningar Arion banka. Í hverju felst óvissan? Greining Arion nefnir einnig nokkra óvissuþætti sem blasa við. Í fyrsta lagi geti eiginfjárhlutfall heimilanna á fasteignamarkaði blekkt. Eiginfjárhlutfallið versnaði hratt þegar fasteignir lækkuðu í verði eftir bankahrunið. Hátt eiginfjárhlutfall núna stafi að einhverju leyti af hækkun fasteignaverðs. Þá nefnir greiningin uppfærða spá Isavia um brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll. Spáin fór úr 10,9 prósenta aukningu í 2,6 prósent. Ef þessi spá rætist mun hægja verulega á vexti ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar hér á landi og áhrifanna mun gæta alls staðar í hagkerfinu. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er mun stærri núna en hann var fyrir banka- og gjaldeyrishrunið 2008. Seðlabanki Íslands er því í betri stöðu til að draga úr gengissveiflum.Vísir/Seðlabanki ÍslandsHér má líka nefna raungengi krónunnar. Í aðdraganda hrunsins fór raungengið á mælikvarða launa hæst í 107 í júní árið 2007. Þetta met var svo slegið í júní á síðasta ári þegar það fór í 107,5. Greining Arion banka telur mikilvægt að hafa hugfast að þensla raungengisins sé af allt öðrum ástæðum nú en áður. Síðast hafi gengið farið upp vegna kviks fjármagns sem kom inn í íslenska hagkerfið til að hagnast á vaxtamunarviðskiptum. Að þessu sinni hafa tekjur af ferðaþjónustu hins vegar þrýst gengi krónunnar upp. Þá hefur verið viðskiptaafgangur af utanríkisviðskiptum en ekki viðskiptahalli og því er meiri innistæða fyrir hærra raungengi núna en fyrir hrun. Þá er ástæða til að hafa áhyggjur af launakostnaði á Íslandi en laun hér á landi voru þau fjórðu hæstu innan OECD á árinu 2016. Síðan þá hefur Bandaríkjadollar veikst um 11,8 prósent gagnvart íslensku krónunni auk þess sem raungengi á mælikvarða launa hefur hækkað um 22 prósent. Að þessu virtu er ljóst að Íslendingar hafa fært sig enn ofar upp listann.Batnandi hagkerfi er best að lifa.
Efnahagsmál Fréttaskýringar Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira